Litla-Grá og Lítla-Hvít komnar til síns heima Sylvía Hall skrifar 10. ágúst 2020 09:52 Mjaldrasysturnar hafa verið fluttar í Klettsvík. Aðsend Mjöldrunum Litlu Grá og Litlu Hvít hefur verið komið fyrir í varanlegum heimkynnum sínum í Klettsvík við Vestmannaeyjar. Þær stöllur eru nú staðsettar í umönnunarlaug í kvínni þar sem þær aðlagast nýjum heimkynnum áður en þeim er endanlega sleppt út í kvína. Klettsvík er staðsett við mynni Vestmannaeyjahafnar en hópur sérfræðinga og dýralækna fylgdu Litlu Grá og Litlu Hvít í flutningunum. Hvalirnir eru sagðir við hestaheilsu og nærast vel eftir stutta ferð frá aðlögunarstað þeirra í Vestmannaeyjum. Mjaldrasysturnar voru fluttar frá Kína í júní á síðasta ári og tók ferðalagið nítján klukkustundir. Flugu þær frá Sjanghæ til Íslands og voru svo fluttar til Vestmannaeyja. Þetta er í fyrsta sinn sem Litla Grá og Litla Hvít eru í náttúrulegu umhverfi í hafinu síðan þær voru fluttar frá rússneskri hvalarannsóknarstöð árið 2011 að því er segir í fréttatilkynningu um flutninginn. Þær verða undir stöðugu eftirliti sérfræðinga á meðan þær aðlagast aðstæðum. Andy Bool, forstjóri SEA LIFE TRUST, segir það mikið ánægjuefni að mjaldrarnir séu komnir í Klettsvík. Þær séu nú einu skrefi nær því að vera sleppt út í kvína. „Eftir miklar æfingar og undirbúning þá er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi allt gengið betur en við þorðum að vona. Nú tekur við aðlögun undir ströngu eftirliti sérfræðinga og dýralækna. Ég á von á að við getum flutt fréttir af því þegar þeim verður endanlega sleppt út í kvína fljótlega,” segir Andy Bool. Vestmannaeyjar Mjaldrar í Eyjum Tengdar fréttir Litla grá og Litla hvít tilbúnar að flytja í Klettsvík Mjaldrasysturnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít flytja í varanleg heimkynni sín í Klettsvík í Vestmannaeyjum í júní. Aðlögun dýranna að kaldari sjó hefur gengið vel. Systurnar eru ólmar í athygli sem sýnir sig best þegar gesti ber að garði. 23. maí 2020 08:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Mjöldrunum Litlu Grá og Litlu Hvít hefur verið komið fyrir í varanlegum heimkynnum sínum í Klettsvík við Vestmannaeyjar. Þær stöllur eru nú staðsettar í umönnunarlaug í kvínni þar sem þær aðlagast nýjum heimkynnum áður en þeim er endanlega sleppt út í kvína. Klettsvík er staðsett við mynni Vestmannaeyjahafnar en hópur sérfræðinga og dýralækna fylgdu Litlu Grá og Litlu Hvít í flutningunum. Hvalirnir eru sagðir við hestaheilsu og nærast vel eftir stutta ferð frá aðlögunarstað þeirra í Vestmannaeyjum. Mjaldrasysturnar voru fluttar frá Kína í júní á síðasta ári og tók ferðalagið nítján klukkustundir. Flugu þær frá Sjanghæ til Íslands og voru svo fluttar til Vestmannaeyja. Þetta er í fyrsta sinn sem Litla Grá og Litla Hvít eru í náttúrulegu umhverfi í hafinu síðan þær voru fluttar frá rússneskri hvalarannsóknarstöð árið 2011 að því er segir í fréttatilkynningu um flutninginn. Þær verða undir stöðugu eftirliti sérfræðinga á meðan þær aðlagast aðstæðum. Andy Bool, forstjóri SEA LIFE TRUST, segir það mikið ánægjuefni að mjaldrarnir séu komnir í Klettsvík. Þær séu nú einu skrefi nær því að vera sleppt út í kvína. „Eftir miklar æfingar og undirbúning þá er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi allt gengið betur en við þorðum að vona. Nú tekur við aðlögun undir ströngu eftirliti sérfræðinga og dýralækna. Ég á von á að við getum flutt fréttir af því þegar þeim verður endanlega sleppt út í kvína fljótlega,” segir Andy Bool.
Vestmannaeyjar Mjaldrar í Eyjum Tengdar fréttir Litla grá og Litla hvít tilbúnar að flytja í Klettsvík Mjaldrasysturnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít flytja í varanleg heimkynni sín í Klettsvík í Vestmannaeyjum í júní. Aðlögun dýranna að kaldari sjó hefur gengið vel. Systurnar eru ólmar í athygli sem sýnir sig best þegar gesti ber að garði. 23. maí 2020 08:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Litla grá og Litla hvít tilbúnar að flytja í Klettsvík Mjaldrasysturnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít flytja í varanleg heimkynni sín í Klettsvík í Vestmannaeyjum í júní. Aðlögun dýranna að kaldari sjó hefur gengið vel. Systurnar eru ólmar í athygli sem sýnir sig best þegar gesti ber að garði. 23. maí 2020 08:00