Vísuðu á bug sögusögnum um erlenda vændiskonu Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 14:51 Þríeykið sést hér undirbúa sig fyrir fund dagsins. lögreglan Almannavarnir segja ekkert hæft í orðrómi þess efnis að kórónuveirutilfellið sem landsmenn fást nú við megi rekja til vændiskaupa. Sóttvarnalæknir segist hreinlega aldrei hafa heyrt á þennan orðróm minnst. Sú flökkusaga hefur verið á kreiki að það afbrigði veirunnar sem nú skýtur upp kollinum víða um land hafi borist hingað til lands með vændiskaupanda. Áður hefur komið fram að afbrigðið eigi ekki uppruna sinn í einu „öruggu landanna“ svokölluðu, en farþegar þaðan þurfa ekki að undirgangast skimun á landamærunum. Fréttamaður Ríkisútvarpsins vakti máls á orðrómnum á upplýsingafundi almannavarna í dag. Spurði Þríeykið hvort eitthvað væri hæft í þeim sögusögnum „að smitið sem nú er í gangi megi rekja til vændissölu erlendis frá. Hefur eitthvað slíkt komið fram við smitrakningu,“ spurði fréttamaður ríkismiðilsins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn greip boltann á lofti. „Nei, þetta er saga sem við höfum alveg heyrt en það er enginn fótur fyrir því samkvæmt okkar vinnu. Þannig að nei, það er enginn fótur fyrir því.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kom af fjöllum og hristi höfuðið. „Ég hef ekki einu sinni heyrt þetta,“ sagði Þórólfur og Alma Möller landlæknir tók undir það. Tilslakanir voru í fyrirrúmi á fundi dagsins, eftir jákvæðar niðurstöður úr skimunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir sagðist þannig ekki telja tilefni til að herða höft frekar á þessari stundu. Ennfremur segist Þórólfur hafa lagt fram nokkrar tillögur undir heilbrigðisráðherra um hvernig framtíðarfyrirkomulagi sóttvarnaaðgerða skuli háttað. Hann segist þó sjálfur þeirrar skoðunar að blanda af skimun og sóttkví sé áfram vænlegasti kosturinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilslakanir í kortunum Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. 11. ágúst 2020 14:33 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Fundurinn hefst klukkan 14.03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 11. ágúst 2020 13:35 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Almannavarnir segja ekkert hæft í orðrómi þess efnis að kórónuveirutilfellið sem landsmenn fást nú við megi rekja til vændiskaupa. Sóttvarnalæknir segist hreinlega aldrei hafa heyrt á þennan orðróm minnst. Sú flökkusaga hefur verið á kreiki að það afbrigði veirunnar sem nú skýtur upp kollinum víða um land hafi borist hingað til lands með vændiskaupanda. Áður hefur komið fram að afbrigðið eigi ekki uppruna sinn í einu „öruggu landanna“ svokölluðu, en farþegar þaðan þurfa ekki að undirgangast skimun á landamærunum. Fréttamaður Ríkisútvarpsins vakti máls á orðrómnum á upplýsingafundi almannavarna í dag. Spurði Þríeykið hvort eitthvað væri hæft í þeim sögusögnum „að smitið sem nú er í gangi megi rekja til vændissölu erlendis frá. Hefur eitthvað slíkt komið fram við smitrakningu,“ spurði fréttamaður ríkismiðilsins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn greip boltann á lofti. „Nei, þetta er saga sem við höfum alveg heyrt en það er enginn fótur fyrir því samkvæmt okkar vinnu. Þannig að nei, það er enginn fótur fyrir því.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kom af fjöllum og hristi höfuðið. „Ég hef ekki einu sinni heyrt þetta,“ sagði Þórólfur og Alma Möller landlæknir tók undir það. Tilslakanir voru í fyrirrúmi á fundi dagsins, eftir jákvæðar niðurstöður úr skimunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir sagðist þannig ekki telja tilefni til að herða höft frekar á þessari stundu. Ennfremur segist Þórólfur hafa lagt fram nokkrar tillögur undir heilbrigðisráðherra um hvernig framtíðarfyrirkomulagi sóttvarnaaðgerða skuli háttað. Hann segist þó sjálfur þeirrar skoðunar að blanda af skimun og sóttkví sé áfram vænlegasti kosturinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilslakanir í kortunum Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. 11. ágúst 2020 14:33 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Fundurinn hefst klukkan 14.03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 11. ágúst 2020 13:35 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Tilslakanir í kortunum Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. 11. ágúst 2020 14:33
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Fundurinn hefst klukkan 14.03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 11. ágúst 2020 13:35