Telur líklegt að veiran komi frá Austur-Evrópu Birgir Olgeirsson skrifar 11. ágúst 2020 18:30 Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir samfélagssmitið á Íslandi stafa af kórónuveiru sem líkast til hafi borist frá Austur-Evrópu. Hann útilokar að veiran hafi borist frá öruggu ríkjunum sem hafa verið undanþegin skimun hér á landi. Kári Stefánsson svaraði ásökunum í dag þess efnis að kórónuveirufaraldurinn hefði blossað upp aftur á Íslandi af því fyrirtæki hans hefði hætt skimunum á landamærunum. Vegna þess hefði þurft að fjölga fjölga ríkjum sem væru undanskilin skimun og þannig hefði veiran komist til landsins. Kári segir þetta rangt, fyrirtækið hans lánaði Landspítalanum tæki og tól og þjálfaði upp starfsfólk. Hann sé auk þess fullviss um að veiran kom ekki frá einu af þessum öruggu ríkjum. Öruggu löndin eru sex: Danmörk, Noregur, Þýskaland, Finnland, Færeyjar og Grænland. „Það vill svo til að það er veira sem er með mjög fágæta samsetningu af stökkbreytingum, svo fágæta að í alþjóðlegum gagnagrunni sem hýsir raðir úr 80.000 veirum, þá er bara ein veira með þessa samsetningu,“ segir Kári. Hann segir þessa raðgreiningu hafa verið framkvæmda í Sviss. Hann segir algjörlega útilokað að þetta afbrigði veirunnar hafi komið frá öruggu löndunum. „Þessi öruggu lönd eru flest með mikla raðgreiningu í gangi og við vitum hvað stökkbreytingamynstur kemur þaðan. Þannig að þetta kemur frá einhverjum óþekktu landi og ég væri ekkert hissa á því ef þetta kæmi frá Austur-Evrópu landi þar sem lítið er verið að raðgreiningar.“ Hann segir líkur á að veiran komi frá landi þar sem faraldurinn hefur verið í langan tíma eða smitað mjög stóran hóp af fólki. „Vegna þess að það eru níu stökkbreytingar sem skilja þessa veiru frá veirunni sem kom frá Ítalíu á sínum tíma. Þannig að hún hefur annað hvort verið í upprunalandi sínu í langan tíma eða smitað mjög stóran hóp af fólki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir samfélagssmitið á Íslandi stafa af kórónuveiru sem líkast til hafi borist frá Austur-Evrópu. Hann útilokar að veiran hafi borist frá öruggu ríkjunum sem hafa verið undanþegin skimun hér á landi. Kári Stefánsson svaraði ásökunum í dag þess efnis að kórónuveirufaraldurinn hefði blossað upp aftur á Íslandi af því fyrirtæki hans hefði hætt skimunum á landamærunum. Vegna þess hefði þurft að fjölga fjölga ríkjum sem væru undanskilin skimun og þannig hefði veiran komist til landsins. Kári segir þetta rangt, fyrirtækið hans lánaði Landspítalanum tæki og tól og þjálfaði upp starfsfólk. Hann sé auk þess fullviss um að veiran kom ekki frá einu af þessum öruggu ríkjum. Öruggu löndin eru sex: Danmörk, Noregur, Þýskaland, Finnland, Færeyjar og Grænland. „Það vill svo til að það er veira sem er með mjög fágæta samsetningu af stökkbreytingum, svo fágæta að í alþjóðlegum gagnagrunni sem hýsir raðir úr 80.000 veirum, þá er bara ein veira með þessa samsetningu,“ segir Kári. Hann segir þessa raðgreiningu hafa verið framkvæmda í Sviss. Hann segir algjörlega útilokað að þetta afbrigði veirunnar hafi komið frá öruggu löndunum. „Þessi öruggu lönd eru flest með mikla raðgreiningu í gangi og við vitum hvað stökkbreytingamynstur kemur þaðan. Þannig að þetta kemur frá einhverjum óþekktu landi og ég væri ekkert hissa á því ef þetta kæmi frá Austur-Evrópu landi þar sem lítið er verið að raðgreiningar.“ Hann segir líkur á að veiran komi frá landi þar sem faraldurinn hefur verið í langan tíma eða smitað mjög stóran hóp af fólki. „Vegna þess að það eru níu stökkbreytingar sem skilja þessa veiru frá veirunni sem kom frá Ítalíu á sínum tíma. Þannig að hún hefur annað hvort verið í upprunalandi sínu í langan tíma eða smitað mjög stóran hóp af fólki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira