Nýr eigandi og yfirmaður CrossFit samtakanna hefur nú endanlega gengið frá kaupunum á CrossFit en hann er fyrir löngu farin að vinna að breytingum á stjórnháttum innan samtakanna.
Í færslu á Instagram síðu sinni staðfesti Eric Roza að hann væri búinn að ganga frá öllum lausum endum en þar kom líka fram annað athyglisvert.
Eric Roza sagði frá því að hann hafi dreymt um það í næstum því heilan áratug að því að komast í leiðtogahlutverk innan CrossFit samfélagsins.
Hér fyrir neðan má sjá þessa færslu Eric Roza, mannsins sem er á góðri leið með að bjarga CrossFit samtökunum frá Greg Glassman og sjálfseyðingu sinni.
CrossFit heimurinn reis upp og nú er tími Greg Glassman á enda og tími Eric Roza tekinn við.
„Okkur tókst það. Yfirtakan er formlega gengin í gegn eftir lokaskrefið í morgun. Það eru aðeins meira en átta ár síðan að ég fór að vinna að því að upplifa draum minn að leiða CrossFit samfélagið einn daginn,“ skrifaði Eric Roza á Instagram síðu sína.
„Ég er svo þakklátur fyrir tækifærið að tileinka það sem eftir er af mínu lífi til að byggja upp fremsta vettvang heimsins þegar þegar að heilsu, hamingju og frammistöðu. Þetta er sterk áminning um það að með mikilli vinnu, stórkostlegu teymi og smá heppni þá geta draumar ræst,“ skrifaði Eric Roza.
Eric Roza sagði líka að CrossFit samtökin hafi unnið markvisst að því vinna að endurbótum innan samtakanna og að lykilbreytingum í DEI stefnumótun CrossFit sem huga að Diversity, Equity og Inclusion eða fjölbreytileika, réttlæti og því að CrossFit sé fyrir alla.
Roza hefur lagt mikla áherslu á að búa til gott samband og styðja við systurfélögin og CrossFit æfingastöðvarnar út um allan heim. Nú hefur líka verið stefnan sett á að halda heimsklassa heimsleika í næsta mánuði.
Eric Roza tilkynnti líka um leið að hann ætli að halda opinberan fund með CrossFit samfélaginu sem verður sendur út beint á Youtube. Hann bauð áhugasömum að senda inn spurningar á townhall@crossfit.com sem hann mun síðan reyna að svara á þessum fundi sem fer fram 19. ágúst næstkomandi.