Varði 85 skot í einum og sama leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 18:00 Joonas Korpisalo átti magnaðan leik í marki Columbus Blue Jackets en varð samt að sætta sig við tap. Getty/Andre Ringuette NHL-deildin lætur ekki kórónuveirufaraldurinn stoppa sig í því að spila um titilinn árið 2020 en úrslitakeppnin er hafin og fer fram í tveimur hlutum á tveimur stöðum í Kanada. Vesturdeildin sem og undanúrslitin og Stanley Cup úrslitaleikurinn fara fram í Edmonton en Austurdeildin verður spiluð í Toronto. Fyrsta var spilað um að komast inn í úrslitakeppnina en nú er fyrsta umferð úrslitakeppninnar farin af stað. Þar mætast meðal annars lið Tampa Bay Lightning og Columbus Blue Jackets. Það einvígi byrjaði á sögulegum leik sem ætlaði aldrei að enda. Brayden Point scored with 9:33 remaining in the fifth overtime to give the @TBLightning a 1-0 series lead. This marks the fourth-longest game in NHL #StanleyCup Playoffs history (150:27). https://t.co/7JonIJopyQ #NHLStats pic.twitter.com/eZve1PR8Jn— NHL Public Relations (@PR_NHL) August 12, 2020 Tampa Bay Lightning vann á endanum 3-2 sigur á Columbus Blue Jackets eftir fimmframlengdan leik sem tók sex klukkutíma. Eldingin er því komin í 1-0 í einvígi liðanna í fyrstu umferð en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í átta liða úrslitin. Mörkin urðu kannski bara fimm á þessum sex tímum en skot á mark voru 151 talsins. Brayden Point skoraði sigurmarkið í leiknum en þá voru liðin búin að spila í 150 mínútur og 27 sekúndur. Through 4 overtimes vs the Lightning, Blue Jackets goalie Joonas Korpisalo has 85 saves, setting the NHL record for most saves in a playoff game.The previous mark was 73, set by the Islanders' Kelly Hrudey on April 18, 1987, in a 4-OT, Game 7 win over the Capitals. pic.twitter.com/NFAnxSwqMb— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 12, 2020 Enginn hafði þó meira að gera en Joonas Korpisalo, markvörður Columbus Blue Jackets, sem þurfti að verja alls 85 skot í þessum leik. Hann bætti gamla metið um heil tólf skot en það átti Kelly Hrudey síðan 1987. Joonas Korpisalo er 26 ára Finni og var því ekki fæddur þegar Kelly Hrudey varði 73 skot í marki New York Islanders fyrir 33 árum síðan. Þetta var fjórði lengsti leikurinn í sögu úrslitakeppni NHL-deildarinnar. Leikurinn var svo langur að menn þurftu að fresta leik Boston Bruins og Carolina Hurricanes sem átti að fara fram á eftir honum. Sá leikur fer ekki fram fyrr en í dag. watch on YouTube Íshokkí Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Sjá meira
NHL-deildin lætur ekki kórónuveirufaraldurinn stoppa sig í því að spila um titilinn árið 2020 en úrslitakeppnin er hafin og fer fram í tveimur hlutum á tveimur stöðum í Kanada. Vesturdeildin sem og undanúrslitin og Stanley Cup úrslitaleikurinn fara fram í Edmonton en Austurdeildin verður spiluð í Toronto. Fyrsta var spilað um að komast inn í úrslitakeppnina en nú er fyrsta umferð úrslitakeppninnar farin af stað. Þar mætast meðal annars lið Tampa Bay Lightning og Columbus Blue Jackets. Það einvígi byrjaði á sögulegum leik sem ætlaði aldrei að enda. Brayden Point scored with 9:33 remaining in the fifth overtime to give the @TBLightning a 1-0 series lead. This marks the fourth-longest game in NHL #StanleyCup Playoffs history (150:27). https://t.co/7JonIJopyQ #NHLStats pic.twitter.com/eZve1PR8Jn— NHL Public Relations (@PR_NHL) August 12, 2020 Tampa Bay Lightning vann á endanum 3-2 sigur á Columbus Blue Jackets eftir fimmframlengdan leik sem tók sex klukkutíma. Eldingin er því komin í 1-0 í einvígi liðanna í fyrstu umferð en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í átta liða úrslitin. Mörkin urðu kannski bara fimm á þessum sex tímum en skot á mark voru 151 talsins. Brayden Point skoraði sigurmarkið í leiknum en þá voru liðin búin að spila í 150 mínútur og 27 sekúndur. Through 4 overtimes vs the Lightning, Blue Jackets goalie Joonas Korpisalo has 85 saves, setting the NHL record for most saves in a playoff game.The previous mark was 73, set by the Islanders' Kelly Hrudey on April 18, 1987, in a 4-OT, Game 7 win over the Capitals. pic.twitter.com/NFAnxSwqMb— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 12, 2020 Enginn hafði þó meira að gera en Joonas Korpisalo, markvörður Columbus Blue Jackets, sem þurfti að verja alls 85 skot í þessum leik. Hann bætti gamla metið um heil tólf skot en það átti Kelly Hrudey síðan 1987. Joonas Korpisalo er 26 ára Finni og var því ekki fæddur þegar Kelly Hrudey varði 73 skot í marki New York Islanders fyrir 33 árum síðan. Þetta var fjórði lengsti leikurinn í sögu úrslitakeppni NHL-deildarinnar. Leikurinn var svo langur að menn þurftu að fresta leik Boston Bruins og Carolina Hurricanes sem átti að fara fram á eftir honum. Sá leikur fer ekki fram fyrr en í dag. watch on YouTube
Íshokkí Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Sjá meira