Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Sylvía Hall skrifar 12. ágúst 2020 19:07 Þorsteinn Már Baldvinsson segir Samherja hafa ákveðið að reyna að ná til fólks með þáttunum þar sem fyrirtækið treystir ekki Ríkisútvarpinu. Vísir/Egill Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Verðlagsstofu hafa staðfest fullyrðingar Samherja þess efnis að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa sendi þó frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún staðfesti að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012. Tveir þeirra sem sátu í úrskurðarnefndinni á þessum tíma hafa staðfest við fréttastofu að þeir hafi fengið sömu gögn og Helgi Seljan á þessum tíma, en umfjöllun Kastljóss í mars 2012 byggði á umræddum gögnum. Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, sem sat í úrskurðarnefndinni segir framgöngu Samherja „ómerkilega“ í ljósi þess að gögnin séu til. Að sögn Þorsteins skiptir helstu máli að ekki sé um skýrslu að ræða heldur vinnuskjal. Samherji hafi átt að fá að gera athugasemdir við hana og þá hafi ekki verið tilefni til þess að gera heilan Kastljósþátt um málið á sínum tíma. „Þetta voru örfá tonn af meðafla, oft á tíðum smár karfi. Við hefðum örugglega átt að fá leyfi til þess að hafa okkar skoðun á þessu, en að búa til heilan Kastljóssþátt um þetta mál, eru með stórar fullyrðingar um lögbrot – og við skulum hafa það í huga að þetta er svona 0,1 prósent af aflaverðmæti skipa Samherja, þetta er ekki eitt eða neitt,“ sagði Þorsteinn í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ósammála því að gögnin séu trúnaðargögn „Ég tel það gríðarlega alvarlegt þegar útvarpsstjóri og fréttastjóri koma með stórkarlalega yfirlýsingu í gær og bera rangar sakir á bæði starfsmenn Samherja og starfsmenn Verðlagsstofu og segja það að skýrslan sé til. Fyrir mér eru þær fullyrðingar ósannar,“ sagði Þorsteinn um svar Ríkisútvarpsins í gær. Hann kallar enn og aftur eftir því að RÚV birti þau gögn sem umfjöllunin var byggð á þar sem þau eru ekki trúnaðargögn. Þó kom skýrt fram í yfirlýsingu Verðlagsstofu í dag að þau gögn sem Verðlagsstofa safnar og vinnur fyrir úrskurðarnefndina eru trúnaðargögn samkvæmt lögum og bæði starfsmenn og nefndarmenn séu bundnir þagnarskyldu varðandi efni þeirra. Þorsteinn segist ekki treysta vinnubrögðum RÚV og segir Samherja aldrei hafa fengið að eiga efnislega umræðu við stofnunina. Þess vegna hafi verið gripið til þess ráðs að ráðast í þáttagerð til þess að greina frá hlið Samherja í málinu, en fyrsti þátturinn birtist í gær. „Við skulum athuga það að það var gerð húsleit hjá okkur og það var mjög alvarlegt mál og við höfum aldrei náð að hafa neina efnislega umræðu við RÚV […] og þess vegna grípum við til þessa ráðs til þess að upplýsa fólk um þetta, vegna þess að við treystum ekki RÚV,“ segir Þorsteinn. Hann vill þó ekki tjá sig um hvenær sé von á næsta þætti. „Það kemur bara í ljós. Þetta er kannski ný nálgun til að nálgast fólk, við vitum það að RÚV er yfirburðarstór fjölmiðill á Íslandi og þetta er kannski leið okkar til að ná til fólks og upplýsa fólk.“ Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Verðlagsstofu hafa staðfest fullyrðingar Samherja þess efnis að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa sendi þó frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún staðfesti að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012. Tveir þeirra sem sátu í úrskurðarnefndinni á þessum tíma hafa staðfest við fréttastofu að þeir hafi fengið sömu gögn og Helgi Seljan á þessum tíma, en umfjöllun Kastljóss í mars 2012 byggði á umræddum gögnum. Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, sem sat í úrskurðarnefndinni segir framgöngu Samherja „ómerkilega“ í ljósi þess að gögnin séu til. Að sögn Þorsteins skiptir helstu máli að ekki sé um skýrslu að ræða heldur vinnuskjal. Samherji hafi átt að fá að gera athugasemdir við hana og þá hafi ekki verið tilefni til þess að gera heilan Kastljósþátt um málið á sínum tíma. „Þetta voru örfá tonn af meðafla, oft á tíðum smár karfi. Við hefðum örugglega átt að fá leyfi til þess að hafa okkar skoðun á þessu, en að búa til heilan Kastljóssþátt um þetta mál, eru með stórar fullyrðingar um lögbrot – og við skulum hafa það í huga að þetta er svona 0,1 prósent af aflaverðmæti skipa Samherja, þetta er ekki eitt eða neitt,“ sagði Þorsteinn í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ósammála því að gögnin séu trúnaðargögn „Ég tel það gríðarlega alvarlegt þegar útvarpsstjóri og fréttastjóri koma með stórkarlalega yfirlýsingu í gær og bera rangar sakir á bæði starfsmenn Samherja og starfsmenn Verðlagsstofu og segja það að skýrslan sé til. Fyrir mér eru þær fullyrðingar ósannar,“ sagði Þorsteinn um svar Ríkisútvarpsins í gær. Hann kallar enn og aftur eftir því að RÚV birti þau gögn sem umfjöllunin var byggð á þar sem þau eru ekki trúnaðargögn. Þó kom skýrt fram í yfirlýsingu Verðlagsstofu í dag að þau gögn sem Verðlagsstofa safnar og vinnur fyrir úrskurðarnefndina eru trúnaðargögn samkvæmt lögum og bæði starfsmenn og nefndarmenn séu bundnir þagnarskyldu varðandi efni þeirra. Þorsteinn segist ekki treysta vinnubrögðum RÚV og segir Samherja aldrei hafa fengið að eiga efnislega umræðu við stofnunina. Þess vegna hafi verið gripið til þess ráðs að ráðast í þáttagerð til þess að greina frá hlið Samherja í málinu, en fyrsti þátturinn birtist í gær. „Við skulum athuga það að það var gerð húsleit hjá okkur og það var mjög alvarlegt mál og við höfum aldrei náð að hafa neina efnislega umræðu við RÚV […] og þess vegna grípum við til þessa ráðs til þess að upplýsa fólk um þetta, vegna þess að við treystum ekki RÚV,“ segir Þorsteinn. Hann vill þó ekki tjá sig um hvenær sé von á næsta þætti. „Það kemur bara í ljós. Þetta er kannski ný nálgun til að nálgast fólk, við vitum það að RÚV er yfirburðarstór fjölmiðill á Íslandi og þetta er kannski leið okkar til að ná til fólks og upplýsa fólk.“
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52
Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14
Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31