Víðir svaraði gagnrýni leikmanna: Hafa meiri heimild en við hin Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2020 14:58 Fótboltinn byrjar aftur að rúlla á morgun en leikmenn þurfa að fara eftir ströngum reglum. VÍSIR/VILHELM Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir sjálfsagt mál að knattspyrnufólk sýni ábyrgð í sínu daglega lífi, til að forðast kórónuveirusmit, í ljósi þeirra forréttinda sem það nýtur varðandi tveggja metra regluna. Víðir benti á þetta á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar staðfesti hann jafnframt að engir áhorfendur yrðu leyfðir á íþróttaleikjum á næstunni, þrátt fyrir að íþróttir með snertingu hefjist að nýju á morgun, eftir misvísandi skilaboð til íþróttahreyfingarinnar varðandi þau mál. Arnar Sveinn Geirsson, forseti leikmannasamtaka Íslands, hefur gagnrýnt þær kröfur sem lagðar eru á leikmenn í drögum að reglum KSÍ um sóttvarnir. Þar er kveðið á um að leikmenn „lágmarki þá þætti dagslegs lífs sem snúa að öðru en heimilislífi og vinnu“, og nefnt sem dæmi að leikmenn skuli forðast fjölmenna staði eins og verslanir, veitingastaði og bíó. Í Fréttablaðinu sagði Arnar það „ósanngjarna kröfu“ í ljósi þess að leikmenn á Íslandi væru flestir áhugamenn en ekki atvinnumenn í fótbolta. „Í því sambandi viljum við benda á að það er verið að veita íþróttamönnum heimild sem ekki margir aðrir í samfélaginu hafa, til að stunda sína íþrótt,“ sagði Víðir á blaðamannafundinum í dag. „Þetta er meiri heimild en við öll hin höfum. Því fylgir auðvitað mikil ábyrgð sem menn þurfa að sýna,“ sagði Víðir. Víðir benti einnig á að sérsamböndin sem ættu aðild að ÍSÍ þyrftu að fara varlega í að hefja æfingar og keppni. „Það er mjög mikilvægt að allir forsvarsmenn í íþróttahreyfingunni átti sig á því að það verður ekki heimilt að hefja æfingar eða keppni í íþróttagreinum fyrr en að fyrir liggja samþykktar reglur. Þetta á að vera öllum félögum skýrt. Við funduðum með þeim í morgun og þau munu leggja sínar reglur fyrir ÍSÍ sem síðan leitar ráðgjafar sóttvarnalæknis um hvort þær séu fullnægjandi eða ekki.“ Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26 Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir sjálfsagt mál að knattspyrnufólk sýni ábyrgð í sínu daglega lífi, til að forðast kórónuveirusmit, í ljósi þeirra forréttinda sem það nýtur varðandi tveggja metra regluna. Víðir benti á þetta á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar staðfesti hann jafnframt að engir áhorfendur yrðu leyfðir á íþróttaleikjum á næstunni, þrátt fyrir að íþróttir með snertingu hefjist að nýju á morgun, eftir misvísandi skilaboð til íþróttahreyfingarinnar varðandi þau mál. Arnar Sveinn Geirsson, forseti leikmannasamtaka Íslands, hefur gagnrýnt þær kröfur sem lagðar eru á leikmenn í drögum að reglum KSÍ um sóttvarnir. Þar er kveðið á um að leikmenn „lágmarki þá þætti dagslegs lífs sem snúa að öðru en heimilislífi og vinnu“, og nefnt sem dæmi að leikmenn skuli forðast fjölmenna staði eins og verslanir, veitingastaði og bíó. Í Fréttablaðinu sagði Arnar það „ósanngjarna kröfu“ í ljósi þess að leikmenn á Íslandi væru flestir áhugamenn en ekki atvinnumenn í fótbolta. „Í því sambandi viljum við benda á að það er verið að veita íþróttamönnum heimild sem ekki margir aðrir í samfélaginu hafa, til að stunda sína íþrótt,“ sagði Víðir á blaðamannafundinum í dag. „Þetta er meiri heimild en við öll hin höfum. Því fylgir auðvitað mikil ábyrgð sem menn þurfa að sýna,“ sagði Víðir. Víðir benti einnig á að sérsamböndin sem ættu aðild að ÍSÍ þyrftu að fara varlega í að hefja æfingar og keppni. „Það er mjög mikilvægt að allir forsvarsmenn í íþróttahreyfingunni átti sig á því að það verður ekki heimilt að hefja æfingar eða keppni í íþróttagreinum fyrr en að fyrir liggja samþykktar reglur. Þetta á að vera öllum félögum skýrt. Við funduðum með þeim í morgun og þau munu leggja sínar reglur fyrir ÍSÍ sem síðan leitar ráðgjafar sóttvarnalæknis um hvort þær séu fullnægjandi eða ekki.“
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26 Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26
Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56