Hólmfríður, Ragna og nú Baldur til Mannlífs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2020 14:35 Hólmfríður, Baldur og Ragna standa vaktina hjá Mannlífi. Aðsend Baldur Guðmundsson hefur verið ráðinn til starfa á ritstjórn Mannlífs og mun meðal annars skrifa fréttaskýringar og almennar fréttir í blaðið og á mannlif.is. Baldur er reynslumikill fjölmiðlamaður og hefur starfað hjá Fréttablaðinu, mbl.is og DV nær óslitið frá árinu 2007. Þá var Hólmfríður Gísladóttir nýlega ráðinn fréttastjóri Mannlífs og vefstjóri mannlif.is og Ragna Gestsdóttir sem blaðamaður. Mannlíf er fríblað sem kemur út alla föstudaga og er dreift í 80 þúsund eintökum á höfuðborgarsvæðinu. Halldór Kristmannsson útgefandi Mannlífs segir ánægjulegt að fá Hólmfríði, Baldur og Rögnu til liðs við ritstjórnina en þau búa öll yfir víðtækri reynslu úr fjölmiðlum. „Sérstaða Mannlífs verður áfram á umfjöllun um lífstílstengt efni í samstarfi við Hús og hýbíli, Vikuna, Gestgjafan og Séð og heyrt, vandaðar og beittar fréttaskýringar og viðtöl við áhugavert fólk. Mannlíf hefur á stuttum tíma fest sig í sessi sem eitt mest lesna helgarblað landsins og staða okkar styrkist nú enn frekar með nýjum liðsmönnum,“ segir Halldór. Dalurinn ehf. keypti árið 2017 Birting sem gefur út Mannlíf. Dalurinn var þá í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar sem áttu fimmtungshlut hvor. Halldór hefur hins vegar verið eini eigandi Dalsins frá árinu 2018. Hólmfríður býr yfir mikilli reynslu úr fjölmiðlum og verður í lykilhlutverki við útgáfu Mannlífs en hún starfaði áður á mbl.is til margra ára, á Morgunblaðinu og RÚV. Hólmfríður nam ensku og bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Áhugamál hennar eru m.a. borðspil og kórsöngur. Hún er gift og á eitt barn. Baldur er með BA-próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hann er eiginmaður og tveggja barna faðir, sinnir veiði af mikilli ástríðu og skraflar í frístundum. Hann hefur samhliða blaðamannastarfinu sinnt veiðileiðsögn og þangskurði á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Ragna er er menntuð sem lögfræðingur og kemur með góða reynslu úr fjölmiðlum, en hún hefur starfað sem blaðamaður í nokkur ár, áður á DV og Birtingi. Ragna situr í stjórn Blaðamannafélags Íslands og nefnd um slysavarnamál hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, þar sem hún er félagi. Ragna á eitt barn. Helstu áhugamál hennar auk vinnunnar og félagsstarfa eru tónleikar, tónlist og kvikmyndir. Roald Eyvindsson er útgáfustjóri Mannlífs og hefur leitt útgáfu blaðsins frá því það hóf göngu sína í nóvember 2017. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Baldur Guðmundsson hefur verið ráðinn til starfa á ritstjórn Mannlífs og mun meðal annars skrifa fréttaskýringar og almennar fréttir í blaðið og á mannlif.is. Baldur er reynslumikill fjölmiðlamaður og hefur starfað hjá Fréttablaðinu, mbl.is og DV nær óslitið frá árinu 2007. Þá var Hólmfríður Gísladóttir nýlega ráðinn fréttastjóri Mannlífs og vefstjóri mannlif.is og Ragna Gestsdóttir sem blaðamaður. Mannlíf er fríblað sem kemur út alla föstudaga og er dreift í 80 þúsund eintökum á höfuðborgarsvæðinu. Halldór Kristmannsson útgefandi Mannlífs segir ánægjulegt að fá Hólmfríði, Baldur og Rögnu til liðs við ritstjórnina en þau búa öll yfir víðtækri reynslu úr fjölmiðlum. „Sérstaða Mannlífs verður áfram á umfjöllun um lífstílstengt efni í samstarfi við Hús og hýbíli, Vikuna, Gestgjafan og Séð og heyrt, vandaðar og beittar fréttaskýringar og viðtöl við áhugavert fólk. Mannlíf hefur á stuttum tíma fest sig í sessi sem eitt mest lesna helgarblað landsins og staða okkar styrkist nú enn frekar með nýjum liðsmönnum,“ segir Halldór. Dalurinn ehf. keypti árið 2017 Birting sem gefur út Mannlíf. Dalurinn var þá í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar sem áttu fimmtungshlut hvor. Halldór hefur hins vegar verið eini eigandi Dalsins frá árinu 2018. Hólmfríður býr yfir mikilli reynslu úr fjölmiðlum og verður í lykilhlutverki við útgáfu Mannlífs en hún starfaði áður á mbl.is til margra ára, á Morgunblaðinu og RÚV. Hólmfríður nam ensku og bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Áhugamál hennar eru m.a. borðspil og kórsöngur. Hún er gift og á eitt barn. Baldur er með BA-próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hann er eiginmaður og tveggja barna faðir, sinnir veiði af mikilli ástríðu og skraflar í frístundum. Hann hefur samhliða blaðamannastarfinu sinnt veiðileiðsögn og þangskurði á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Ragna er er menntuð sem lögfræðingur og kemur með góða reynslu úr fjölmiðlum, en hún hefur starfað sem blaðamaður í nokkur ár, áður á DV og Birtingi. Ragna situr í stjórn Blaðamannafélags Íslands og nefnd um slysavarnamál hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, þar sem hún er félagi. Ragna á eitt barn. Helstu áhugamál hennar auk vinnunnar og félagsstarfa eru tónleikar, tónlist og kvikmyndir. Roald Eyvindsson er útgáfustjóri Mannlífs og hefur leitt útgáfu blaðsins frá því það hóf göngu sína í nóvember 2017.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf