Enn fjölgar gervihnöttum SpaceX Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2020 08:38 Markmið SpaceX er að koma gífurlegum fjölda Starlink-gervihnatta á braut um jörðu. Vísir/SpaceX Starfsmenn SpaceX skutu í nótt á loft 60 nýjum Starlink-gervihnöttum. Að þessu sinni var búið að þekja einn af smáu gervihnöttunum 60 með dökkum lit til að draga úr áhyggjum stjörnufræðinga sem óttast að þegar SpaceX verði búið að setja þúsundir gervihnatta á braut um jörðu muni það torvella athuganir á alheiminum og spilla næturhimninum. Markmið SpaceX er að koma gífurlegum fjölda Starlink-gervihnatta á braut um jörðu. Nota á þessa gervihnetti til að veita aðilum á jörðu niður aðgang að internetinu. Nú eru 180 slíkir gervihnettir komnir á loft. Eins og áður segir er einn af þessum 180 gervihnöttum þakin dökkri málningu og stendur til að bera hann saman við hina. Stjörnufræðingar segja bjarta ljósið sem gervihnettirnir endurvarpa til jarðarinnar koma niður á sýnileika fjarlægra stjarna og þar að auki mynda þeir rákir á myndum sem teknar eru af næturhimninum.Sjá einnig: Óttast að ofgnótt gervitungla spilli næturhimninumÍ samtali við AP fréttaveitunna segir Jeff Hall, sem stýrir nefnd Geimvísindaráðs Bandaríkjanna um ljósmengun, geimrusl og útvarpstruflanir, að það sé skref í rétta átt að dekkja gervihnettina. Enn sé of snemmt að vita hvort það virki en það sé þrátt fyrir það einungis fyrsta skrefið og ekki nægjanlegt til að koma í veg fyrir þau vandamál sem munu fylgja gervihnöttunum.Horfa má á geimskotið hér að neðan. Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Starfsmenn SpaceX skutu í nótt á loft 60 nýjum Starlink-gervihnöttum. Að þessu sinni var búið að þekja einn af smáu gervihnöttunum 60 með dökkum lit til að draga úr áhyggjum stjörnufræðinga sem óttast að þegar SpaceX verði búið að setja þúsundir gervihnatta á braut um jörðu muni það torvella athuganir á alheiminum og spilla næturhimninum. Markmið SpaceX er að koma gífurlegum fjölda Starlink-gervihnatta á braut um jörðu. Nota á þessa gervihnetti til að veita aðilum á jörðu niður aðgang að internetinu. Nú eru 180 slíkir gervihnettir komnir á loft. Eins og áður segir er einn af þessum 180 gervihnöttum þakin dökkri málningu og stendur til að bera hann saman við hina. Stjörnufræðingar segja bjarta ljósið sem gervihnettirnir endurvarpa til jarðarinnar koma niður á sýnileika fjarlægra stjarna og þar að auki mynda þeir rákir á myndum sem teknar eru af næturhimninum.Sjá einnig: Óttast að ofgnótt gervitungla spilli næturhimninumÍ samtali við AP fréttaveitunna segir Jeff Hall, sem stýrir nefnd Geimvísindaráðs Bandaríkjanna um ljósmengun, geimrusl og útvarpstruflanir, að það sé skref í rétta átt að dekkja gervihnettina. Enn sé of snemmt að vita hvort það virki en það sé þrátt fyrir það einungis fyrsta skrefið og ekki nægjanlegt til að koma í veg fyrir þau vandamál sem munu fylgja gervihnöttunum.Horfa má á geimskotið hér að neðan.
Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira