Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 95-84 | Keflavík skellti Stólunum Anton Ingi Leifsson skrifar 6. janúar 2020 21:00 Milka var magnaður í kvöld. vísir/daníel Keflavík vann Tindastól, 95-84, í stórleik umferðarinnar í Dominos-deild karla en þetta er í annað skipti í tveimur tilraunum sem Keflvíkingar hafa betur gegn Stólunum. Þetta var fyrsti leikur liðanna árið 2020 og það sást í fyrri hálfleik. Liðin spiluðu ekki mikinn varnarleik í fyrsta leikhlutanum. Það var allt gjörsamlega galiopið og fremstur í flokki fór Dominykas Milka í liði Keflavíkur en hann gerði 21 stig í fyrri hálfleiknum. Keflavík komst í 26-19 en þá tóku gestirnir við sér. Þeir skoruðu næstu níu stig í röð og komust yfir 26-28. Þannig stóðu leikar eftir fyrsta leikhlutann en svipað jafnræði var uppi á teningnum í öðrum leikhluta. Liðin skiptust á að skora og líkt í fyrsta leikhlutanum var lítið um varnarleik framan af öðrum leikhluta. Undir lok annars leikhluta hertist hins vegar varnarleikurinn til muna og eftir þriggja stiga flautukörfu Milka var allt jafnt í hálfleik, 47-47. Þriðji leikhluti var eign heimamanna í Keflavík. Þeir gengu yfir gestina á öllum sviðum körfuboltans. Þeir hertu varnarleikinn til muna og voru einfaldlega miklu betri en gestirnir frá Sauðárkrók. Keflavík leiddi með átján stiga mun fyrir lokaleikhlutann, 78-60. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, hélt þrumuræðu yfir sínum mönnum milli þriðja og fjórða leikhluta. Það skilaði einhverju því Stólarnir byrjuðu fjórða leikhlutann á sjö stigum og minnkuðu muninn í ellefu stig. Hjalti Vilhjálmsson, kollegi Baldurs á hinum bekknum, var fljótur að taka leikhlé og koma sínum mönnum aftur upp á tærnar. Hann fór yfir sóknarleikinn. Þegar mest á reyndi steig Hörður Axel Vilhjálmsson upp og sigldi tveimur stigum í hús í Keflavík. Lokatölur urðu 95-84 og Keflavík er því í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Stjörnunnar. Stólarnir eru sæti neðar með tveimur stigum minna en Keflavík og hafa tapað báðum leikjunum gegn Keflavík í vetur. Hjalti: Hörður er búinn að vera veikur „Við vorum bara þrælgóðir. Við vorum þéttir varnarlega og nokkrum sinnum voru þeir að taka neyðarskot og voru ráðþrota,“ sagði Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. „Við vorum mjög flottir og fórum dálítið fram úr okkur sóknarlega í fjórða leikhlutanum sem var ástæðan fyrir því að mínu mati að þeir komust inn í leikinn aftur.“ Veigar Áki kom sterkur inn af bekknum og þessi ungi og efnilegi piltur fékk mikilvægt hlutverk í kvöld að ástæðu. „Hörður er búinn að vera fárveikur og við urðum að gefa honum smá breik. Hann náði ekki æfingu í gær og kom í dag og var flottur.“ „Veigar er þrælefnilegur og flottur. Hann á framtíðina fyrir sér.“ Eru þetta skilaboð inn í deildina? „Við eigum helling inni og viljum vera bæta okkur úr keppnina og toppa á réttum tíma,“ sagði Hjalti að lokum.Baldur: Náðum aldrei að stöðva þá „Við náum eiginlega aldrei að loka á þá og það er það sem gerist. Við náðum aldrei að stöðva þá,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stólanna í leikslok. „Það er bara smá kafli í byrjun fjórða leikhluta þar sem við náum einhverjum stoppum en annars vorum við að lenda í miklum vandræðum með Khlalil og Milka í leiknum.“ „Þeir voru að ná fullt af stoppum í þriðja. Við viljum ekki fá 95 stig á okkur. Við viljum ná stoppum líka og þá hefðum við getað komist í gegnum þennan tíma sem við erum ekki að skora.“ „Við erum að fá alltof mikið af stigum á okkur og við þurfum að bæta einn á einn varnarleikinn og þá erum við fínir,“ sagði Baldur í leikslok. Dominos-deild karla
Keflavík vann Tindastól, 95-84, í stórleik umferðarinnar í Dominos-deild karla en þetta er í annað skipti í tveimur tilraunum sem Keflvíkingar hafa betur gegn Stólunum. Þetta var fyrsti leikur liðanna árið 2020 og það sást í fyrri hálfleik. Liðin spiluðu ekki mikinn varnarleik í fyrsta leikhlutanum. Það var allt gjörsamlega galiopið og fremstur í flokki fór Dominykas Milka í liði Keflavíkur en hann gerði 21 stig í fyrri hálfleiknum. Keflavík komst í 26-19 en þá tóku gestirnir við sér. Þeir skoruðu næstu níu stig í röð og komust yfir 26-28. Þannig stóðu leikar eftir fyrsta leikhlutann en svipað jafnræði var uppi á teningnum í öðrum leikhluta. Liðin skiptust á að skora og líkt í fyrsta leikhlutanum var lítið um varnarleik framan af öðrum leikhluta. Undir lok annars leikhluta hertist hins vegar varnarleikurinn til muna og eftir þriggja stiga flautukörfu Milka var allt jafnt í hálfleik, 47-47. Þriðji leikhluti var eign heimamanna í Keflavík. Þeir gengu yfir gestina á öllum sviðum körfuboltans. Þeir hertu varnarleikinn til muna og voru einfaldlega miklu betri en gestirnir frá Sauðárkrók. Keflavík leiddi með átján stiga mun fyrir lokaleikhlutann, 78-60. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, hélt þrumuræðu yfir sínum mönnum milli þriðja og fjórða leikhluta. Það skilaði einhverju því Stólarnir byrjuðu fjórða leikhlutann á sjö stigum og minnkuðu muninn í ellefu stig. Hjalti Vilhjálmsson, kollegi Baldurs á hinum bekknum, var fljótur að taka leikhlé og koma sínum mönnum aftur upp á tærnar. Hann fór yfir sóknarleikinn. Þegar mest á reyndi steig Hörður Axel Vilhjálmsson upp og sigldi tveimur stigum í hús í Keflavík. Lokatölur urðu 95-84 og Keflavík er því í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Stjörnunnar. Stólarnir eru sæti neðar með tveimur stigum minna en Keflavík og hafa tapað báðum leikjunum gegn Keflavík í vetur. Hjalti: Hörður er búinn að vera veikur „Við vorum bara þrælgóðir. Við vorum þéttir varnarlega og nokkrum sinnum voru þeir að taka neyðarskot og voru ráðþrota,“ sagði Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. „Við vorum mjög flottir og fórum dálítið fram úr okkur sóknarlega í fjórða leikhlutanum sem var ástæðan fyrir því að mínu mati að þeir komust inn í leikinn aftur.“ Veigar Áki kom sterkur inn af bekknum og þessi ungi og efnilegi piltur fékk mikilvægt hlutverk í kvöld að ástæðu. „Hörður er búinn að vera fárveikur og við urðum að gefa honum smá breik. Hann náði ekki æfingu í gær og kom í dag og var flottur.“ „Veigar er þrælefnilegur og flottur. Hann á framtíðina fyrir sér.“ Eru þetta skilaboð inn í deildina? „Við eigum helling inni og viljum vera bæta okkur úr keppnina og toppa á réttum tíma,“ sagði Hjalti að lokum.Baldur: Náðum aldrei að stöðva þá „Við náum eiginlega aldrei að loka á þá og það er það sem gerist. Við náðum aldrei að stöðva þá,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stólanna í leikslok. „Það er bara smá kafli í byrjun fjórða leikhluta þar sem við náum einhverjum stoppum en annars vorum við að lenda í miklum vandræðum með Khlalil og Milka í leiknum.“ „Þeir voru að ná fullt af stoppum í þriðja. Við viljum ekki fá 95 stig á okkur. Við viljum ná stoppum líka og þá hefðum við getað komist í gegnum þennan tíma sem við erum ekki að skora.“ „Við erum að fá alltof mikið af stigum á okkur og við þurfum að bæta einn á einn varnarleikinn og þá erum við fínir,“ sagði Baldur í leikslok.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum