Lazio vann dramatískan 2-1 sigur á Brescia í fyrsta leik ársins í ítölsku úrvalsdeildinni.
Fyrsta mark leiksins skoraði glaumgosinn Mario Balotelli á 18. mínútu en þetta er annar áratugurinn í röð sem hann skorar fyrsta mark áratugarins í ítalska boltanum.
6th January 2010:
— Squawka Football (@Squawka) January 5, 2020
Mario Balotelli scores the first Serie A goal of the decade.
5th January 2020:
Mario Balotelli scores the first Serie A goal of the decade.
Why always him? pic.twitter.com/azs9b9gFxf
Heimamenn í Brescia voru einum manni færri frá 39. mínútu er Andrea Cistana fékk að líta sitt annað gula spjald. Gestirnir jöfnuðu fyrir hlé.
Þar var að verki Ciro Immobile en hann jafnaði metin af vítapunktnum á 42. mínútu. Immobile skoraði einnig sigurmarkið en það kom í uppbótartíma.
91’ | #BresciaLazio 1-2
— S.S.Lazio (@OfficialSSLazio) January 5, 2020
SEMPRE @ciroimmobile!!!!!!
LA DOPPIETTA DI #KINGCIRO!!!!!!! pic.twitter.com/ajM4RehNtp
Lazio er eftir sigurinn í þriðja sæti deildarinnar með 39 stig, þremur stigum á eftir toppliðunum; Inter og Juventus.
Brescia er í 18. sætinu með fjórtán stig.