Kynjablaðra Steinda sprakk yfir allan bílinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. janúar 2020 17:20 Steindi var einn í bíl, stopp á rauðu ljósi, þegar hann komst óvænt að kyninu á ófæddu barni sínu. Vísir/Vilhelm Steinþór Hróar Steinþórsson og Sigrún Sigurðardóttir eiga von á barni í maí á þessu ári og á Þorláksmessu fengu þau að vita kynið á ófæddu barni sínu. Steindi sagði frá þessu í FM95BLÖ í dag, en hann fékk óvænt að vita kynið á undan Sigrúnu. Parið hafði ákveðið að sprengja svokallaða kynjablöðru saman á aðfangadag með fimm ára dóttur sinni. Það fór þó ekki alveg þannig. Steindi lýsti atvikinu líka í færslu á Instagram. „Á Þorláksmessu fengum við Sigrún að vita kynið á barninu okkar sem er væntanlegt í heiminn í maí. Við fengum miða í umslag upp á Kvennadeild Landspítalans og rétt stóðumst freistinguna við að gægjast ekki í umslagið. Sem var ekki létt. Planið var að kaupa blöðru sem við myndum sprengja saman á aðfangadag, sem var nú aðalega gert fyrir 5 ára dóttir okkar. Ég fer seinna um daginn og græja blöðruna og við öll mjög spennt. Á leiðinni heim, aleinn, á rauðu ljósi þá gerist þetta“ Blaðran sprakk í bílnum með tilheyrandi látum. Steindi birti með myndir frá þessu en þar má sjá bílinn þakinn bleiku skrauti. „Það er btw gjörsamlega sturlað hversu mikið konfettí var í þessari blöðru. Þetta var eins og að vera á eh Palla balli, en bara edrú og á Þorláksmessu. það var allt út í konfettí meira segja upp í mér og ofan í naríunum. Fólkið í bílnum við hliðiná mér öskurhlægjandi yfir þessu Þorláksmessu álagi sem var í gangi þarna hjá mér. Sem betur fer erum við fólk sem hefur húmor fyrir þessu en þið sem hafið það ekki, þá mæli ég alls ekki með að taka sénsinn á fkn blöðrunni.“ View this post on Instagram A post shared by Steindi Jr. (@steindijr) on Jan 3, 2020 at 8:54am PST Partýbúðin var ekki lengi að bregðast við og skrifaði strax athugasemd við myndina. Þar var sagt að um gallaða blöðru hafi verið að ræða og var honum boðin inneign í versluninni. „Þetta er svakalegt! Blaðran hefur verið gölluð sem getur því miður alltaf gerst. Þú átt allavega góða inneign hjá okkur fyrst þú lagðir ekki í það að sækja aðra. Til hamingju með nýjustu stelpuna. kv. Partýbúðin.“ Steindi segir að starfsmaðurinn hafi augljóslega dælt of miklu í blöðruna. „Mér leið eins og þetta væri mér að kenna, sem þetta var ekki,“ sagði Steindi í þættinum. Klippuna úr FM95BLÖ má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Steindi byrjar að segja frá atvikinu á mínútu 45:41. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Orðinn mjög lífhræddur Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., hefur heillað þjóðina með gríni síðastliðinn áratug. 24. nóvember 2019 10:00 Steindi og Sigrún eiga von á barni Steinþór Hróar Steinþórsson sjónvarpsmaður og Sigrún Sigurðardóttir snyrti- og förðungarfræðingur eiga von á barni. Steinþór Hróar, sem best er þekktur sem Steindi Jr., greinir frá þessu á Instagram. 22. nóvember 2019 12:19 Lygileg saga frá Steinda Í jólaþætti Einkalífsins sagði Steinþór Hróar Steinþórsson heldur betur sérstaka sögu þegar hann var spurður út í eftirminnilegustu jólaminninguna. 31. desember 2019 10:30 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Steinþór Hróar Steinþórsson og Sigrún Sigurðardóttir eiga von á barni í maí á þessu ári og á Þorláksmessu fengu þau að vita kynið á ófæddu barni sínu. Steindi sagði frá þessu í FM95BLÖ í dag, en hann fékk óvænt að vita kynið á undan Sigrúnu. Parið hafði ákveðið að sprengja svokallaða kynjablöðru saman á aðfangadag með fimm ára dóttur sinni. Það fór þó ekki alveg þannig. Steindi lýsti atvikinu líka í færslu á Instagram. „Á Þorláksmessu fengum við Sigrún að vita kynið á barninu okkar sem er væntanlegt í heiminn í maí. Við fengum miða í umslag upp á Kvennadeild Landspítalans og rétt stóðumst freistinguna við að gægjast ekki í umslagið. Sem var ekki létt. Planið var að kaupa blöðru sem við myndum sprengja saman á aðfangadag, sem var nú aðalega gert fyrir 5 ára dóttir okkar. Ég fer seinna um daginn og græja blöðruna og við öll mjög spennt. Á leiðinni heim, aleinn, á rauðu ljósi þá gerist þetta“ Blaðran sprakk í bílnum með tilheyrandi látum. Steindi birti með myndir frá þessu en þar má sjá bílinn þakinn bleiku skrauti. „Það er btw gjörsamlega sturlað hversu mikið konfettí var í þessari blöðru. Þetta var eins og að vera á eh Palla balli, en bara edrú og á Þorláksmessu. það var allt út í konfettí meira segja upp í mér og ofan í naríunum. Fólkið í bílnum við hliðiná mér öskurhlægjandi yfir þessu Þorláksmessu álagi sem var í gangi þarna hjá mér. Sem betur fer erum við fólk sem hefur húmor fyrir þessu en þið sem hafið það ekki, þá mæli ég alls ekki með að taka sénsinn á fkn blöðrunni.“ View this post on Instagram A post shared by Steindi Jr. (@steindijr) on Jan 3, 2020 at 8:54am PST Partýbúðin var ekki lengi að bregðast við og skrifaði strax athugasemd við myndina. Þar var sagt að um gallaða blöðru hafi verið að ræða og var honum boðin inneign í versluninni. „Þetta er svakalegt! Blaðran hefur verið gölluð sem getur því miður alltaf gerst. Þú átt allavega góða inneign hjá okkur fyrst þú lagðir ekki í það að sækja aðra. Til hamingju með nýjustu stelpuna. kv. Partýbúðin.“ Steindi segir að starfsmaðurinn hafi augljóslega dælt of miklu í blöðruna. „Mér leið eins og þetta væri mér að kenna, sem þetta var ekki,“ sagði Steindi í þættinum. Klippuna úr FM95BLÖ má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Steindi byrjar að segja frá atvikinu á mínútu 45:41.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Orðinn mjög lífhræddur Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., hefur heillað þjóðina með gríni síðastliðinn áratug. 24. nóvember 2019 10:00 Steindi og Sigrún eiga von á barni Steinþór Hróar Steinþórsson sjónvarpsmaður og Sigrún Sigurðardóttir snyrti- og förðungarfræðingur eiga von á barni. Steinþór Hróar, sem best er þekktur sem Steindi Jr., greinir frá þessu á Instagram. 22. nóvember 2019 12:19 Lygileg saga frá Steinda Í jólaþætti Einkalífsins sagði Steinþór Hróar Steinþórsson heldur betur sérstaka sögu þegar hann var spurður út í eftirminnilegustu jólaminninguna. 31. desember 2019 10:30 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Orðinn mjög lífhræddur Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., hefur heillað þjóðina með gríni síðastliðinn áratug. 24. nóvember 2019 10:00
Steindi og Sigrún eiga von á barni Steinþór Hróar Steinþórsson sjónvarpsmaður og Sigrún Sigurðardóttir snyrti- og förðungarfræðingur eiga von á barni. Steinþór Hróar, sem best er þekktur sem Steindi Jr., greinir frá þessu á Instagram. 22. nóvember 2019 12:19
Lygileg saga frá Steinda Í jólaþætti Einkalífsins sagði Steinþór Hróar Steinþórsson heldur betur sérstaka sögu þegar hann var spurður út í eftirminnilegustu jólaminninguna. 31. desember 2019 10:30
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög