Wolves og Man Utd þurfa að mætast aftur Arnar Geir Halldórsson skrifar 4. janúar 2020 19:15 Hart barist en lítil skemmtun. vísir/getty Það var ekki boðið upp á mikið fjör í úrvalsdeildarslag enska bikarsins þegar Wolves fékk Manchester United í heimsókn í kvöld. Bæði lið gerðu nokkrar breytingar á byrjunarliðum frá undanförnum leikjum en þeir sem voru með ferska fætur náðu ekki að láta ljós sitt skína þar sem leiknum lauk með markalausu jafntefli. Marcus Rashford kom inn af varamannabekk Man Utd og fékk besta færi gestanna í leiknum en varnarmaður Wolves náði að komast fyrir á síðustu stundu. Skömmu síðar, eða um stundarfjórðungi fyrir leikslok, virtist Matt Doherty vera að koma heimamönnum yfir en markið var réttilega dæmt af þar sem hann fór af höndinni á Doherty og í netið. Úrslitin þýða að liðin þurfa að mætast að nýju og fer sá leikur fram á Old Trafford, heimavelli Man Utd. Á sama tíma vann Leicester 2-0 sigur á Wigan Athletic á heimavelli á meðan Bournemouth lék sér að Luton Town og vann 4-0. Þá vann Portsmouth 2-1 sigur á Fleetwood Town. Enski boltinn
Það var ekki boðið upp á mikið fjör í úrvalsdeildarslag enska bikarsins þegar Wolves fékk Manchester United í heimsókn í kvöld. Bæði lið gerðu nokkrar breytingar á byrjunarliðum frá undanförnum leikjum en þeir sem voru með ferska fætur náðu ekki að láta ljós sitt skína þar sem leiknum lauk með markalausu jafntefli. Marcus Rashford kom inn af varamannabekk Man Utd og fékk besta færi gestanna í leiknum en varnarmaður Wolves náði að komast fyrir á síðustu stundu. Skömmu síðar, eða um stundarfjórðungi fyrir leikslok, virtist Matt Doherty vera að koma heimamönnum yfir en markið var réttilega dæmt af þar sem hann fór af höndinni á Doherty og í netið. Úrslitin þýða að liðin þurfa að mætast að nýju og fer sá leikur fram á Old Trafford, heimavelli Man Utd. Á sama tíma vann Leicester 2-0 sigur á Wigan Athletic á heimavelli á meðan Bournemouth lék sér að Luton Town og vann 4-0. Þá vann Portsmouth 2-1 sigur á Fleetwood Town.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti