Ráku alla landsliðsþjálfarana sína á einu bretti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2020 10:30 James Kwesi Appiah var að stýra landsliði Gana í annað skiptið en hann var búinn að vera þjálfari liðsins frá 2017. Appiah var líka landsliðsþjálfari frá 2012 til 2014. EPA/Marius Becke Það er óhætt að segja að yfirmenn knattspyrnusambands Gana hafi ákveðið að taka til í landsliðsstarfi sínu um áramótin. Landsliðsþjálfarinn Kwesi Appiah þurfti að taka pokann sinn en hann var langt frá því að vera sá eini. Knattspyrnusamband Gana ákvað nefnilega að reka alla landsliðsþjálfara sína, hvort sem þeir voru með sautján ára, nítján ára, 21 árs eða A-landslið og þá skipti ekki máli hvort þeir þjálfuðu karlalið eða kvennalið. Það voru ekki aðeins landsliðsþjálfarnir sem fuku heldur einnig allir þeir sem höfðu komið að þjálfarateymunum og líka þeir sem voru í tækninefndum landsliðanna. Ghana's Football Association has got rid of all its national team coaches - at all levels of the game!https://t.co/fUhPM76yVrpic.twitter.com/NXEgOwJD0P— BBC Sport (@BBCSport) January 3, 2020 Í stuttu máli er um algjöra hreinsun að ræða og það ættu því að vera nokkur starfsviðtöl á næstunni hjá forráðamönnum knattspyrnusambands Gana. Nýr stjórn tók við hjá knattspyrnusambandi Gana í október og hún hefur heldur betur látið til sín taka. Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi Kwesi Appiah var með þrjá fyrrum landsliðsmenn með sér í teyminu en það voru þeir Richard Kingson, Charles Akunnor og Stephen Appiah. Það bjuggust margir við að Kwesi Appiah myndi taka pokann sinn eftir að Gana datt út strax í annarri umferð í síðustu Afríkukeppni landsliða. Það kemur hins vegar mikið á óvart að engum var hlíft í þessum risastóru aðgerðum. Fótbolti Gana Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Það er óhætt að segja að yfirmenn knattspyrnusambands Gana hafi ákveðið að taka til í landsliðsstarfi sínu um áramótin. Landsliðsþjálfarinn Kwesi Appiah þurfti að taka pokann sinn en hann var langt frá því að vera sá eini. Knattspyrnusamband Gana ákvað nefnilega að reka alla landsliðsþjálfara sína, hvort sem þeir voru með sautján ára, nítján ára, 21 árs eða A-landslið og þá skipti ekki máli hvort þeir þjálfuðu karlalið eða kvennalið. Það voru ekki aðeins landsliðsþjálfarnir sem fuku heldur einnig allir þeir sem höfðu komið að þjálfarateymunum og líka þeir sem voru í tækninefndum landsliðanna. Ghana's Football Association has got rid of all its national team coaches - at all levels of the game!https://t.co/fUhPM76yVrpic.twitter.com/NXEgOwJD0P— BBC Sport (@BBCSport) January 3, 2020 Í stuttu máli er um algjöra hreinsun að ræða og það ættu því að vera nokkur starfsviðtöl á næstunni hjá forráðamönnum knattspyrnusambands Gana. Nýr stjórn tók við hjá knattspyrnusambandi Gana í október og hún hefur heldur betur látið til sín taka. Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi Kwesi Appiah var með þrjá fyrrum landsliðsmenn með sér í teyminu en það voru þeir Richard Kingson, Charles Akunnor og Stephen Appiah. Það bjuggust margir við að Kwesi Appiah myndi taka pokann sinn eftir að Gana datt út strax í annarri umferð í síðustu Afríkukeppni landsliða. Það kemur hins vegar mikið á óvart að engum var hlíft í þessum risastóru aðgerðum.
Fótbolti Gana Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira