Hvítabjörninn aflífaður utan við Longyearbyen Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2020 10:35 Hvítabjörninn á rölti um Longyearbyen. Mynd/Sýslumaðurinn, Svalbarða. Hvítabjörninn, sem heimsótt hafði aðalbæ Svalbarða, Longyearbyen, nokkrum sinnum yfir jól og áramót, var aflífaður í gær, nýársdag, samkvæmt ákvörðun sýslumannsins á Svalbarða. Björninn var þá staddur í Hanaskogdalen um sjö kílómetra norðan við bæinn, handan Aðventufjarðar. „Ísbjörninn var ekki aflífaður vegna neyðarástands heldur vegna þess að hann hefur síðustu daga sýnt af sér óvenjulega hegðun með því að sækja í byggðina í Longyearbyen og skapa þannig hættu fyrir fólk í bænum,“ segir sýslumaðurinn Kjerstin Askholt í fréttatilkynningu á heimasíðu embættisins, sem staðarblaðið Svalbardposten greinir frá. Það var á annan dag jóla, 26. desember, sem hvítabjörninn sást fyrst á rölti um aðalgötuna í Longyearbyen. Hann var þá hrakinn úr bænum og út í óbyggðir, meðal annars með þyrlu. Björninn mætti hins vegar aftur í bæinn tveimur dögum síðar, þann 28. desember, og sást þá snuðra í kringum veitingahús. Enn var hann flæmdur burt, með bílum og þyrlu. Hann birtist svo í þriðja sinn í bænum upp úr miðnætti á nýársnótt. Hvítabjörninn reyndist vera sjö ára karldýr, sem einnig hafði heimsótt Longyearbyen árið 2016.Mynd/Sýslumaðurinn, Svalbarða. „Við höfum gert margar tilraunir til að leysa ástandið á annan hátt en að drepa björninn, en án árangurs og án þess að björninn hafi brugðist við eins og við vildum. Á þeim tíma ársins þegar það er dimmt allan sólarhringinn höfum við mjög lélega yfirsýn. Við höfum ekki mannafla til tryggja öryggi íbúanna allan sólarhringinn,“ segir sýslumaður. „Vegna þess að það hefur ekki tekist að flæma hann burt þorðum við ekki lengur að taka áhættuna á ástandi sem við höfðum ekki lengur fulla stjórn á. Svo að við ákváðum að ekki væri um annað að ræða en að aflífa björninn,“ segir ennfremur í tilkynningu sýslumanns. Sá möguleiki hafði einnig komið til tals að svæfa björninn og flytja hann enn lengra brott með þyrlu. Það reyndist ekki gerlegt vegna þess að ekki var næg sérþekking á hvítabjörnum til taks í Longyearbyen um þessi jól. Björninn reyndist vera sjö ára karldýr. Eftir að hann var felldur kom í ljós að sami björn hafði einnig heimsótt Longyearbyen árið 2016 en þá verið svæfður og fluttur burt með þyrlu. Fréttastofa Stöðvar 2 fór um slóðir hvítabjarna á Svalbarða árið 2011 og sýndi þá þessa frétt: Dýr Norðurslóðir Noregur Ísbirnir Tengdar fréttir Vaknaði við það að ísbjörn stóð ofan á honum Jakúb Moravec varð fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu í morgun að ísbjörn réðst á hann og félaga hans þar sem þeir voru á ferðalagi á Svalbarða. 19. mars 2015 14:07 Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50 Ísbjörninn kominn aftur til Longyearbyen Ísbjörn sem hefur að undanförnu gert sig heimakæran í Longyearbyen á Svalbarða, íbúum til nokkurs ama, sneri aftur til bæjarins í nótt. 28. desember 2019 08:31 Ísbjörn braust inn á hótel á Svalbarða Viðbragðsaðilar mættu á staðinn á þyrlu. 3. júní 2018 09:07 Skutu hvítabjörn til bana í nauðvörn Litlu mátti muna að illa færi fyrir manni og konu þegar trylltur hvítabjörn reyndi að brjótast til inngöngu í kofa þar sem þau voru stödd við Hornsund á Svalbarða á sunnudag. Maðurinn skaut björninn og drap hann með skammbyssu. 26. mars 2013 00:01 Grænlensku veiðimennirnir lýsa átökunum við björninn Grænlensku veiðimennirnir, sem Vísir sagði frá í vikunni, og lentu í átökum við hvítabjörn á svæðinu norðan Diskó-flóa, hafa nú lýst atburðinum nánar. 22. september 2019 10:08 Deyfðu ísbjörn á Svalbarða og fluttu á brott í þyrlu 180 kílóa dýrið var flutt með þyrlu langt frá mannabyggð en ísbjörninn hefur sést í kringum Longyearbyen síðustu daga. 16. október 2014 15:16 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira
Hvítabjörninn, sem heimsótt hafði aðalbæ Svalbarða, Longyearbyen, nokkrum sinnum yfir jól og áramót, var aflífaður í gær, nýársdag, samkvæmt ákvörðun sýslumannsins á Svalbarða. Björninn var þá staddur í Hanaskogdalen um sjö kílómetra norðan við bæinn, handan Aðventufjarðar. „Ísbjörninn var ekki aflífaður vegna neyðarástands heldur vegna þess að hann hefur síðustu daga sýnt af sér óvenjulega hegðun með því að sækja í byggðina í Longyearbyen og skapa þannig hættu fyrir fólk í bænum,“ segir sýslumaðurinn Kjerstin Askholt í fréttatilkynningu á heimasíðu embættisins, sem staðarblaðið Svalbardposten greinir frá. Það var á annan dag jóla, 26. desember, sem hvítabjörninn sást fyrst á rölti um aðalgötuna í Longyearbyen. Hann var þá hrakinn úr bænum og út í óbyggðir, meðal annars með þyrlu. Björninn mætti hins vegar aftur í bæinn tveimur dögum síðar, þann 28. desember, og sást þá snuðra í kringum veitingahús. Enn var hann flæmdur burt, með bílum og þyrlu. Hann birtist svo í þriðja sinn í bænum upp úr miðnætti á nýársnótt. Hvítabjörninn reyndist vera sjö ára karldýr, sem einnig hafði heimsótt Longyearbyen árið 2016.Mynd/Sýslumaðurinn, Svalbarða. „Við höfum gert margar tilraunir til að leysa ástandið á annan hátt en að drepa björninn, en án árangurs og án þess að björninn hafi brugðist við eins og við vildum. Á þeim tíma ársins þegar það er dimmt allan sólarhringinn höfum við mjög lélega yfirsýn. Við höfum ekki mannafla til tryggja öryggi íbúanna allan sólarhringinn,“ segir sýslumaður. „Vegna þess að það hefur ekki tekist að flæma hann burt þorðum við ekki lengur að taka áhættuna á ástandi sem við höfðum ekki lengur fulla stjórn á. Svo að við ákváðum að ekki væri um annað að ræða en að aflífa björninn,“ segir ennfremur í tilkynningu sýslumanns. Sá möguleiki hafði einnig komið til tals að svæfa björninn og flytja hann enn lengra brott með þyrlu. Það reyndist ekki gerlegt vegna þess að ekki var næg sérþekking á hvítabjörnum til taks í Longyearbyen um þessi jól. Björninn reyndist vera sjö ára karldýr. Eftir að hann var felldur kom í ljós að sami björn hafði einnig heimsótt Longyearbyen árið 2016 en þá verið svæfður og fluttur burt með þyrlu. Fréttastofa Stöðvar 2 fór um slóðir hvítabjarna á Svalbarða árið 2011 og sýndi þá þessa frétt:
Dýr Norðurslóðir Noregur Ísbirnir Tengdar fréttir Vaknaði við það að ísbjörn stóð ofan á honum Jakúb Moravec varð fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu í morgun að ísbjörn réðst á hann og félaga hans þar sem þeir voru á ferðalagi á Svalbarða. 19. mars 2015 14:07 Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50 Ísbjörninn kominn aftur til Longyearbyen Ísbjörn sem hefur að undanförnu gert sig heimakæran í Longyearbyen á Svalbarða, íbúum til nokkurs ama, sneri aftur til bæjarins í nótt. 28. desember 2019 08:31 Ísbjörn braust inn á hótel á Svalbarða Viðbragðsaðilar mættu á staðinn á þyrlu. 3. júní 2018 09:07 Skutu hvítabjörn til bana í nauðvörn Litlu mátti muna að illa færi fyrir manni og konu þegar trylltur hvítabjörn reyndi að brjótast til inngöngu í kofa þar sem þau voru stödd við Hornsund á Svalbarða á sunnudag. Maðurinn skaut björninn og drap hann með skammbyssu. 26. mars 2013 00:01 Grænlensku veiðimennirnir lýsa átökunum við björninn Grænlensku veiðimennirnir, sem Vísir sagði frá í vikunni, og lentu í átökum við hvítabjörn á svæðinu norðan Diskó-flóa, hafa nú lýst atburðinum nánar. 22. september 2019 10:08 Deyfðu ísbjörn á Svalbarða og fluttu á brott í þyrlu 180 kílóa dýrið var flutt með þyrlu langt frá mannabyggð en ísbjörninn hefur sést í kringum Longyearbyen síðustu daga. 16. október 2014 15:16 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira
Vaknaði við það að ísbjörn stóð ofan á honum Jakúb Moravec varð fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu í morgun að ísbjörn réðst á hann og félaga hans þar sem þeir voru á ferðalagi á Svalbarða. 19. mars 2015 14:07
Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50
Ísbjörninn kominn aftur til Longyearbyen Ísbjörn sem hefur að undanförnu gert sig heimakæran í Longyearbyen á Svalbarða, íbúum til nokkurs ama, sneri aftur til bæjarins í nótt. 28. desember 2019 08:31
Skutu hvítabjörn til bana í nauðvörn Litlu mátti muna að illa færi fyrir manni og konu þegar trylltur hvítabjörn reyndi að brjótast til inngöngu í kofa þar sem þau voru stödd við Hornsund á Svalbarða á sunnudag. Maðurinn skaut björninn og drap hann með skammbyssu. 26. mars 2013 00:01
Grænlensku veiðimennirnir lýsa átökunum við björninn Grænlensku veiðimennirnir, sem Vísir sagði frá í vikunni, og lentu í átökum við hvítabjörn á svæðinu norðan Diskó-flóa, hafa nú lýst atburðinum nánar. 22. september 2019 10:08
Deyfðu ísbjörn á Svalbarða og fluttu á brott í þyrlu 180 kílóa dýrið var flutt með þyrlu langt frá mannabyggð en ísbjörninn hefur sést í kringum Longyearbyen síðustu daga. 16. október 2014 15:16