Juventus að kaupa nítján ára gamlan Svía Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 09:45 Dejan Kulusevski er með 4 mörk og 7 stoðsendingar í 17 leikjum með Parma í Seríu A á þessu tímabili. Getty/ Andrea Staccioli Dejan Kulusevski verður nýjasti leikmaður Juventus en hann er á leiðinni í læknisskoðun hjá félaginu. Juventus mun borga Atalanta 35 milljónir evra fyrir leikmanninn eða 4,8 milljarða íslenskra króna. Dejan Kulusevski hefur reyndar ekki verið að spila með Atalanta á þessari leiktíð því félagið lánaði hann til Parma. Dejan Kulusevski heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr an í lok apríl en hann fæddist í Stokkhólmi 25. apríl 2000. Kulusevski er 186 sentímetra miðjumaður en hans besta staða er úti hægra megin þótt að hann geti spilað alls staðar á miðjunni. Hann var með samning við Atalanta til sumarsins 2023. OFFICIAL: 19-year-old midfielder Dejan Kulusevski is undergoing a medical at Juventus ahead of a reported $39M move from Atalanta pic.twitter.com/HXVNYTYOmO— B/R Football (@brfootball) January 2, 2020 Kulusevski skrifar væntanlega undir fjögurra og hálfs árs samning sem ætti að færa honum fjórar milljónir evra fyrir tímabilið eða 545 milljónir íslenskra króna. Dejan Kulusevski skoraði fjögur mörk í sautján leikjum með Parma og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína svo mikla að hann var meðal annars kosinn besti leikmaður Seríu A í nóvember. Kulusevski kom fyrst til Atalanta árið 2016 frá sænska liðinu Brommapojkarna en kom bara þrisvar inn á sem varamaður í fyrra. Brommapojkarna fær hluta af kaupverðinu. Dejan #Kulusevski's #JMedical visit!— JuventusFC (@juventusfcen) January 2, 2020 Atalanta taldi sig ekki hafa pláss fyrir hann og lánaði hann því til Parma þar sem hann hefur slegið í gegn. Móðir Dejan Kulusevski er frá Norður Makedóníu og hann spilaði fyrir sautján ára landslið þjóðarinnar. Kulusevski lék aftur á móti sinn fyrsta A-landsleik fyrir Svía í nóvember 2019 þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Færeyjum. How Juventus could lineup with Dejan Kulusevski. [GdS] pic.twitter.com/K8xjRvxSIW— Juventus News - Juvefc.com (@juvefcdotcom) December 31, 2019 Ítalski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Dejan Kulusevski verður nýjasti leikmaður Juventus en hann er á leiðinni í læknisskoðun hjá félaginu. Juventus mun borga Atalanta 35 milljónir evra fyrir leikmanninn eða 4,8 milljarða íslenskra króna. Dejan Kulusevski hefur reyndar ekki verið að spila með Atalanta á þessari leiktíð því félagið lánaði hann til Parma. Dejan Kulusevski heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr an í lok apríl en hann fæddist í Stokkhólmi 25. apríl 2000. Kulusevski er 186 sentímetra miðjumaður en hans besta staða er úti hægra megin þótt að hann geti spilað alls staðar á miðjunni. Hann var með samning við Atalanta til sumarsins 2023. OFFICIAL: 19-year-old midfielder Dejan Kulusevski is undergoing a medical at Juventus ahead of a reported $39M move from Atalanta pic.twitter.com/HXVNYTYOmO— B/R Football (@brfootball) January 2, 2020 Kulusevski skrifar væntanlega undir fjögurra og hálfs árs samning sem ætti að færa honum fjórar milljónir evra fyrir tímabilið eða 545 milljónir íslenskra króna. Dejan Kulusevski skoraði fjögur mörk í sautján leikjum með Parma og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína svo mikla að hann var meðal annars kosinn besti leikmaður Seríu A í nóvember. Kulusevski kom fyrst til Atalanta árið 2016 frá sænska liðinu Brommapojkarna en kom bara þrisvar inn á sem varamaður í fyrra. Brommapojkarna fær hluta af kaupverðinu. Dejan #Kulusevski's #JMedical visit!— JuventusFC (@juventusfcen) January 2, 2020 Atalanta taldi sig ekki hafa pláss fyrir hann og lánaði hann því til Parma þar sem hann hefur slegið í gegn. Móðir Dejan Kulusevski er frá Norður Makedóníu og hann spilaði fyrir sautján ára landslið þjóðarinnar. Kulusevski lék aftur á móti sinn fyrsta A-landsleik fyrir Svía í nóvember 2019 þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Færeyjum. How Juventus could lineup with Dejan Kulusevski. [GdS] pic.twitter.com/K8xjRvxSIW— Juventus News - Juvefc.com (@juvefcdotcom) December 31, 2019
Ítalski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira