122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Sylvía Hall skrifar 1. janúar 2020 08:16 Lögreglan þurfti að sinna útköllum vegna hávaða í öllum hverfum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. Í öllum hverfum þurfti að sinna útköllum vegna hávaða á skemmtistöðum eða í heimahúsum og alls voru tíu vistaðir í fangageymslu á Hverfisgötu vegna ýmissa mála. Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglunni frá því klukkan 17 í gær til klukkan 5 í nótt og þurftu lögreglumenn til að mynda að sinna þrettán tilkynningum um lausan eld eftir notkun flugelda. Í flestum tilfellum komu slökkviliðsmenn einnig að málinu. Mál vegna vímuefnaaksturs fóru að koma upp fyrir miðnætti en í Laugardalnum var maður stöðvaður við akstur laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Í ljós kom að maðurinn hafði aldrei öðlast ökuréttindi og var málið klárað á staðnum og hann látinn fara leiðar sinnar gangandi. Á sama tíma í Vesturbæ var maður stöðvaður við akstur, grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn var handtekinn og við öryggisleit fundust pillur sem hann gat ekki gert grein fyrir. Var hann fluttur á lögreglustöð og látinn laus eftir sýna- og skýrslutöku. Skömmu fyrir miðnætti varð árekstur í Breiðholti þar sem tjón varð á fjórum bifreiðum. Loka þurfti fyrir umferð á vettvangi í smá stund vegna vinnu á vettvangi og kalla þurfti á dráttarbifreiðar til þess að fjarlægja þrjár bifreiðar. Engin slys urðu á fólki. Þá var tilkynnt um nokkrar líkamsárásir, sú fyrsta skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi þegar lögreglu barst tilkynning um alvarlega líkamsárás í hverfi 108. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og þolandi fluttur á sjúkrahús. Önnur líkamsárás var svo tilkynnt í miðbænum á tólfta tímanum í gærkvöld og var hinn grunaði færður á lögreglustöð. Í Breiðholti var tilkynnt um líkamsárás um klukkan hálf tvö í nótt og maður færður á lögreglustöð vegna málsins. Þá var kona handtekinn í Hafnarfirði skömmu fyrir klukkan tvö í nótt grunuð um líkamsárás og var hún færð til vistunar á lögreglustöð. Klukkan þrjú í nótt var svo tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi og maður vistaður á lögreglustöð vegna rannsóknar. Þá var töluvert um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Skömmu eftir klukkan þrjú í nótt var maður stöðvaður í Kópavogi, grunaður um ölvunarakstur. Þá var hann einnig grunaður um að hafa ekið gegn rauðu ljósi og að vera valdur að umferðaróhappi. Maðurinn var jafnframt grunaður um að hafa stungið af af vettvangi og var hann færður á lögreglustöð til sýnatöku og vistunar. Þrír voru færðir á lögreglustöð vegna ástands, tveir í Grafarvogi og einn í Hlíðahverfi. Meint fíkniefni fundust á einum en sá var óviðræðuhæfur sökum ástands. Allir voru vistaðir á lögreglustöð þar til ástandið lagaðist. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. Í öllum hverfum þurfti að sinna útköllum vegna hávaða á skemmtistöðum eða í heimahúsum og alls voru tíu vistaðir í fangageymslu á Hverfisgötu vegna ýmissa mála. Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglunni frá því klukkan 17 í gær til klukkan 5 í nótt og þurftu lögreglumenn til að mynda að sinna þrettán tilkynningum um lausan eld eftir notkun flugelda. Í flestum tilfellum komu slökkviliðsmenn einnig að málinu. Mál vegna vímuefnaaksturs fóru að koma upp fyrir miðnætti en í Laugardalnum var maður stöðvaður við akstur laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Í ljós kom að maðurinn hafði aldrei öðlast ökuréttindi og var málið klárað á staðnum og hann látinn fara leiðar sinnar gangandi. Á sama tíma í Vesturbæ var maður stöðvaður við akstur, grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn var handtekinn og við öryggisleit fundust pillur sem hann gat ekki gert grein fyrir. Var hann fluttur á lögreglustöð og látinn laus eftir sýna- og skýrslutöku. Skömmu fyrir miðnætti varð árekstur í Breiðholti þar sem tjón varð á fjórum bifreiðum. Loka þurfti fyrir umferð á vettvangi í smá stund vegna vinnu á vettvangi og kalla þurfti á dráttarbifreiðar til þess að fjarlægja þrjár bifreiðar. Engin slys urðu á fólki. Þá var tilkynnt um nokkrar líkamsárásir, sú fyrsta skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi þegar lögreglu barst tilkynning um alvarlega líkamsárás í hverfi 108. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og þolandi fluttur á sjúkrahús. Önnur líkamsárás var svo tilkynnt í miðbænum á tólfta tímanum í gærkvöld og var hinn grunaði færður á lögreglustöð. Í Breiðholti var tilkynnt um líkamsárás um klukkan hálf tvö í nótt og maður færður á lögreglustöð vegna málsins. Þá var kona handtekinn í Hafnarfirði skömmu fyrir klukkan tvö í nótt grunuð um líkamsárás og var hún færð til vistunar á lögreglustöð. Klukkan þrjú í nótt var svo tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi og maður vistaður á lögreglustöð vegna rannsóknar. Þá var töluvert um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Skömmu eftir klukkan þrjú í nótt var maður stöðvaður í Kópavogi, grunaður um ölvunarakstur. Þá var hann einnig grunaður um að hafa ekið gegn rauðu ljósi og að vera valdur að umferðaróhappi. Maðurinn var jafnframt grunaður um að hafa stungið af af vettvangi og var hann færður á lögreglustöð til sýnatöku og vistunar. Þrír voru færðir á lögreglustöð vegna ástands, tveir í Grafarvogi og einn í Hlíðahverfi. Meint fíkniefni fundust á einum en sá var óviðræðuhæfur sökum ástands. Allir voru vistaðir á lögreglustöð þar til ástandið lagaðist.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira