Gylfi gefur Herði Ægissyni falleinkunn Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2020 10:46 Ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins tekinn á beinið af Gylfa Magnússyni sem segir að hann hefði fengið falleinkunn í kúrsi hjá sér. Gylfi Magnússon dósent í viðskiptafræði og fyrrverandi fjármálaráðherra gefur Herði Ægissyni viðskiptaritstjóra Fréttablaðsins falleinkunn fyrir nýjasta pistil hans sem birtist í blaðinu í dag undir yfirskriftinni „Hófleg krafa“. „Nei sko. Dettur ekki inn á borð fjármálakennarans skemmtilegt dæmi um villur sem hægt er að gera til að fá falleinkunn á prófi,“ segir Gylfi vægðarlaus á Facebooksíðu sinni. Gylfi segir að það séu reyndar tvær villur að finna í pistli Harðar sem séu ávísun á fall í fræðunum. Greiddur reikingur glatað fé. Menn hafa pistil Harðar í flimtingum á Facebooksíðu Gylfa. „Sú fyrri er að gera eigi sömu kröfu til ávöxtunar eigin fjár óháð eiginfjárhlutfalli og þar með áhættu eigenda. Sú frumlega villa felur í sér þann skilning að það sé ekkert samhengi milli ávöxtunarkröfu og áhættu. Að vogun skipti engu máli.“ Þá snýr kennarinn sér að seinni villu Harðar sem snýr að því að teljast megi sóun að fjármagna fyrirtæki með of miklu eigin fé. „Það er reyndar ekki jafnfrumleg villa, þetta var t.d. algengt sjónarmið í aðdraganda hrunsins og raunar ein af skýringum þess. Þetta er auðvitað rangt, í þessu felst ekki sóun í neinum skilningi. Þetta þýðir einfaldlega að áhættan af rekstrinum er borin í ríkari mæli af eigendum en öðrum kröfuhöfum - í grundvallaratriðum þannig að tapsáhætta og hagnaðarvon er á sömu hendi. Þegar banki er rekinn með litlu eigin fé er hagnaðarvonin á einni hendi en tapsáhættan að mestu annars staðar. Það er ekki gott fyrirkomulag, við höfum prófað það!“ segir Gylfi. Samkvæmt þessu má gera ráð fyrir því að pistill Harðar verði jafnvel tekinn upp sem kennslugagn í viðskiptafræðinni í Háskóla Íslands og þá sem dæmi um það hvernig ekki eigi að leggja þetta upp. Fjölmiðlar Íslenskir bankar Skóla - og menntamál Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Gylfi Magnússon dósent í viðskiptafræði og fyrrverandi fjármálaráðherra gefur Herði Ægissyni viðskiptaritstjóra Fréttablaðsins falleinkunn fyrir nýjasta pistil hans sem birtist í blaðinu í dag undir yfirskriftinni „Hófleg krafa“. „Nei sko. Dettur ekki inn á borð fjármálakennarans skemmtilegt dæmi um villur sem hægt er að gera til að fá falleinkunn á prófi,“ segir Gylfi vægðarlaus á Facebooksíðu sinni. Gylfi segir að það séu reyndar tvær villur að finna í pistli Harðar sem séu ávísun á fall í fræðunum. Greiddur reikingur glatað fé. Menn hafa pistil Harðar í flimtingum á Facebooksíðu Gylfa. „Sú fyrri er að gera eigi sömu kröfu til ávöxtunar eigin fjár óháð eiginfjárhlutfalli og þar með áhættu eigenda. Sú frumlega villa felur í sér þann skilning að það sé ekkert samhengi milli ávöxtunarkröfu og áhættu. Að vogun skipti engu máli.“ Þá snýr kennarinn sér að seinni villu Harðar sem snýr að því að teljast megi sóun að fjármagna fyrirtæki með of miklu eigin fé. „Það er reyndar ekki jafnfrumleg villa, þetta var t.d. algengt sjónarmið í aðdraganda hrunsins og raunar ein af skýringum þess. Þetta er auðvitað rangt, í þessu felst ekki sóun í neinum skilningi. Þetta þýðir einfaldlega að áhættan af rekstrinum er borin í ríkari mæli af eigendum en öðrum kröfuhöfum - í grundvallaratriðum þannig að tapsáhætta og hagnaðarvon er á sömu hendi. Þegar banki er rekinn með litlu eigin fé er hagnaðarvonin á einni hendi en tapsáhættan að mestu annars staðar. Það er ekki gott fyrirkomulag, við höfum prófað það!“ segir Gylfi. Samkvæmt þessu má gera ráð fyrir því að pistill Harðar verði jafnvel tekinn upp sem kennslugagn í viðskiptafræðinni í Háskóla Íslands og þá sem dæmi um það hvernig ekki eigi að leggja þetta upp.
Fjölmiðlar Íslenskir bankar Skóla - og menntamál Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira