Sendir leikmenn Liverpool í frí frekar en æfingaferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 11:30 Jürgen Klopp með fyrirliðanum Jordan Henderson. Getty/Jon Bromley Það verður nóg að gera hjá Liverpool liðinu síðustu mánuði tímabilsins enda liðið líklegt til afreka bæði í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur verið að reyna að stýra álaginu á liðinu sem var ekki auðvelt í öllu leikjaálaginu í jólamánuðinum þar sem heimsmeistarakeppni félagsliða og ferðalag til Katar bættist ofan á alla aðra leiki. Framundan er hins vegar smá frí nú þegar enska úrvalsdeildinni tekur sér í fyrsta sinn svokallað vetrarhlé þar sem liðin fá tækifæri til að hlaða batteríin fyrir lokakafla tímabilsins. Flest liðanna ætla sér að komast í sól og hita sunnar á hnettinum og fara með leikmenn sína í stuttar æfingabúðir en Klopp hefur önnur plön samkvæmt frétt í Evening Standard. #LFC not heading on their usual warm-weather training camp in February despite the introduction of a winter break. Instead, Jurgen Klopp will give his players a well-deserved week off - if they avoid an FA Cup replay against Shrewsbury, that is.https://t.co/PwcxbXjM6W— David Lynch (@LynchStandard) January 16, 2020 Liverpool fær tveggja vikna frí eftir leik sinn á móti Southampton á Anfield 1. febrúar næstkomandi. Næsti deildarleikur er síðan ekki fyrr en á móti Norwich City 15. febrúar. Klopp hefur verið vanur að fara með Liverpool liðið í stuttar æfingaferðir til Spánar síðustu ár en nú vill hann fara aðra leið. Liverpool fór til La Manga árið 2017 en hefur undanfarin tvö ár æft á Marbella. Klopp ætlar samkvæmt heimildum Evening Standard að gefa sínum leikmönnum eina viku í frí frá æfingum þar sem þá fá tækifæri til að safna orku og ferskleika fyrir framhaldið. Þetta eru verðlaun fyrir frábæra framgöngu liðsins til þessa á tímabilinu. Það gæti reyndar eitt haft áhrif á þetta tveggja vikna frí. Fari svo að Liverpool þurfi að spila aukaleik á móti Shrewsbury Town í enska bikarnum þá fer sá leikur fram 5. febrúar og styttir því um leið þetta vetrarfrí Liverpool manna. Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Það verður nóg að gera hjá Liverpool liðinu síðustu mánuði tímabilsins enda liðið líklegt til afreka bæði í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur verið að reyna að stýra álaginu á liðinu sem var ekki auðvelt í öllu leikjaálaginu í jólamánuðinum þar sem heimsmeistarakeppni félagsliða og ferðalag til Katar bættist ofan á alla aðra leiki. Framundan er hins vegar smá frí nú þegar enska úrvalsdeildinni tekur sér í fyrsta sinn svokallað vetrarhlé þar sem liðin fá tækifæri til að hlaða batteríin fyrir lokakafla tímabilsins. Flest liðanna ætla sér að komast í sól og hita sunnar á hnettinum og fara með leikmenn sína í stuttar æfingabúðir en Klopp hefur önnur plön samkvæmt frétt í Evening Standard. #LFC not heading on their usual warm-weather training camp in February despite the introduction of a winter break. Instead, Jurgen Klopp will give his players a well-deserved week off - if they avoid an FA Cup replay against Shrewsbury, that is.https://t.co/PwcxbXjM6W— David Lynch (@LynchStandard) January 16, 2020 Liverpool fær tveggja vikna frí eftir leik sinn á móti Southampton á Anfield 1. febrúar næstkomandi. Næsti deildarleikur er síðan ekki fyrr en á móti Norwich City 15. febrúar. Klopp hefur verið vanur að fara með Liverpool liðið í stuttar æfingaferðir til Spánar síðustu ár en nú vill hann fara aðra leið. Liverpool fór til La Manga árið 2017 en hefur undanfarin tvö ár æft á Marbella. Klopp ætlar samkvæmt heimildum Evening Standard að gefa sínum leikmönnum eina viku í frí frá æfingum þar sem þá fá tækifæri til að safna orku og ferskleika fyrir framhaldið. Þetta eru verðlaun fyrir frábæra framgöngu liðsins til þessa á tímabilinu. Það gæti reyndar eitt haft áhrif á þetta tveggja vikna frí. Fari svo að Liverpool þurfi að spila aukaleik á móti Shrewsbury Town í enska bikarnum þá fer sá leikur fram 5. febrúar og styttir því um leið þetta vetrarfrí Liverpool manna.
Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira