Einelti á vinnustað hefur meiri líkamleg áhrif en áður var talið Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. janúar 2020 16:00 Samkvæmt rannsókninni sögðust 8-13% starfsmanna hafa upplifað einelti í vinnunni. Vísir/Getty Það hefur lengi verið vitað að áhrif eineltis geta verið mikil og langvarandi á andlega heilsu. Þetta á hvoru tveggja við einelti sem fólk verður fyrir í æsku eða sem fullorðið fólk í atvinnulífinu. Þá hefur verið talað um að líkamleg áhrif svipi oft til kvíða- og streitueinkenna, s.s. lystarleysi, ofát, svefntruflanir, magaverkir og fleira. Nú hafa rannsóknir sýnt að áhrif eineltis í vinnu hefur meiri áhrif á líkamlega heilsu en áður var vitað. Nýverið greindi BBC frá því að einelti í vinnunni leitt til þess að líkur á hjartavandamálum aukast og meiri líkur eru á að fólk fái sykursýki 2. Í rannsókn sem gerð var í háskólanum í Kaupmannahöfn voru gögn tæplega 80.000 einstaklinga í Svíþjóð og Danmörku skoðuð. Einstaklingarnir voru bæði karlar og konur á aldrinum 18-65 ára. Spurt var hvort viðkomandi einstaklingar hefðu upplifað einelti í vinnu. Síðan voru heilsufarsupplýsingar um viðkomandi skoðaðar og fylgst með þeim í fjögur ár. European Heart Journal birti niðurstöður rannsóknarinnar árið 2018. Því meira einelti, því meiri líkur á heilsubresti Samkvæmt rannsókninni sögðust 8-13% starfsmanna hafa upplifað einelti í vinnunni. Heilsufarsupplýsingar viðkomandi mældust síðan þannig að hjá þessum einstaklingum voru 59% meiri líkur á að viðkomandi myndi glíma við hjartavandamál síðar á ævinni, jafnvel hjartaáfall. Því meira eða oftar sem viðkomandi hafði upplifað einelti, því meiri mældust líkurnar. Það sama gilti um bæði konur og karlmenn. Meiri líkur á hjartavandamálum voru þó ekki einu áhrifin á líkamlega heilsu því rannsóknin sýndi sömu fylgni þegar kom að líkum þess að einstaklingur þrói með sér sykursýki 2, eða áunna sykursýki. Þar sýndu niðurstöður að 46% meiri líkur væru á að einstaklingar sem höfðu upplifað einelti í vinnu, myndu fá sykursýki 2 næsta áratug á eftir. Á vefsíðu Vinnueftirlitsins má finna upplýsingar um viðbrögð við einelti á vinnustöðum og þar segir m.a.: ,,Mikilvægt er að starfsmaður, sem orðið hefur fyrir einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað eða hefur vitneskju um slíkt, upplýsi atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins, svo hægt sé að bregðast við eins fljótt og kostur er.“ Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Sjá meira
Það hefur lengi verið vitað að áhrif eineltis geta verið mikil og langvarandi á andlega heilsu. Þetta á hvoru tveggja við einelti sem fólk verður fyrir í æsku eða sem fullorðið fólk í atvinnulífinu. Þá hefur verið talað um að líkamleg áhrif svipi oft til kvíða- og streitueinkenna, s.s. lystarleysi, ofát, svefntruflanir, magaverkir og fleira. Nú hafa rannsóknir sýnt að áhrif eineltis í vinnu hefur meiri áhrif á líkamlega heilsu en áður var vitað. Nýverið greindi BBC frá því að einelti í vinnunni leitt til þess að líkur á hjartavandamálum aukast og meiri líkur eru á að fólk fái sykursýki 2. Í rannsókn sem gerð var í háskólanum í Kaupmannahöfn voru gögn tæplega 80.000 einstaklinga í Svíþjóð og Danmörku skoðuð. Einstaklingarnir voru bæði karlar og konur á aldrinum 18-65 ára. Spurt var hvort viðkomandi einstaklingar hefðu upplifað einelti í vinnu. Síðan voru heilsufarsupplýsingar um viðkomandi skoðaðar og fylgst með þeim í fjögur ár. European Heart Journal birti niðurstöður rannsóknarinnar árið 2018. Því meira einelti, því meiri líkur á heilsubresti Samkvæmt rannsókninni sögðust 8-13% starfsmanna hafa upplifað einelti í vinnunni. Heilsufarsupplýsingar viðkomandi mældust síðan þannig að hjá þessum einstaklingum voru 59% meiri líkur á að viðkomandi myndi glíma við hjartavandamál síðar á ævinni, jafnvel hjartaáfall. Því meira eða oftar sem viðkomandi hafði upplifað einelti, því meiri mældust líkurnar. Það sama gilti um bæði konur og karlmenn. Meiri líkur á hjartavandamálum voru þó ekki einu áhrifin á líkamlega heilsu því rannsóknin sýndi sömu fylgni þegar kom að líkum þess að einstaklingur þrói með sér sykursýki 2, eða áunna sykursýki. Þar sýndu niðurstöður að 46% meiri líkur væru á að einstaklingar sem höfðu upplifað einelti í vinnu, myndu fá sykursýki 2 næsta áratug á eftir. Á vefsíðu Vinnueftirlitsins má finna upplýsingar um viðbrögð við einelti á vinnustöðum og þar segir m.a.: ,,Mikilvægt er að starfsmaður, sem orðið hefur fyrir einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað eða hefur vitneskju um slíkt, upplýsi atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins, svo hægt sé að bregðast við eins fljótt og kostur er.“
Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Sjá meira