Mikil áfallahjálp framundan Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2020 18:09 Fyrstu léttbátarnir komu að landi á Flateyri upp úr klukkan tvö í dag með mannskap og vistir. Landhelgisgæslan Mikil áfallahjálp er framundan í fjöldahjálparstöðum á Flateyri, Suðureyri og Ísafirði vegna snjóflóðanna sem féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. Tugir hafa nýtt sér þjónustu hjálparstöðvanna í dag. Lýst var yfir neyðarstigi í dag vegna snjóflóðanna á Flateyri og við Suðureyri sem féllu á tólfta tímanum í gærkvöldi. Tvö snjóflóð féllu á og við Flateyri og stúlka grófst undir öðru þeirra en var bjargað heilli á húfi. Brynhildur Bolladóttir Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir í samtali við Vísi að þrjár fjöldahjálparstöðvar hafi verið opnaðar vegna snjóflóðanna: í Kiwanis-húsinu á Ísafirði, Fisherman á Suðureyri og í grunnskólanum á Flateyri. „Í þeim öllum er tekið á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa húsin sín þannig að fólk getur fengið gistingu. En það er líka sálrænn stuðningur í boði á öllum stöðum,“ segir Brynhildur. „Við höfum fundið fyrir því að þetta ýfir upp gömul sár þó að allt hafi farið vel, nokkurn veginn. Þannig að þetta er í boði en fólk bregst auðvitað mismunandi við.“ Um fimmtán manns höfðu nýtt sér þjónustuna á Flateyri nú síðdegis. „Og þetta er mest þannig að fólk er að spjalla en sjálfboðaliðarnir hlusta ef þarf og segja fólki við hverju á að búast.“ Þá höfðu um 45 manns leitað í fjöldahjálparstöðina á Ísafirði í morgun en um fimmleytið nú síðdegis var 31 staddur í stöðinni. Níu voru á sama tíma á Suðureyri. Varðskipið Þór er statt á Flateyri og þá verður þyrla Landhelgisgæslunnar send vestur í sjúkraflug og með björgunarsveitarfólk frá Reykjavík seinna í kvöld. Íbúar á Suðureyri hafa jafnframt verið beðnir um að vera ekki á ferli utandyra á svæðinu. Almannavarnir Björgunarsveitir Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mikil áfallahjálp er framundan í fjöldahjálparstöðum á Flateyri, Suðureyri og Ísafirði vegna snjóflóðanna sem féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. Tugir hafa nýtt sér þjónustu hjálparstöðvanna í dag. Lýst var yfir neyðarstigi í dag vegna snjóflóðanna á Flateyri og við Suðureyri sem féllu á tólfta tímanum í gærkvöldi. Tvö snjóflóð féllu á og við Flateyri og stúlka grófst undir öðru þeirra en var bjargað heilli á húfi. Brynhildur Bolladóttir Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir í samtali við Vísi að þrjár fjöldahjálparstöðvar hafi verið opnaðar vegna snjóflóðanna: í Kiwanis-húsinu á Ísafirði, Fisherman á Suðureyri og í grunnskólanum á Flateyri. „Í þeim öllum er tekið á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa húsin sín þannig að fólk getur fengið gistingu. En það er líka sálrænn stuðningur í boði á öllum stöðum,“ segir Brynhildur. „Við höfum fundið fyrir því að þetta ýfir upp gömul sár þó að allt hafi farið vel, nokkurn veginn. Þannig að þetta er í boði en fólk bregst auðvitað mismunandi við.“ Um fimmtán manns höfðu nýtt sér þjónustuna á Flateyri nú síðdegis. „Og þetta er mest þannig að fólk er að spjalla en sjálfboðaliðarnir hlusta ef þarf og segja fólki við hverju á að búast.“ Þá höfðu um 45 manns leitað í fjöldahjálparstöðina á Ísafirði í morgun en um fimmleytið nú síðdegis var 31 staddur í stöðinni. Níu voru á sama tíma á Suðureyri. Varðskipið Þór er statt á Flateyri og þá verður þyrla Landhelgisgæslunnar send vestur í sjúkraflug og með björgunarsveitarfólk frá Reykjavík seinna í kvöld. Íbúar á Suðureyri hafa jafnframt verið beðnir um að vera ekki á ferli utandyra á svæðinu.
Almannavarnir Björgunarsveitir Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53
Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32
Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04