Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2020 12:22 Kóralar eru viðkvæmir fyrir breytingum á hitastigi. Fjöldi sjávarlífvera reiðir sig á kóralrif og hlýnun sjávar getur því ógnað vistkerfum hafsins. Vísir/Getty Methlýnun varð í höfum jarðar í fyrra samkvæmt nýrri rannsókn og eru fimm síðustu ár þau fimm hlýjustu frá því að mælingar hófust. Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á áhrif loftslagsbreytinga á jörðinni þar sem höfin hafa tekið við meira en 90% af hnattrænni hlýnun vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa af völdum manna. Vísindamenn við Loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna notuðu göng frá Argo, þúsundum bauja sem mæla hita og dýpt, til að meta hita í hafinu. Argo var tekið í notkun árið 2007 en fyrir áratugina á undan notuðu vísindamenn þekkingu sem baujurnar hafa aflað til þess að áætla þróun sjávarhita aftur til 1958. Grein um rannsókn þeirra birtist í vísindaritinu Advances in Atmospheric Sciences í gær. Sjávarhiti er minni sveiflum háður en hiti við yfirborð jarðar. Þannig var árið 2019 það hlýjasta í hafinu þrátt fyrir að það hafi verið talið það annað hlýjasta á yfirborðinu. Að sama skapi var árið 2016 það hlýjasta í sögunni á yfirborði jarðar en aðeins það fimmta hlýjasta í hafinu. Síðustu þrjú ár hafa verið hvert öðru hlýrra í sjónum. Árið 2015 er í fjórða sæti og 2016 í því fimmta. Síðustu tíu ár eru þau hlýjustu í sögunni í hafinu. Hefur áhrif á veður og loftslag á yfirborðinu Áætlað er að höfin hafi tekið við um 93% þeirrar umfram varmaorku sem losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, hefur valdið frá miðri síðustu öld. Vísindamenn telja að hlýnun hafsins hafi skaðleg áhrif á margar lífverur, þar á meðal kóralrif sem halda uppi fjölbreyttum vistkerfum. Áhrif hlýnunar í hafinu eru þó ekki bundin við það. Varminn sem er bundinn í höfum jarðar þýðir að jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda nú þegar héldi hlýnun jarðar áfram um einhverra áratuga skeið. „Þessi sjávarhiti hefur áhrif á staðbundið veður og stundum jafnvel hnattrænt loftslag,“ segir Kevin E. Trenberth, vísindamaður hjá Loftslagsrannsóknastofnuninni við New York Times. Þannig bendir hann á að mikil hlýindi í hafinu hafi verið orsök úrhellis sem olli mannskaða í Jakarta á Indónesíu í kringum áramótin. Sjávarhiti hafi einnig haft áhrif á þurrkana í Ástralíu sem sköpuðu aðstæður fyrir sögulega gróðurelda sem hafa geisað þar frá því í september. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Methlýnun varð í höfum jarðar í fyrra samkvæmt nýrri rannsókn og eru fimm síðustu ár þau fimm hlýjustu frá því að mælingar hófust. Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á áhrif loftslagsbreytinga á jörðinni þar sem höfin hafa tekið við meira en 90% af hnattrænni hlýnun vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa af völdum manna. Vísindamenn við Loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna notuðu göng frá Argo, þúsundum bauja sem mæla hita og dýpt, til að meta hita í hafinu. Argo var tekið í notkun árið 2007 en fyrir áratugina á undan notuðu vísindamenn þekkingu sem baujurnar hafa aflað til þess að áætla þróun sjávarhita aftur til 1958. Grein um rannsókn þeirra birtist í vísindaritinu Advances in Atmospheric Sciences í gær. Sjávarhiti er minni sveiflum háður en hiti við yfirborð jarðar. Þannig var árið 2019 það hlýjasta í hafinu þrátt fyrir að það hafi verið talið það annað hlýjasta á yfirborðinu. Að sama skapi var árið 2016 það hlýjasta í sögunni á yfirborði jarðar en aðeins það fimmta hlýjasta í hafinu. Síðustu þrjú ár hafa verið hvert öðru hlýrra í sjónum. Árið 2015 er í fjórða sæti og 2016 í því fimmta. Síðustu tíu ár eru þau hlýjustu í sögunni í hafinu. Hefur áhrif á veður og loftslag á yfirborðinu Áætlað er að höfin hafi tekið við um 93% þeirrar umfram varmaorku sem losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, hefur valdið frá miðri síðustu öld. Vísindamenn telja að hlýnun hafsins hafi skaðleg áhrif á margar lífverur, þar á meðal kóralrif sem halda uppi fjölbreyttum vistkerfum. Áhrif hlýnunar í hafinu eru þó ekki bundin við það. Varminn sem er bundinn í höfum jarðar þýðir að jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda nú þegar héldi hlýnun jarðar áfram um einhverra áratuga skeið. „Þessi sjávarhiti hefur áhrif á staðbundið veður og stundum jafnvel hnattrænt loftslag,“ segir Kevin E. Trenberth, vísindamaður hjá Loftslagsrannsóknastofnuninni við New York Times. Þannig bendir hann á að mikil hlýindi í hafinu hafi verið orsök úrhellis sem olli mannskaða í Jakarta á Indónesíu í kringum áramótin. Sjávarhiti hafi einnig haft áhrif á þurrkana í Ástralíu sem sköpuðu aðstæður fyrir sögulega gróðurelda sem hafa geisað þar frá því í september.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03