CNBC gerir sér mat úr Domino's á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. janúar 2020 10:50 Íslendingar eru sólgnir í Domino's Pizzur, ólíkt öðrum Norðurlandaþjóðum. Skjáskot Velgengni Domino's Pizza á Íslandi er í aðalhlutverki í nýrri umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNBC. Árangurinn þykir sérstaklega áhugaverður í ljósi þess að skyndibitakeðjan hefur ekki riðið feitum hesti frá starfsemi sinni annars staðar á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að sala Domino's á Íslandi hafi dregist saman á síðasta ári, sem rakið er til ytri aðstæðna í hagkerfinu, hefur salan hér á landi verið langt um meiri á hvert útibú en í Skandinavíu. Vandræði Domino's hafa verið hvað mest í Danmörku þar sem keðjan fór fram á gjaldþrotaskipti á síðasta ári, eftir afhjúpanir þarlendra fjölmiðla um rottugang og óhreinindi á sölustöðum hennar. CNBC rekur vandræði Domino's í Norður-Evrópu til ýmissa þátta; matarhefða í Skandinavíu, vantrausts í garð útlenskra stórfyrirtækja, sterkra innlendra skyndibitakeðja, hás launakostnaðar, fárra heimsendinga og dálæti Norðmanna á frosnum pizzum. Eins og greint var frá fyrra hyggjast breskir eigendur Domino‘s Pizza Group, sem rekur m.a. útibúin á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð, losa sig við reksturinn. Þeir sögðust hreinlega ekki vera „besti eigandi þessara fyrirtækja“ og leita því kaupanda. Ekki er vitað hvort reksturinn verður hlutaður niður, íslenski anginn seldur sér t.d., eða hvort nýir eigendur muni kaupa allan pakkann. Líklegast þykir að Bandaríkjamenn eða Ástralir taki við rekstri Domino's í Norður-Evrópu, eða heimamenn sem þekkja markaðina betur. Hér að neðan má sjá fyrrnefnda umfjöllun CNBC. Veitingastaðir Tengdar fréttir Í sterkri stöðu eftir söluna á Domino's Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, var með 3 milljarða króna eigið fé í lok síðasta árs. 23. október 2019 06:15 Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01 Reksturinn á Íslandi gengur sinn vanagang Rekstur Domino's á Íslandi mun áfram ganga sinn vanagang þrátt fyrir fyrirhugaða sölu Domino's Pizza Group, eiganda Domino's á Íslandi, á rekstrinum. 17. október 2019 12:42 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Velgengni Domino's Pizza á Íslandi er í aðalhlutverki í nýrri umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNBC. Árangurinn þykir sérstaklega áhugaverður í ljósi þess að skyndibitakeðjan hefur ekki riðið feitum hesti frá starfsemi sinni annars staðar á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að sala Domino's á Íslandi hafi dregist saman á síðasta ári, sem rakið er til ytri aðstæðna í hagkerfinu, hefur salan hér á landi verið langt um meiri á hvert útibú en í Skandinavíu. Vandræði Domino's hafa verið hvað mest í Danmörku þar sem keðjan fór fram á gjaldþrotaskipti á síðasta ári, eftir afhjúpanir þarlendra fjölmiðla um rottugang og óhreinindi á sölustöðum hennar. CNBC rekur vandræði Domino's í Norður-Evrópu til ýmissa þátta; matarhefða í Skandinavíu, vantrausts í garð útlenskra stórfyrirtækja, sterkra innlendra skyndibitakeðja, hás launakostnaðar, fárra heimsendinga og dálæti Norðmanna á frosnum pizzum. Eins og greint var frá fyrra hyggjast breskir eigendur Domino‘s Pizza Group, sem rekur m.a. útibúin á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð, losa sig við reksturinn. Þeir sögðust hreinlega ekki vera „besti eigandi þessara fyrirtækja“ og leita því kaupanda. Ekki er vitað hvort reksturinn verður hlutaður niður, íslenski anginn seldur sér t.d., eða hvort nýir eigendur muni kaupa allan pakkann. Líklegast þykir að Bandaríkjamenn eða Ástralir taki við rekstri Domino's í Norður-Evrópu, eða heimamenn sem þekkja markaðina betur. Hér að neðan má sjá fyrrnefnda umfjöllun CNBC.
Veitingastaðir Tengdar fréttir Í sterkri stöðu eftir söluna á Domino's Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, var með 3 milljarða króna eigið fé í lok síðasta árs. 23. október 2019 06:15 Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01 Reksturinn á Íslandi gengur sinn vanagang Rekstur Domino's á Íslandi mun áfram ganga sinn vanagang þrátt fyrir fyrirhugaða sölu Domino's Pizza Group, eiganda Domino's á Íslandi, á rekstrinum. 17. október 2019 12:42 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Í sterkri stöðu eftir söluna á Domino's Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, var með 3 milljarða króna eigið fé í lok síðasta árs. 23. október 2019 06:15
Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01
Reksturinn á Íslandi gengur sinn vanagang Rekstur Domino's á Íslandi mun áfram ganga sinn vanagang þrátt fyrir fyrirhugaða sölu Domino's Pizza Group, eiganda Domino's á Íslandi, á rekstrinum. 17. október 2019 12:42