Noregskonungur áfram á sjúkrahúsi Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2020 21:42 Haraldur Noregskonungur þegar hann kom til jólamessu í kapellunni á Holmenkollen í Osló á jóladag. Mynd/Konungshöllin, Sven Gj. Gjeruldsen. Haraldur fimmti Noregskonungur verður áfram á sjúkrahúsi í Osló að minnsta kosti fram yfir helgi. „Konungur var lagður inn á Ríkisspítalann vegna svima. Hann er á batavegi og búist er við að hann verði útskrifaður í næstu viku,“ sagði í stuttri tilkynningu norsku konungshallarinnar nú síðdegis. Í tilkynningu hallarinnar á miðvikudag hafði verið vonast til að konungur yrði útskrifaður fyrir helgi, - það er í dag. Jafnframt var þá sagt að enginn alvarlegur sjúkdómur hefði greinst. Haraldur tók ekki þátt í opnunarathöfn Johan Sverdrup-olíusvæðisins í Norðursjó fyrr í vikunni, eins og áformað hafði verið. Kom það því í hlut Ernu Solberg forsætisráðherra að gangsetja svæðið formlega, eins og fram kom á Stöð 2. Sjá hér: Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Hákon krónprins gegnir konunglegum skyldum í veikindaforföllum föður síns. Myndin er frá árinu 2016.Mynd/Konungshöllin, Jørgen Gomnæs. Tilkynnt var í fyrradag að konungur yrði í veikindaleyfi í tvær vikur. Hákon krónprins sinnir konunglegum skyldum í forföllum föður síns. Þannig stýrði krónprinsinn fundi ríkisráðs Noregs í dag. Konungur var einnig frá störfum í desember, þá vegna veirusýkingar. Þá stóð til að konungur myndi fylgjast með leik Noregs og Bosníu-Hersegóvínu í Evrópukeppninni í handbolta í Þrándheimi síðdegis. Krónprinsinn mætti í staðinn á leikinn og sá norska liðið fagna sigri. Fyrir fimmtán árum gekkst Haraldur undir tvær hjartaaðgerðir með skömmu millibili og var þá meðal annars skipt um hjartaloku. Tveimur árum fyrr var hann skorinn upp vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Haraldur verður 83 ára í næsta mánuði. Hann tók við konungdómi við andlát föður síns, Ólafs fimmta Noregskonungs, þann 17. janúar árið 1991, en margir minnast þess að sama dag hófust Heklugos og Persaflóastríð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá óvæntri skyndiheimsókn Haraldar til Íslands árið 2015. Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Útför Ara Behn gerð frá dómkirkjunni í Osló Norski rithöfundurinn Ari Behn, fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs, er jarðsunginn í dag en hann svipti sig lífi á jóladag. 3. janúar 2020 13:23 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Noregskonungur óvænt í Njarðvík Haraldur Noregskonungur skoðaði víkingaskipið Íslending í fylgd forseta Íslands í Njarðvík nú síðdegis. 20. maí 2015 18:45 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Haraldur fimmti Noregskonungur verður áfram á sjúkrahúsi í Osló að minnsta kosti fram yfir helgi. „Konungur var lagður inn á Ríkisspítalann vegna svima. Hann er á batavegi og búist er við að hann verði útskrifaður í næstu viku,“ sagði í stuttri tilkynningu norsku konungshallarinnar nú síðdegis. Í tilkynningu hallarinnar á miðvikudag hafði verið vonast til að konungur yrði útskrifaður fyrir helgi, - það er í dag. Jafnframt var þá sagt að enginn alvarlegur sjúkdómur hefði greinst. Haraldur tók ekki þátt í opnunarathöfn Johan Sverdrup-olíusvæðisins í Norðursjó fyrr í vikunni, eins og áformað hafði verið. Kom það því í hlut Ernu Solberg forsætisráðherra að gangsetja svæðið formlega, eins og fram kom á Stöð 2. Sjá hér: Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Hákon krónprins gegnir konunglegum skyldum í veikindaforföllum föður síns. Myndin er frá árinu 2016.Mynd/Konungshöllin, Jørgen Gomnæs. Tilkynnt var í fyrradag að konungur yrði í veikindaleyfi í tvær vikur. Hákon krónprins sinnir konunglegum skyldum í forföllum föður síns. Þannig stýrði krónprinsinn fundi ríkisráðs Noregs í dag. Konungur var einnig frá störfum í desember, þá vegna veirusýkingar. Þá stóð til að konungur myndi fylgjast með leik Noregs og Bosníu-Hersegóvínu í Evrópukeppninni í handbolta í Þrándheimi síðdegis. Krónprinsinn mætti í staðinn á leikinn og sá norska liðið fagna sigri. Fyrir fimmtán árum gekkst Haraldur undir tvær hjartaaðgerðir með skömmu millibili og var þá meðal annars skipt um hjartaloku. Tveimur árum fyrr var hann skorinn upp vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Haraldur verður 83 ára í næsta mánuði. Hann tók við konungdómi við andlát föður síns, Ólafs fimmta Noregskonungs, þann 17. janúar árið 1991, en margir minnast þess að sama dag hófust Heklugos og Persaflóastríð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá óvæntri skyndiheimsókn Haraldar til Íslands árið 2015.
Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Útför Ara Behn gerð frá dómkirkjunni í Osló Norski rithöfundurinn Ari Behn, fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs, er jarðsunginn í dag en hann svipti sig lífi á jóladag. 3. janúar 2020 13:23 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Noregskonungur óvænt í Njarðvík Haraldur Noregskonungur skoðaði víkingaskipið Íslending í fylgd forseta Íslands í Njarðvík nú síðdegis. 20. maí 2015 18:45 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Útför Ara Behn gerð frá dómkirkjunni í Osló Norski rithöfundurinn Ari Behn, fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs, er jarðsunginn í dag en hann svipti sig lífi á jóladag. 3. janúar 2020 13:23
Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15
Noregskonungur óvænt í Njarðvík Haraldur Noregskonungur skoðaði víkingaskipið Íslending í fylgd forseta Íslands í Njarðvík nú síðdegis. 20. maí 2015 18:45