Noregskonungur áfram á sjúkrahúsi Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2020 21:42 Haraldur Noregskonungur þegar hann kom til jólamessu í kapellunni á Holmenkollen í Osló á jóladag. Mynd/Konungshöllin, Sven Gj. Gjeruldsen. Haraldur fimmti Noregskonungur verður áfram á sjúkrahúsi í Osló að minnsta kosti fram yfir helgi. „Konungur var lagður inn á Ríkisspítalann vegna svima. Hann er á batavegi og búist er við að hann verði útskrifaður í næstu viku,“ sagði í stuttri tilkynningu norsku konungshallarinnar nú síðdegis. Í tilkynningu hallarinnar á miðvikudag hafði verið vonast til að konungur yrði útskrifaður fyrir helgi, - það er í dag. Jafnframt var þá sagt að enginn alvarlegur sjúkdómur hefði greinst. Haraldur tók ekki þátt í opnunarathöfn Johan Sverdrup-olíusvæðisins í Norðursjó fyrr í vikunni, eins og áformað hafði verið. Kom það því í hlut Ernu Solberg forsætisráðherra að gangsetja svæðið formlega, eins og fram kom á Stöð 2. Sjá hér: Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Hákon krónprins gegnir konunglegum skyldum í veikindaforföllum föður síns. Myndin er frá árinu 2016.Mynd/Konungshöllin, Jørgen Gomnæs. Tilkynnt var í fyrradag að konungur yrði í veikindaleyfi í tvær vikur. Hákon krónprins sinnir konunglegum skyldum í forföllum föður síns. Þannig stýrði krónprinsinn fundi ríkisráðs Noregs í dag. Konungur var einnig frá störfum í desember, þá vegna veirusýkingar. Þá stóð til að konungur myndi fylgjast með leik Noregs og Bosníu-Hersegóvínu í Evrópukeppninni í handbolta í Þrándheimi síðdegis. Krónprinsinn mætti í staðinn á leikinn og sá norska liðið fagna sigri. Fyrir fimmtán árum gekkst Haraldur undir tvær hjartaaðgerðir með skömmu millibili og var þá meðal annars skipt um hjartaloku. Tveimur árum fyrr var hann skorinn upp vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Haraldur verður 83 ára í næsta mánuði. Hann tók við konungdómi við andlát föður síns, Ólafs fimmta Noregskonungs, þann 17. janúar árið 1991, en margir minnast þess að sama dag hófust Heklugos og Persaflóastríð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá óvæntri skyndiheimsókn Haraldar til Íslands árið 2015. Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Útför Ara Behn gerð frá dómkirkjunni í Osló Norski rithöfundurinn Ari Behn, fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs, er jarðsunginn í dag en hann svipti sig lífi á jóladag. 3. janúar 2020 13:23 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Noregskonungur óvænt í Njarðvík Haraldur Noregskonungur skoðaði víkingaskipið Íslending í fylgd forseta Íslands í Njarðvík nú síðdegis. 20. maí 2015 18:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Haraldur fimmti Noregskonungur verður áfram á sjúkrahúsi í Osló að minnsta kosti fram yfir helgi. „Konungur var lagður inn á Ríkisspítalann vegna svima. Hann er á batavegi og búist er við að hann verði útskrifaður í næstu viku,“ sagði í stuttri tilkynningu norsku konungshallarinnar nú síðdegis. Í tilkynningu hallarinnar á miðvikudag hafði verið vonast til að konungur yrði útskrifaður fyrir helgi, - það er í dag. Jafnframt var þá sagt að enginn alvarlegur sjúkdómur hefði greinst. Haraldur tók ekki þátt í opnunarathöfn Johan Sverdrup-olíusvæðisins í Norðursjó fyrr í vikunni, eins og áformað hafði verið. Kom það því í hlut Ernu Solberg forsætisráðherra að gangsetja svæðið formlega, eins og fram kom á Stöð 2. Sjá hér: Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Hákon krónprins gegnir konunglegum skyldum í veikindaforföllum föður síns. Myndin er frá árinu 2016.Mynd/Konungshöllin, Jørgen Gomnæs. Tilkynnt var í fyrradag að konungur yrði í veikindaleyfi í tvær vikur. Hákon krónprins sinnir konunglegum skyldum í forföllum föður síns. Þannig stýrði krónprinsinn fundi ríkisráðs Noregs í dag. Konungur var einnig frá störfum í desember, þá vegna veirusýkingar. Þá stóð til að konungur myndi fylgjast með leik Noregs og Bosníu-Hersegóvínu í Evrópukeppninni í handbolta í Þrándheimi síðdegis. Krónprinsinn mætti í staðinn á leikinn og sá norska liðið fagna sigri. Fyrir fimmtán árum gekkst Haraldur undir tvær hjartaaðgerðir með skömmu millibili og var þá meðal annars skipt um hjartaloku. Tveimur árum fyrr var hann skorinn upp vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Haraldur verður 83 ára í næsta mánuði. Hann tók við konungdómi við andlát föður síns, Ólafs fimmta Noregskonungs, þann 17. janúar árið 1991, en margir minnast þess að sama dag hófust Heklugos og Persaflóastríð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá óvæntri skyndiheimsókn Haraldar til Íslands árið 2015.
Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Útför Ara Behn gerð frá dómkirkjunni í Osló Norski rithöfundurinn Ari Behn, fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs, er jarðsunginn í dag en hann svipti sig lífi á jóladag. 3. janúar 2020 13:23 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Noregskonungur óvænt í Njarðvík Haraldur Noregskonungur skoðaði víkingaskipið Íslending í fylgd forseta Íslands í Njarðvík nú síðdegis. 20. maí 2015 18:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Útför Ara Behn gerð frá dómkirkjunni í Osló Norski rithöfundurinn Ari Behn, fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs, er jarðsunginn í dag en hann svipti sig lífi á jóladag. 3. janúar 2020 13:23
Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15
Noregskonungur óvænt í Njarðvík Haraldur Noregskonungur skoðaði víkingaskipið Íslending í fylgd forseta Íslands í Njarðvík nú síðdegis. 20. maí 2015 18:45