Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er á leið aftur til Ítalíu ef marka má ítalska blaðamanninn Gianluca Di Marzio.
Birkir lék frá október til desember í Katar undir stjórn Heimis Hallgrímssonar en hans samningur þar er runninn út og nú leitar hann sér að nýju liði.
Gianluca greinir frá því að allar líkur eru á því að Birkir semji við Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni en hann hefur áður leikið á Ítalíu.
Former Villa man Birkir Bjarnason has options at the end of the month.
— Aston Villa News (@AVFC_News) January 10, 2020
A return to Italy could be on the cards.https://t.co/gcxEsiwMc4
Hann lék fyrir Pescara og Sampdoria áður en hann hélt til Sviss þar sem hann vann svissneska meistaratitilinn með Basel.
Birkir var leystur undan samningi hjá Aston Villa síðasta sumar en það er ekki bara áhugi frá Ítalíu á Birki því lið úr frönsku deildinni og af Norðurlöndunum hafa áhuga.
Genoa er í 18. sæti deildarinnar með 14 stig.
#Genoa, in arrivo Birkir #Bjarnason : ex #Sampdoria e #Pescara è lui il nuovo rinforzo a centrocampo per #Nicola, giocatore atteso in Italia tra domani e sabato. Tutto su @SkySport e @DiMarzio#calciomercato
— Marco Bovicelli (@MarcoBovicelli) January 9, 2020