Hafnar friðaráætlun Trump: „Jerúsalem er ekki til sölu“ Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2020 10:19 Mahmoud Abbas segir ómögulegt fyrir Palestínumenn að samþykkja palestínskt ríki þar sem Jerúsalem yrði ekki höfuðborg. Getty Palestínumenn hafa hafnað nýrri friðaráætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir Miðausturlönd og kallað hana „samsæri“. Áætlun Trump gerir ráð fyrir palestínsku ríki og að Palestínumenn viðurkenni fullveldi Ísraela á landnámsbyggðum á Vesturbakkanum. Jerúsalem yrði „óskipt“ höfuðborg Ísraela, en höfuðborg Palestínumanna myndi „innihalda svæði í Austur-Jerúsalem“ líkt og segir í áætluninni. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagði Jerúsalem ekki vera til sölu, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við áætlun Bandaríkjaforseta. „Réttindi okkar eru ekki til sölu og ekki hægt að semja um.“ Mögulega síðasti séns Palestínumanna Þúsundir Palestínumanna hafa mótmælt á Gasaströndinni eftir að Trump kynnti friðaráætlun sína í gær. Hefur ísraelskt herlið verið kallað út á Vesturbakkann til að styðja við bakið á lögreglu. Sjá einnig: Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Jared Kushner, tengdasonur Trump, leiddi vinnuna við smíði áætlunarinnar, sem ætlað var að leysa eina langvinnustu deilu alþjóðastjórnmála. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, stóð við hlið Trump þar sem hann kynnti áætlunina og sagði Trump áætlunina mögulega vera síðasta tækifæri Palestínumanna til að öðlast sjálfstætt ríki. Ómögulegt að samþykkja Um 400 þúsund gyðingar búa nú í landnemabyggðum Ísraela á Vesturbakkanum og um 200 þúsund í austurhluta Jerúsalem. Byggðirnar eru álitnar ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum þó að Ísraelsmenn hafni því. Abbas sagði það vera ómögulegt fyrir alla Palestínumenn – araba, múslima og kristna – að samþykkja palestínskt ríki án þess að Jerúsalem yrði höfuðborg þess. Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti friðaráætlun sína varðandi Mið-Austurlönd fyrir skömmu. 28. janúar 2020 17:57 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Palestínumenn hafa hafnað nýrri friðaráætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir Miðausturlönd og kallað hana „samsæri“. Áætlun Trump gerir ráð fyrir palestínsku ríki og að Palestínumenn viðurkenni fullveldi Ísraela á landnámsbyggðum á Vesturbakkanum. Jerúsalem yrði „óskipt“ höfuðborg Ísraela, en höfuðborg Palestínumanna myndi „innihalda svæði í Austur-Jerúsalem“ líkt og segir í áætluninni. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagði Jerúsalem ekki vera til sölu, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við áætlun Bandaríkjaforseta. „Réttindi okkar eru ekki til sölu og ekki hægt að semja um.“ Mögulega síðasti séns Palestínumanna Þúsundir Palestínumanna hafa mótmælt á Gasaströndinni eftir að Trump kynnti friðaráætlun sína í gær. Hefur ísraelskt herlið verið kallað út á Vesturbakkann til að styðja við bakið á lögreglu. Sjá einnig: Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Jared Kushner, tengdasonur Trump, leiddi vinnuna við smíði áætlunarinnar, sem ætlað var að leysa eina langvinnustu deilu alþjóðastjórnmála. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, stóð við hlið Trump þar sem hann kynnti áætlunina og sagði Trump áætlunina mögulega vera síðasta tækifæri Palestínumanna til að öðlast sjálfstætt ríki. Ómögulegt að samþykkja Um 400 þúsund gyðingar búa nú í landnemabyggðum Ísraela á Vesturbakkanum og um 200 þúsund í austurhluta Jerúsalem. Byggðirnar eru álitnar ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum þó að Ísraelsmenn hafni því. Abbas sagði það vera ómögulegt fyrir alla Palestínumenn – araba, múslima og kristna – að samþykkja palestínskt ríki án þess að Jerúsalem yrði höfuðborg þess.
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti friðaráætlun sína varðandi Mið-Austurlönd fyrir skömmu. 28. janúar 2020 17:57 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti friðaráætlun sína varðandi Mið-Austurlönd fyrir skömmu. 28. janúar 2020 17:57