Hafnar friðaráætlun Trump: „Jerúsalem er ekki til sölu“ Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2020 10:19 Mahmoud Abbas segir ómögulegt fyrir Palestínumenn að samþykkja palestínskt ríki þar sem Jerúsalem yrði ekki höfuðborg. Getty Palestínumenn hafa hafnað nýrri friðaráætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir Miðausturlönd og kallað hana „samsæri“. Áætlun Trump gerir ráð fyrir palestínsku ríki og að Palestínumenn viðurkenni fullveldi Ísraela á landnámsbyggðum á Vesturbakkanum. Jerúsalem yrði „óskipt“ höfuðborg Ísraela, en höfuðborg Palestínumanna myndi „innihalda svæði í Austur-Jerúsalem“ líkt og segir í áætluninni. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagði Jerúsalem ekki vera til sölu, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við áætlun Bandaríkjaforseta. „Réttindi okkar eru ekki til sölu og ekki hægt að semja um.“ Mögulega síðasti séns Palestínumanna Þúsundir Palestínumanna hafa mótmælt á Gasaströndinni eftir að Trump kynnti friðaráætlun sína í gær. Hefur ísraelskt herlið verið kallað út á Vesturbakkann til að styðja við bakið á lögreglu. Sjá einnig: Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Jared Kushner, tengdasonur Trump, leiddi vinnuna við smíði áætlunarinnar, sem ætlað var að leysa eina langvinnustu deilu alþjóðastjórnmála. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, stóð við hlið Trump þar sem hann kynnti áætlunina og sagði Trump áætlunina mögulega vera síðasta tækifæri Palestínumanna til að öðlast sjálfstætt ríki. Ómögulegt að samþykkja Um 400 þúsund gyðingar búa nú í landnemabyggðum Ísraela á Vesturbakkanum og um 200 þúsund í austurhluta Jerúsalem. Byggðirnar eru álitnar ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum þó að Ísraelsmenn hafni því. Abbas sagði það vera ómögulegt fyrir alla Palestínumenn – araba, múslima og kristna – að samþykkja palestínskt ríki án þess að Jerúsalem yrði höfuðborg þess. Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti friðaráætlun sína varðandi Mið-Austurlönd fyrir skömmu. 28. janúar 2020 17:57 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Palestínumenn hafa hafnað nýrri friðaráætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir Miðausturlönd og kallað hana „samsæri“. Áætlun Trump gerir ráð fyrir palestínsku ríki og að Palestínumenn viðurkenni fullveldi Ísraela á landnámsbyggðum á Vesturbakkanum. Jerúsalem yrði „óskipt“ höfuðborg Ísraela, en höfuðborg Palestínumanna myndi „innihalda svæði í Austur-Jerúsalem“ líkt og segir í áætluninni. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagði Jerúsalem ekki vera til sölu, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við áætlun Bandaríkjaforseta. „Réttindi okkar eru ekki til sölu og ekki hægt að semja um.“ Mögulega síðasti séns Palestínumanna Þúsundir Palestínumanna hafa mótmælt á Gasaströndinni eftir að Trump kynnti friðaráætlun sína í gær. Hefur ísraelskt herlið verið kallað út á Vesturbakkann til að styðja við bakið á lögreglu. Sjá einnig: Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Jared Kushner, tengdasonur Trump, leiddi vinnuna við smíði áætlunarinnar, sem ætlað var að leysa eina langvinnustu deilu alþjóðastjórnmála. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, stóð við hlið Trump þar sem hann kynnti áætlunina og sagði Trump áætlunina mögulega vera síðasta tækifæri Palestínumanna til að öðlast sjálfstætt ríki. Ómögulegt að samþykkja Um 400 þúsund gyðingar búa nú í landnemabyggðum Ísraela á Vesturbakkanum og um 200 þúsund í austurhluta Jerúsalem. Byggðirnar eru álitnar ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum þó að Ísraelsmenn hafni því. Abbas sagði það vera ómögulegt fyrir alla Palestínumenn – araba, múslima og kristna – að samþykkja palestínskt ríki án þess að Jerúsalem yrði höfuðborg þess.
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti friðaráætlun sína varðandi Mið-Austurlönd fyrir skömmu. 28. janúar 2020 17:57 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti friðaráætlun sína varðandi Mið-Austurlönd fyrir skömmu. 28. janúar 2020 17:57