Aston Villa er komið í úrslitaleik enska deildarbikarsins eftir 2-1 sigur á Leicester í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld.
WEMBLEY-BOUND!
— KingFut.com (@King_Fut) January 28, 2020
's @Trezeguet celebrating with the Villa fans after sending @AVFCOfficial through to the #CarabaoCup final. #AVFCpic.twitter.com/S33dSiwm9R
Leicester var mikið sterkari aðilinn í fyrri leik liðanna en staðan var þó jöfn fyrir leik kvöldsins, 1-1.
Aftur voru það Leicester sem voru sterkari aðilinn. Þeir þjörmuðu að marki Villa en hinn norski Oerjan Haaskjold Nyland var vel á verði í markinu.
Það voru heimamenn í Villa sem komust yfir á tólftu mínútu. Matt Targett skoraði þá eftir laglegan undirbúning Jack Grealish og Villa 1-0 yfir í hálfleik.
Kelechi Iheanacho jafnaði metin á 72. mínútu og allt stefndi í framlengingu þegar varamaðurinn Trezeguet skoraði sigurmarkið á 93. mínútu.
Trezeguet's dramatic injury-time winner fired Aston Villa into the Carabao Cup final with victory over Leicester.
— BBC Sport (@BBCSport) January 28, 2020
Report: https://t.co/SqmUe1Hkff#AVLEI#AVFC#LCFC#bbcfootballpic.twitter.com/VUN6lJh21u
Allt ætlaði um koll að keyra á Villa Park þegar flautað var til leiksloka en áhorfendurnir hlupu inn á völlinn.
Villa mætir annað hvort Man. City eða Man. United í úrslitaleiknum en þau mætast aftur annað kvöld. City leiðir 3-1 eftir fyrri leikinn.