Meira laust en síðustu sumur Karl Lúðvíksson skrifar 28. janúar 2020 09:00 Nú eru ekki nema rétt tveir mánuðir þangað til veiðin hefst á nýjan leik en tímabilið hefst að venju 1. apríl og það er óhætt að segja að veiðimenn séu að koma sér í gírinn. Þessa dagana er framboð veiðileyfa að skýrast og það sem helst verður eftir tekið er að það er meira laust í laxveiðiárnar en fyrir síðasta sumar. Ekki að það séu einhver ósköp en þó nóg til að taka eftir því. Þetta skýrist að hluta til vegna þess að veiðileyfasalar finna að einhverju leiti fyrir því að eftirspurn frá Bretlandi er að einhverju leiti minni og ástæðan fyrir því gæti verið Brexit en líka að margir eru bara búnir að segja stop við verðum sem leyfin eru komin í hér á landi. Önnur skýring er líka sú, og staðfest, að margir af erlendu veiðimönnunum eru farnir að taka upp þann sér íslenska sið að bíða bara rólegir og sjá hvernig sumarið fer af stað og bóka þá enda situr sumarið 2019 ansi vel í mönnum og minning um aflabrest og þurrka verður líklega seint þurrkuð úr minni. Það er svo sem engin nýlunda að Íslendingar fylgjast mjög vel með framboði veiðileyfa og eftir jafn slök sumur og í fyrra eru margir sem bíða bara rólegir og bóka þegar nær dregur og nasaþefurinn af því hvernig göngurnar verða farin að koma fram. Þessi hegðun á þó alls ekki við þegar silungsveiðin er annars vegar en vinsældir bestu svæðana eru bara að aukast og það mátti t.d. sjá á kynningarkvöldi SVFR á Laxá í Mý og Laxárdal en á það kvöld mættu líklega vel yfir 200 manns. Sá áhugi endurspeglar vel að það eru líka margir veiðimenn, jafnt innlendir sem erlendir, farnir að snúa sér í auknum mæli að silungsveiði enda þykir mörgum verðin í laxveiðina vera komin upp í rjáfur. Stangveiði Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Henrik Mortensen með kastsýningu hjá SVFR í kvöld. Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Mjög gott í Langá Veiði
Nú eru ekki nema rétt tveir mánuðir þangað til veiðin hefst á nýjan leik en tímabilið hefst að venju 1. apríl og það er óhætt að segja að veiðimenn séu að koma sér í gírinn. Þessa dagana er framboð veiðileyfa að skýrast og það sem helst verður eftir tekið er að það er meira laust í laxveiðiárnar en fyrir síðasta sumar. Ekki að það séu einhver ósköp en þó nóg til að taka eftir því. Þetta skýrist að hluta til vegna þess að veiðileyfasalar finna að einhverju leiti fyrir því að eftirspurn frá Bretlandi er að einhverju leiti minni og ástæðan fyrir því gæti verið Brexit en líka að margir eru bara búnir að segja stop við verðum sem leyfin eru komin í hér á landi. Önnur skýring er líka sú, og staðfest, að margir af erlendu veiðimönnunum eru farnir að taka upp þann sér íslenska sið að bíða bara rólegir og sjá hvernig sumarið fer af stað og bóka þá enda situr sumarið 2019 ansi vel í mönnum og minning um aflabrest og þurrka verður líklega seint þurrkuð úr minni. Það er svo sem engin nýlunda að Íslendingar fylgjast mjög vel með framboði veiðileyfa og eftir jafn slök sumur og í fyrra eru margir sem bíða bara rólegir og bóka þegar nær dregur og nasaþefurinn af því hvernig göngurnar verða farin að koma fram. Þessi hegðun á þó alls ekki við þegar silungsveiðin er annars vegar en vinsældir bestu svæðana eru bara að aukast og það mátti t.d. sjá á kynningarkvöldi SVFR á Laxá í Mý og Laxárdal en á það kvöld mættu líklega vel yfir 200 manns. Sá áhugi endurspeglar vel að það eru líka margir veiðimenn, jafnt innlendir sem erlendir, farnir að snúa sér í auknum mæli að silungsveiði enda þykir mörgum verðin í laxveiðina vera komin upp í rjáfur.
Stangveiði Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Henrik Mortensen með kastsýningu hjá SVFR í kvöld. Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Mjög gott í Langá Veiði