Hnefaleikaskipuleggjandinn Eddie Hearn ætlar að bjóða upp á boxbardaga á sama stað og þeir Muhammad Ali og George Foreman mættust í sögulegum bardaga árið 1974.
Eddie Hearn er í viðræðum um að Anthony Joshua berjist á þessum stað en bardagi Muhammad Ali og Foreman var kallaður „Rumble in the Jungle.“
Keppnisstaðurinn er í Kinshasa sem er höfuðborg Austur-Kongó í Afríku.
"That's special, that's legacy. That's career defining."
— BBC Sport (@BBCSport) January 28, 2020
Eddie Hearn says they are in talks to organise an Anthony Joshua fight at the legendary site of Rumble in the Jungle.
https://t.co/sQUFzENgw7pic.twitter.com/6yaMR47Xzu
Muhammad Ali kom öllum á óvart með því að rota George Foreman í bardagnum fræga fyrir að verða 46 árum síðan.
„Þetta er líklega frægasti vettvangur og bardagi boxsögunnar,“ sagði Eddie Hearn við breska ríkisútvarpið.
„Austur-Kongó ætlar sér að gera upp leikvanginn. Það væri sérstakt því þarna er arfleið. Þarna verða ferlar manna til,“ sagði Eddie Hearn.
„Það hafa farið fram fundir um þetta. Hann [Joshua] vill búa til sína arfleið innan hnefaleikanna. Þegar við skoðum ferilskrá hans þá hefur hann barist alls staðar í heiminum eins og í Bretland, Madison Square Garden og í Sádí Arabíu,“ sagði Eddie Hearn og bætti við:
„Ef hann bætir Afríku, Kína og Austurlöndum fjær á skrána sína þá er hann orðin stjarna á heimsvísu. Hann hefur engan áhuga á því en vill skrifa söguna,“ sagði Hearn.
Anthony Joshua endurheimti heimsmeistaratitil sinn með sigri á Andy Ruiz Jr í Sádí Arabíu í desember. Næsti bardagi hans verður væntanlega í Bretlandi og Búlgarinn Kubrat Pulev er líklegur andstæðingur þar.
Emirates Stadium, Tottenham Hotspur Stadium, Ólympíuleikvangurinn, Millennium Stadium og Twickenham eru sagðir vera kandídatar í að halda þann bardaga og það er því búist við miklum áhuga á næsta bardaga Anthony Joshua í heimalandi hans.