Það er flott dagskrá á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld en þrjár beinar útsendingar eru á dagskránni.
Aston Villa og Leicester mætast í síðari leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli en sigurvegarinn mætir Man. City eða Man. Utd í úrslitaleiknum.
Olís-deildin hefst svo aftur eftir langt frí og er því boðið upp á tvíhöfða á skjám landsmanna í kvöld.
ÍBV er í 6. sætinu með 16 stig en Valur er í þriðja sætinu með 19 stig. Valur vann átta leiki í röð fyrir hléið.
Í síðari leik kvöldsins mætast svo Afturelding og FH. Afturelding var eitt besta liðið fyrir áramót og er liðið í 2. sætinu með 22 stig en Fimleikafélagið er í sjöunda sætinu með 16 stig.
Beinar útsendingar dagsins:
18.20 ÍBV - Valur (Stöð 2 Sport)
19.40 Aston Villa - Leicester (Stöð 2 Sport 2)
20.00 Afturelding - FH (Stöð 2 Sport)
Allar beinu útsendingar næstu daga má sjá hér.
Í beinni í dag: Olís-deildin snýr aftur með tvíhöfða og undanúrslit á Englandi
