„Stöndum öll saman og hjálpumst að ef eitthvað gerist“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. janúar 2020 19:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hægt að bregðast hratt við ef til eldgoss við Svartsengi kemur. Unnið hafi verið að því að samhæfa alla viðbragðsaðila og efla vöktun á svæðinu. „Það er búið að vera með mikla samhæfingu núna eftir að vart var við þetta landris þannig að ég tel að við séum vel í stakk búin að mæta því ef eitthvað gerist,“ segir Katrín. Katrín segir að mikilvægt nú að miðla upplýsingum um stöðuna og breytingar sem verða á henni til allra sem á þurfa. „Það sjálfsögðu er það óhugnanlegt að búa við hliðin á eldfjalli sem getur gosið en um leið erum við með mikla vitneskju um hvernig þetta getur þróast og þess vegna einmitt legg ég áherslu á þessa upplýsingamiðlun. Ég heyrði í bæjarstjóranum í Grindavík núna fyrir íbúafundinn og ég veit að þau leggja mikla áherslu á það líka að halda öllum í bænum mjög vel upplýstum um möguleikana í stöðunni. Þannig að ég held að í þessu tilfelli eins og í öðrum þegar við náttúruna á Íslandi er að eiga þá skiptir mestu máli að muna að við erum eitt samfélag og við stöndum öll saman og hjálpumst að ef eitthvað gerist,“ segir Katrín. Hún segir Isavia og flugrekstraraðila fylgjast vel með jarðhræringunum og þróun þeirra. Hún á þó ekki von á að miklar raskanir verði á flugi ef það fer að gjósa. „Ég hef ekki skilið okkar vísindamenn þannig en eins og ég segi það eru þeir sem þekkja þetta best í raun og veru hver áhrifin geta orðið og hvort yfirhöfuð það kemur eldgos því þeir líka benda á það er alls ekki líklegast í stöðunni eins og hún er núna,“ segir Katrín. Þá segir hún fylgjast vel með þróuninni á svæðinu. „Í svona kringumstæðum gildir náttúrulega að vera í viðbragðsstöðu og halda og auka og efla vöktun eins og við erum að gera og tryggja það að ef eitthvað gerist þá séum við öll tilbúin til að bregðast við og standa saman í því,“ segir Katrín. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. 27. janúar 2020 13:15 „Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58 Bæjarstjórinn lýsir ótta og kvíða í Grindavík Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. 27. janúar 2020 13:56 Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27 Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hægt að bregðast hratt við ef til eldgoss við Svartsengi kemur. Unnið hafi verið að því að samhæfa alla viðbragðsaðila og efla vöktun á svæðinu. „Það er búið að vera með mikla samhæfingu núna eftir að vart var við þetta landris þannig að ég tel að við séum vel í stakk búin að mæta því ef eitthvað gerist,“ segir Katrín. Katrín segir að mikilvægt nú að miðla upplýsingum um stöðuna og breytingar sem verða á henni til allra sem á þurfa. „Það sjálfsögðu er það óhugnanlegt að búa við hliðin á eldfjalli sem getur gosið en um leið erum við með mikla vitneskju um hvernig þetta getur þróast og þess vegna einmitt legg ég áherslu á þessa upplýsingamiðlun. Ég heyrði í bæjarstjóranum í Grindavík núna fyrir íbúafundinn og ég veit að þau leggja mikla áherslu á það líka að halda öllum í bænum mjög vel upplýstum um möguleikana í stöðunni. Þannig að ég held að í þessu tilfelli eins og í öðrum þegar við náttúruna á Íslandi er að eiga þá skiptir mestu máli að muna að við erum eitt samfélag og við stöndum öll saman og hjálpumst að ef eitthvað gerist,“ segir Katrín. Hún segir Isavia og flugrekstraraðila fylgjast vel með jarðhræringunum og þróun þeirra. Hún á þó ekki von á að miklar raskanir verði á flugi ef það fer að gjósa. „Ég hef ekki skilið okkar vísindamenn þannig en eins og ég segi það eru þeir sem þekkja þetta best í raun og veru hver áhrifin geta orðið og hvort yfirhöfuð það kemur eldgos því þeir líka benda á það er alls ekki líklegast í stöðunni eins og hún er núna,“ segir Katrín. Þá segir hún fylgjast vel með þróuninni á svæðinu. „Í svona kringumstæðum gildir náttúrulega að vera í viðbragðsstöðu og halda og auka og efla vöktun eins og við erum að gera og tryggja það að ef eitthvað gerist þá séum við öll tilbúin til að bregðast við og standa saman í því,“ segir Katrín.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. 27. janúar 2020 13:15 „Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58 Bæjarstjórinn lýsir ótta og kvíða í Grindavík Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. 27. janúar 2020 13:56 Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27 Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. 27. janúar 2020 13:15
„Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58
Bæjarstjórinn lýsir ótta og kvíða í Grindavík Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. 27. janúar 2020 13:56
Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27
Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57