Skúli og aðrir stjórnendur WOW krafðir um milljarðaskaðabætur Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2020 09:21 WOW air varð gjaldþrota þann 28. mars 2018. Vísir/Vilhelm Hópur skuldabréfaeiganda krefst þess að stjórn og forstjóri hins fallna WOW air bæti þeim það tjón sem hópurinn varð fyrir við gjaldþrot félagsins í mars á síðasta ári.Morgunblaðið greinir frá þessu og kemur þar fram að í kröfubréfinu sé þess krafist að stjórnendur gangi til samninga um greiðslu bóta en hópurinn áskilur sér annars þann rétt að fara með málið fyrir dómstóla. Kröfurnar eru sagðar nema milljörðum króna.Sjá einnig: Losun frá flugi stórminnkaði eftir fall flugfélagannaKröfubréfið var sent í lok síðasta árs en við gjaldþrot WOW air urðu umrædd skuldabréf með öllu verðlaus. Grundvöllur kröfunnar er sagður vera sá að skuldabréfaeigendurnir telji að upplýsingagjöf stjórnenda í tengslum við skuldabréfaútboð árið 2018 hafi verið villandi og gefið ranga mynd af raunverulegri stöðu félagsins. Stuttu eftir gjaldþrot WOW var haft eftir lögmanni skuldabréfaeiganda að spurningar hafi vaknað hjá kröfuhöfum um það hvernig félagið gat farið í þrot innan við sex mánaðum eftir að skuldabréfaútboði félagsins lauk.Sjá einnig: Telur eðlilegt að skuldabréfaútboðið verði skoðaðHeimildir Morgunblaðsins herma að kröfu skuldabréfaeigendanna sé beint að Skúla Mogensen, forstjóra, stjórnarmanni og eiganda félagsins, Liv Bergþórsdóttur, stjórnarformanni við fall þess, Helgu Hlín Hákonardóttur lögmanni og Davíð Mássyni, flugrekanda og fjárfesti. Stjórnendum WOW gekk erfiðlega að safna fjármagni í skuldabréfaútboði sem félagið réðst í um mitt ár 2018 en tilkynnt var um það í september sama ár að tekist hefði að loka því. Í því söfnuðust alls rétt rúmar fimmtíu milljónir evra en þar af voru 25,8 milljónir frá fyrirtækjum og einstaklingum sem tengdust félaginu nánum böndum. Stjórn WOW var með stjórnendatryggingu sem er ætlað að mæta mögulegum kröfum vegna tjóns sem hún kynni að valda með störfum sínum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er umrædd tryggingafjárhæð mun lægri en fjárhæð skuldabréfaútboðsins. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðar flugtak hins nýja WOW air á næstu vikum Ef marka má stöðuuppfærslu Michelle Ballarin á LinkedIn er von á því að WOW air hefji flug á nýjan leik á næstu vikum. 8. janúar 2020 11:24 Tilkynna hugsanleg brot í rekstri WOW air Embætti héraðssaksóknara hefur borist tilkynning frá skiptastjóra þrotabús WOW air vegna hugsanlegs brots í rekstri flugélagsins. 7. janúar 2020 15:00 Losun frá flugi stórminnkaði eftir fall flugfélaganna Fall Wow air og Primera air árin 2018 og 2019 leiddi til verulegs samdráttar í losun íslenskra flugfélaga. 24. janúar 2020 20:49 Þrotabú WOW Air stefnir Icelandair fyrir brot á samkeppnislögum Þrotabú WOW Air hefur stefnt Icelandair fyrir meint brot gegn EES-samningnum og brot á samkeppnislögum. 3. janúar 2020 15:30 Árangurslaus kyrrsetning á eignum Títans hjá slitabúi WOW Eignirnar sem fundust eru allar veðsettar í Arion banka. 22. janúar 2020 07:16 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Sjá meira
Hópur skuldabréfaeiganda krefst þess að stjórn og forstjóri hins fallna WOW air bæti þeim það tjón sem hópurinn varð fyrir við gjaldþrot félagsins í mars á síðasta ári.Morgunblaðið greinir frá þessu og kemur þar fram að í kröfubréfinu sé þess krafist að stjórnendur gangi til samninga um greiðslu bóta en hópurinn áskilur sér annars þann rétt að fara með málið fyrir dómstóla. Kröfurnar eru sagðar nema milljörðum króna.Sjá einnig: Losun frá flugi stórminnkaði eftir fall flugfélagannaKröfubréfið var sent í lok síðasta árs en við gjaldþrot WOW air urðu umrædd skuldabréf með öllu verðlaus. Grundvöllur kröfunnar er sagður vera sá að skuldabréfaeigendurnir telji að upplýsingagjöf stjórnenda í tengslum við skuldabréfaútboð árið 2018 hafi verið villandi og gefið ranga mynd af raunverulegri stöðu félagsins. Stuttu eftir gjaldþrot WOW var haft eftir lögmanni skuldabréfaeiganda að spurningar hafi vaknað hjá kröfuhöfum um það hvernig félagið gat farið í þrot innan við sex mánaðum eftir að skuldabréfaútboði félagsins lauk.Sjá einnig: Telur eðlilegt að skuldabréfaútboðið verði skoðaðHeimildir Morgunblaðsins herma að kröfu skuldabréfaeigendanna sé beint að Skúla Mogensen, forstjóra, stjórnarmanni og eiganda félagsins, Liv Bergþórsdóttur, stjórnarformanni við fall þess, Helgu Hlín Hákonardóttur lögmanni og Davíð Mássyni, flugrekanda og fjárfesti. Stjórnendum WOW gekk erfiðlega að safna fjármagni í skuldabréfaútboði sem félagið réðst í um mitt ár 2018 en tilkynnt var um það í september sama ár að tekist hefði að loka því. Í því söfnuðust alls rétt rúmar fimmtíu milljónir evra en þar af voru 25,8 milljónir frá fyrirtækjum og einstaklingum sem tengdust félaginu nánum böndum. Stjórn WOW var með stjórnendatryggingu sem er ætlað að mæta mögulegum kröfum vegna tjóns sem hún kynni að valda með störfum sínum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er umrædd tryggingafjárhæð mun lægri en fjárhæð skuldabréfaútboðsins.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðar flugtak hins nýja WOW air á næstu vikum Ef marka má stöðuuppfærslu Michelle Ballarin á LinkedIn er von á því að WOW air hefji flug á nýjan leik á næstu vikum. 8. janúar 2020 11:24 Tilkynna hugsanleg brot í rekstri WOW air Embætti héraðssaksóknara hefur borist tilkynning frá skiptastjóra þrotabús WOW air vegna hugsanlegs brots í rekstri flugélagsins. 7. janúar 2020 15:00 Losun frá flugi stórminnkaði eftir fall flugfélaganna Fall Wow air og Primera air árin 2018 og 2019 leiddi til verulegs samdráttar í losun íslenskra flugfélaga. 24. janúar 2020 20:49 Þrotabú WOW Air stefnir Icelandair fyrir brot á samkeppnislögum Þrotabú WOW Air hefur stefnt Icelandair fyrir meint brot gegn EES-samningnum og brot á samkeppnislögum. 3. janúar 2020 15:30 Árangurslaus kyrrsetning á eignum Títans hjá slitabúi WOW Eignirnar sem fundust eru allar veðsettar í Arion banka. 22. janúar 2020 07:16 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Sjá meira
Boðar flugtak hins nýja WOW air á næstu vikum Ef marka má stöðuuppfærslu Michelle Ballarin á LinkedIn er von á því að WOW air hefji flug á nýjan leik á næstu vikum. 8. janúar 2020 11:24
Tilkynna hugsanleg brot í rekstri WOW air Embætti héraðssaksóknara hefur borist tilkynning frá skiptastjóra þrotabús WOW air vegna hugsanlegs brots í rekstri flugélagsins. 7. janúar 2020 15:00
Losun frá flugi stórminnkaði eftir fall flugfélaganna Fall Wow air og Primera air árin 2018 og 2019 leiddi til verulegs samdráttar í losun íslenskra flugfélaga. 24. janúar 2020 20:49
Þrotabú WOW Air stefnir Icelandair fyrir brot á samkeppnislögum Þrotabú WOW Air hefur stefnt Icelandair fyrir meint brot gegn EES-samningnum og brot á samkeppnislögum. 3. janúar 2020 15:30
Árangurslaus kyrrsetning á eignum Títans hjá slitabúi WOW Eignirnar sem fundust eru allar veðsettar í Arion banka. 22. janúar 2020 07:16