Fer Aubameyang til Barcelona eftir allt saman? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2020 23:30 Mögulega er trefillinn orsök þess að Auba vill fara til Barcelona. Vísir/Getty Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leiðinni til spænska stórveldisins Barcelona eftir allt saman. Spænskir fjölmiðlar greindu frá þessu í dag en framherjinn fljóti blés sjálfur á sögusagnir þess efnis fyrr í mánuðnum. Nú ku vera komið annað hljóð í Aubameyang. Í byrjun árs var hinn 30 ára gamli Aubameyang orðaður við spænsku meistarana eftir að það var ljóst að Luis Suarez, helsti framherji liðsins ásamt Lionel Messi og Antoine Griezmann, yrði frá í allt að fjóra mánuði. Aubameyang, fyrirliði Lundúnaliðsins, var hins vegar fljótur að gefa til kynna að hann færi ekki fet. Sögum ber ekki saman hvort Börsungar vilji fá Aubameyang á láni út tímabilið eða hvort þeir ætli sér að kaupa fyrirliðann. Eitthvað hefur víst breyst á þessum skamma tíma en Mund Deportivo telur að Auba, eins og hann er oftast kallaður, sé tilbúinn að ganga til liðs við Spánarmeistara Barcelona. Ástæðan ku vera sú að Mikael Arteta hefur engan veginn náð að snúa skelfilegu gengi liðsins við en liðið er sem stendur í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 30 stig þegar 24 umferðum er lokið. Raunar hefur Arsenal aðeins unnið tvo af síðustu 16 deildarleikjum sínum. Breyttar reglur Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gera það að verkum að Auba má spila með Barcelona í Meistaradeild Evrópu þó svo að hann hafi leikið með Arsenal í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Það er eitthvað sem heillar framherjann frá Gabon. Arsenal borgaði Borussia Dortmund tæplega 60 milljónir punda fyrir þjónustu Aubameyang í janúar 2018 og rennur sá samningur út sumarið 2021. Hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning og gæti Arsenal því misst hann frítt þegar þar að kemur. Aubameyang er eins og áður sagði orðinn fyrirliði Lundúnaliðsins ásamt því að vera þeirra helsti markaskorari. Frá því hann gekk til liðs við félagið hefur hann skorað 57 mörk og lagt upp önnur 13 í aðeins 91 leik. No player has scored more Premier League goals than Pierre-Emerick Aubameyang since he made his debut for Arsenal. Just imagine asking them if they want to loan him. pic.twitter.com/mfjQW3lv13— William Hill (@WilliamHill) January 21, 2020 Enski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leiðinni til spænska stórveldisins Barcelona eftir allt saman. Spænskir fjölmiðlar greindu frá þessu í dag en framherjinn fljóti blés sjálfur á sögusagnir þess efnis fyrr í mánuðnum. Nú ku vera komið annað hljóð í Aubameyang. Í byrjun árs var hinn 30 ára gamli Aubameyang orðaður við spænsku meistarana eftir að það var ljóst að Luis Suarez, helsti framherji liðsins ásamt Lionel Messi og Antoine Griezmann, yrði frá í allt að fjóra mánuði. Aubameyang, fyrirliði Lundúnaliðsins, var hins vegar fljótur að gefa til kynna að hann færi ekki fet. Sögum ber ekki saman hvort Börsungar vilji fá Aubameyang á láni út tímabilið eða hvort þeir ætli sér að kaupa fyrirliðann. Eitthvað hefur víst breyst á þessum skamma tíma en Mund Deportivo telur að Auba, eins og hann er oftast kallaður, sé tilbúinn að ganga til liðs við Spánarmeistara Barcelona. Ástæðan ku vera sú að Mikael Arteta hefur engan veginn náð að snúa skelfilegu gengi liðsins við en liðið er sem stendur í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 30 stig þegar 24 umferðum er lokið. Raunar hefur Arsenal aðeins unnið tvo af síðustu 16 deildarleikjum sínum. Breyttar reglur Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gera það að verkum að Auba má spila með Barcelona í Meistaradeild Evrópu þó svo að hann hafi leikið með Arsenal í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Það er eitthvað sem heillar framherjann frá Gabon. Arsenal borgaði Borussia Dortmund tæplega 60 milljónir punda fyrir þjónustu Aubameyang í janúar 2018 og rennur sá samningur út sumarið 2021. Hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning og gæti Arsenal því misst hann frítt þegar þar að kemur. Aubameyang er eins og áður sagði orðinn fyrirliði Lundúnaliðsins ásamt því að vera þeirra helsti markaskorari. Frá því hann gekk til liðs við félagið hefur hann skorað 57 mörk og lagt upp önnur 13 í aðeins 91 leik. No player has scored more Premier League goals than Pierre-Emerick Aubameyang since he made his debut for Arsenal. Just imagine asking them if they want to loan him. pic.twitter.com/mfjQW3lv13— William Hill (@WilliamHill) January 21, 2020
Enski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira