Sportpakkinn: Kannski senda þeir manni tóninn og það er bara gott Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 17:00 Sigurbjörn Bárðarson var kosinn Íþróttamaður ársins 1993. Vísir/Sigurjón Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari í hestaíþróttum valdi í dag 22 manna landsliðshóp. „Þetta er gífurlega flottur hópur,“ segir landsliðsþjálfarinn. Sigurbjörn vann á sínum tíma 13 heimsmeistaratitla og státar af 127 Íslandsmeistaratitlum. Eru þeir ekki spældir sem komast ekki í liðið? „Jú þeir naga á þröskuldinn með hnefann á lofti og telja sér misboðið að vera ekki í hópnum og það er hinn rétti andi. Kannski senda þeir manni tóninn og það er bara gott, það er keppnisskapið. Það eru margir sem eiga inngöngu inn í liðið, það er bara spurning hvernig gengið er á þeim tíma,“ sagði Sigurbjörn Bárðarson í samtali við Arnar Björnsson. Sigurbjörn er ánægður með árangurinn í fyrra. „Þetta var gífurlega góður árangur og besti árangur sem landsliðið hefur náð. Við vorum stolt með okkar lið á síðasta heimsmeistaramóti alveg til fyrirmyndar,“ sagði Sigurbjörn. Fyrsta stóra verkefni landsliðsins er Norðurlandamót og svo styttist í næsta heimsmeistaramót. „Heimsmeistaramótið er handan við hornið. Við höfum notað Norðurlandamótið til að sjá hver staðan er og bera okkur saman við Norðurlandaþjóðirnar. Við lítum á það mót sem forrétt. Við teflum ekki fram okkar sterkustu mönnum en reynum að gefa öðrum tækifæri,“ sagði Sigurbjörn. Hvernig er það með gamlan keppnismann, hvort er skemmtilegra að velja liðið eða að vera í liðinu? „Það var skemmtilegra að vera í liðinu ég var þar í langan tíma. Þetta eru fráhvarfseinkenni og minnka við að trappa sig niður og vera áfram með liðinu. Þannig að maður er í liðinu svona á ská,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá allt viðtal Arnars Björnssonar við hann hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Kannski senda þeir manni tóninn og það er bara gott Vísir/Sigurjón A-landsliðshópur LH 2020: Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, Hestamannafélaginu Herði Árni Björn Pálsson, Hestamannafélaginu Fáki Ásmundur Ernir Snorrason, Hestamannafélaginu Geysi Bergþór Eggertsson, Þýskalandi Guðmundur Björgvinsson, Hestamannafélaginu Geysi Gústaf Ásgeir Hinriksson, Hestamannafélaginu Fáki Hanna Rún Ingibergsdóttir, Hestamannafélaginu Sörla Haukur Tryggvason, Þýskalandi Helga Una Björnsdóttir, Hestamannafélaginu Þyt Hinrik Bragason, Hestamannafélaginu Fáki Hulda Gústafsdóttir, Hestamannafélaginu Fáki Jakob Svavar Sigurðsson, Hestamannafélaginu Dreyra Jóhann Skúlason, Danmörku Konráð Valur Sveinsson, Hestamannafélaginu FákiOlilAmble, Hestamannafélaginu Sleipni Ragnhildur Haraldsdóttir, Hestamannafélaginu Sleipni Siguroddur Pétursson, Hestamannafélaginu Snæfellingi Sigursteinn Sumarliðason, Hestamannafélaginu Sleipni Teitur Árnason, Hestamannafélaginu Fáki Viðar Ingólfsson, Hestamannafélaginu Fáki Þórarinn Eymundsson, Hestamannafélaginu Skagfirðingi Þórarinn Ragnarsson, Hestamannafélaginu Smára Hestar Sportpakkinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Sjá meira
Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari í hestaíþróttum valdi í dag 22 manna landsliðshóp. „Þetta er gífurlega flottur hópur,“ segir landsliðsþjálfarinn. Sigurbjörn vann á sínum tíma 13 heimsmeistaratitla og státar af 127 Íslandsmeistaratitlum. Eru þeir ekki spældir sem komast ekki í liðið? „Jú þeir naga á þröskuldinn með hnefann á lofti og telja sér misboðið að vera ekki í hópnum og það er hinn rétti andi. Kannski senda þeir manni tóninn og það er bara gott, það er keppnisskapið. Það eru margir sem eiga inngöngu inn í liðið, það er bara spurning hvernig gengið er á þeim tíma,“ sagði Sigurbjörn Bárðarson í samtali við Arnar Björnsson. Sigurbjörn er ánægður með árangurinn í fyrra. „Þetta var gífurlega góður árangur og besti árangur sem landsliðið hefur náð. Við vorum stolt með okkar lið á síðasta heimsmeistaramóti alveg til fyrirmyndar,“ sagði Sigurbjörn. Fyrsta stóra verkefni landsliðsins er Norðurlandamót og svo styttist í næsta heimsmeistaramót. „Heimsmeistaramótið er handan við hornið. Við höfum notað Norðurlandamótið til að sjá hver staðan er og bera okkur saman við Norðurlandaþjóðirnar. Við lítum á það mót sem forrétt. Við teflum ekki fram okkar sterkustu mönnum en reynum að gefa öðrum tækifæri,“ sagði Sigurbjörn. Hvernig er það með gamlan keppnismann, hvort er skemmtilegra að velja liðið eða að vera í liðinu? „Það var skemmtilegra að vera í liðinu ég var þar í langan tíma. Þetta eru fráhvarfseinkenni og minnka við að trappa sig niður og vera áfram með liðinu. Þannig að maður er í liðinu svona á ská,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá allt viðtal Arnars Björnssonar við hann hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Kannski senda þeir manni tóninn og það er bara gott Vísir/Sigurjón A-landsliðshópur LH 2020: Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, Hestamannafélaginu Herði Árni Björn Pálsson, Hestamannafélaginu Fáki Ásmundur Ernir Snorrason, Hestamannafélaginu Geysi Bergþór Eggertsson, Þýskalandi Guðmundur Björgvinsson, Hestamannafélaginu Geysi Gústaf Ásgeir Hinriksson, Hestamannafélaginu Fáki Hanna Rún Ingibergsdóttir, Hestamannafélaginu Sörla Haukur Tryggvason, Þýskalandi Helga Una Björnsdóttir, Hestamannafélaginu Þyt Hinrik Bragason, Hestamannafélaginu Fáki Hulda Gústafsdóttir, Hestamannafélaginu Fáki Jakob Svavar Sigurðsson, Hestamannafélaginu Dreyra Jóhann Skúlason, Danmörku Konráð Valur Sveinsson, Hestamannafélaginu FákiOlilAmble, Hestamannafélaginu Sleipni Ragnhildur Haraldsdóttir, Hestamannafélaginu Sleipni Siguroddur Pétursson, Hestamannafélaginu Snæfellingi Sigursteinn Sumarliðason, Hestamannafélaginu Sleipni Teitur Árnason, Hestamannafélaginu Fáki Viðar Ingólfsson, Hestamannafélaginu Fáki Þórarinn Eymundsson, Hestamannafélaginu Skagfirðingi Þórarinn Ragnarsson, Hestamannafélaginu Smára
Hestar Sportpakkinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Sjá meira