Gísli Þorgeir skrifar undir hjá Magdeburg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 15:05 Gísli Þorgeir Kristjánsson í viðtali við Youtube-síðu Magdeburgar. Mynd/Youtube/SC Magdeburg Gísli Þorgeir Kristjánsson verður áfram í þýsku bundesligunni þótt að Kiel hafi sagt upp samningi hans. SC Magdeburg tilkynnti um komu hans í dag. Gísli skrifar undir samning við Magdeburg sem er út þetta tímabil til að byrja með. Gísli er orðinn leikmaður Magdeburg og getur því spilað með liðinu þegar hann er leikfær. Það kom mörgum á óvart þegar Kiel sagði óvænt upp samningi Gísla á dögunum en hann var þá að vinna sér til baka eftir önnur axlarmeiðsl sín á stuttum tíma. Gísli var búinn að vinna sér sæti í íslenska landsliðinu en gat ekki verið með á EM í ár eftir að hann meiddist á öxl fyrr í sumar. +++ SCM verplfichtet Kieler+++ Der SC Magdeburg hat den isländischen Rückraumspieler Gisli Thorgeir Kristjansson unter Vertrag genommen. Das erste Interview: https://t.co/EUqrko7etA Weitere Infos: https://t.co/K5EhH1IMfc@thw_handballpic.twitter.com/dN0uUENM55— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) January 23, 2020 Gísli er uppalinn FH-ingur og verður 21 árs í sumar. Hann kom til Kiel sumarið 2018. Gísli hefur leikið 23 leiki með A-landsliði Íslands og skorað í þeim 32 mörk. Hann skoraði 7 mörk í 8 leikjum á HM í fyrra. Bennet Wiegert þjálfar lið Magdeburgar en aðstoðarmaður hans er Tomas Svensson sem er einnig markmannsþjálfari íslenska landsliðsins og þekkir því vel til Gísla. SC Magdeburg er eins og er í fjórða sætið þýsku deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Kiel. Leikstjórnendur liðsins eru Norðmaðurinn Christian O'Sullivan og Slóveninn Marko Bezjak. Gísli verður ekki eini leikmaður Magdeburgar liðsins því Ómar Ingi Magnússon mun ganga til liðs við félagið í sumar frá danska félaginu Álaborg. Ómar Ingi hefur verið að glíma við meiðsli eins og Gísli en þeir misstu báðir af EM í handbolta í ár vegna meiðsla. Íslensku landsliðsmennirnir Ólafur Stefánsson, Arnór Atlason og Sigfús Sigurðsson spiluðu líka með liði SC Magdeburg á sínum tíma og þeir Alfreð Gíslason og Geir Sveinsson þjálfuðu liðið. Ólafur var hjá SC Magdeburg frá 1998 til 2003 og vann bæði þúsku deildina og Meistaradeildina með liðinu þegar Alfreð var þjálfari. Alfreð þjálfaði liðið frá 1999 til 2006 en Geir frá 2014 til 2015. Þýski handboltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Gísli Þorgeir Kristjánsson verður áfram í þýsku bundesligunni þótt að Kiel hafi sagt upp samningi hans. SC Magdeburg tilkynnti um komu hans í dag. Gísli skrifar undir samning við Magdeburg sem er út þetta tímabil til að byrja með. Gísli er orðinn leikmaður Magdeburg og getur því spilað með liðinu þegar hann er leikfær. Það kom mörgum á óvart þegar Kiel sagði óvænt upp samningi Gísla á dögunum en hann var þá að vinna sér til baka eftir önnur axlarmeiðsl sín á stuttum tíma. Gísli var búinn að vinna sér sæti í íslenska landsliðinu en gat ekki verið með á EM í ár eftir að hann meiddist á öxl fyrr í sumar. +++ SCM verplfichtet Kieler+++ Der SC Magdeburg hat den isländischen Rückraumspieler Gisli Thorgeir Kristjansson unter Vertrag genommen. Das erste Interview: https://t.co/EUqrko7etA Weitere Infos: https://t.co/K5EhH1IMfc@thw_handballpic.twitter.com/dN0uUENM55— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) January 23, 2020 Gísli er uppalinn FH-ingur og verður 21 árs í sumar. Hann kom til Kiel sumarið 2018. Gísli hefur leikið 23 leiki með A-landsliði Íslands og skorað í þeim 32 mörk. Hann skoraði 7 mörk í 8 leikjum á HM í fyrra. Bennet Wiegert þjálfar lið Magdeburgar en aðstoðarmaður hans er Tomas Svensson sem er einnig markmannsþjálfari íslenska landsliðsins og þekkir því vel til Gísla. SC Magdeburg er eins og er í fjórða sætið þýsku deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Kiel. Leikstjórnendur liðsins eru Norðmaðurinn Christian O'Sullivan og Slóveninn Marko Bezjak. Gísli verður ekki eini leikmaður Magdeburgar liðsins því Ómar Ingi Magnússon mun ganga til liðs við félagið í sumar frá danska félaginu Álaborg. Ómar Ingi hefur verið að glíma við meiðsli eins og Gísli en þeir misstu báðir af EM í handbolta í ár vegna meiðsla. Íslensku landsliðsmennirnir Ólafur Stefánsson, Arnór Atlason og Sigfús Sigurðsson spiluðu líka með liði SC Magdeburg á sínum tíma og þeir Alfreð Gíslason og Geir Sveinsson þjálfuðu liðið. Ólafur var hjá SC Magdeburg frá 1998 til 2003 og vann bæði þúsku deildina og Meistaradeildina með liðinu þegar Alfreð var þjálfari. Alfreð þjálfaði liðið frá 1999 til 2006 en Geir frá 2014 til 2015.
Þýski handboltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira