Sigursteinn Másson með nýja þætti af Sönnum íslenskum sakamálum Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2020 13:30 Stefán Hjörleifsson,forsvarsmaður Storytel og Sigursteinn Másson. Sigursteinn Másson ætlar sér að framleiða nýja þætti af Sönnum íslenskum sakamálum og verður þeir til hlustunar á hljóðbókarsmáforritinu Storytel. „Ég hugsaði mig aðeins um hvort ég vildi taka að mér þetta verkefni en svo mundi ég eftir nokkrum málum sem ég var spenntur að skoða betur og fjalla um,” segir Sigursteinn Másson um verkefnið. „Formið heillaði mig líka. Ég held að það sé hægt nýta þetta form í að skoða málin og fjalla meira um þau þar sem ímyndunarafl hlustandans er virkjað. Það finnst mér spennandi. Fyrstu þættirnir eru um gamalt mál sem aldrei var leyst og það hefur setið aðeins í mér frá því að ég skoðaði það síðast árið 1999. En það var aftaka á Laugalæk, þar sem leigubílstjóri var myrtur með skoti í hnakkan af stuttu færi árið 1968. Ég vildi kafa dýpra í það mál og skoða fleiri vinkla. Ég vildi sjá hvað kæmi út úr því og eru fyrstu fjórir þættirnir um það mál og önnur mál tengd því. En svo ætla ég að skoða bæði gömul og ný mál,” segir Sigursteinn um þetta nýja samstarf. Ríkulega hljóðskreytt „Við höfum unnið í þessu í talsverðan tíma og kostað miklu til. Þetta eru mjög vandaðir, ríkulega hljóðskreyttir þættir þar sem Sigursteinn glæðir gömul og ný sakamál lífi í umfjöllun sinni ásamt því að kafa dýpra ofan í málin með sínu rannsóknarnefi. Við munum öll eftir því hvaða fjaðrafoki þættirnir um Guðmundar og Geirfinnsmálin ollu þegar Sigursteinn fór að velta við steinum á sínum tíma. Hver veit nema slíkt gerist líka núna?,” segir Stefán Hjörleifsson framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi um þessa nýju þætti. „Það má segja að hér kveði við nýjan tón því þættirnir eru í raun sambland af hlaðvarpi og hljóðbók þar sem sérstaklega mikið er lagt í vinnu og umgjörð. Það hafa ekki verið gerðir viðlíka þættir á Íslandi áður svo við erum mjög spennt að sjá hvernig þeir leggjast í viðskiptavini okkar,” bætir Stefán við. Fyrsti þáttur verður aðgengilegur á Storytel mánudaginn 27. janúar. Einnig verður þátturinn aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum sama dag. Nýir þættir munu bætast við vikulega á mánudögum á streymisveitunni Storytel frá og með næsta mánudegi. Storytel býður 14 daga frían aðgang fyrir þá sem vilja prófa steymisveituna sem hingað til hefur sérhæft sig í hljóðbókum. Nú þegar eru á annað þúsund íslenskir titlar aðgengilegir og yfir 200.000 alþjóðlegir titlar. Fjölmiðlar Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Sigursteinn Másson ætlar sér að framleiða nýja þætti af Sönnum íslenskum sakamálum og verður þeir til hlustunar á hljóðbókarsmáforritinu Storytel. „Ég hugsaði mig aðeins um hvort ég vildi taka að mér þetta verkefni en svo mundi ég eftir nokkrum málum sem ég var spenntur að skoða betur og fjalla um,” segir Sigursteinn Másson um verkefnið. „Formið heillaði mig líka. Ég held að það sé hægt nýta þetta form í að skoða málin og fjalla meira um þau þar sem ímyndunarafl hlustandans er virkjað. Það finnst mér spennandi. Fyrstu þættirnir eru um gamalt mál sem aldrei var leyst og það hefur setið aðeins í mér frá því að ég skoðaði það síðast árið 1999. En það var aftaka á Laugalæk, þar sem leigubílstjóri var myrtur með skoti í hnakkan af stuttu færi árið 1968. Ég vildi kafa dýpra í það mál og skoða fleiri vinkla. Ég vildi sjá hvað kæmi út úr því og eru fyrstu fjórir þættirnir um það mál og önnur mál tengd því. En svo ætla ég að skoða bæði gömul og ný mál,” segir Sigursteinn um þetta nýja samstarf. Ríkulega hljóðskreytt „Við höfum unnið í þessu í talsverðan tíma og kostað miklu til. Þetta eru mjög vandaðir, ríkulega hljóðskreyttir þættir þar sem Sigursteinn glæðir gömul og ný sakamál lífi í umfjöllun sinni ásamt því að kafa dýpra ofan í málin með sínu rannsóknarnefi. Við munum öll eftir því hvaða fjaðrafoki þættirnir um Guðmundar og Geirfinnsmálin ollu þegar Sigursteinn fór að velta við steinum á sínum tíma. Hver veit nema slíkt gerist líka núna?,” segir Stefán Hjörleifsson framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi um þessa nýju þætti. „Það má segja að hér kveði við nýjan tón því þættirnir eru í raun sambland af hlaðvarpi og hljóðbók þar sem sérstaklega mikið er lagt í vinnu og umgjörð. Það hafa ekki verið gerðir viðlíka þættir á Íslandi áður svo við erum mjög spennt að sjá hvernig þeir leggjast í viðskiptavini okkar,” bætir Stefán við. Fyrsti þáttur verður aðgengilegur á Storytel mánudaginn 27. janúar. Einnig verður þátturinn aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum sama dag. Nýir þættir munu bætast við vikulega á mánudögum á streymisveitunni Storytel frá og með næsta mánudegi. Storytel býður 14 daga frían aðgang fyrir þá sem vilja prófa steymisveituna sem hingað til hefur sérhæft sig í hljóðbókum. Nú þegar eru á annað þúsund íslenskir titlar aðgengilegir og yfir 200.000 alþjóðlegir titlar.
Fjölmiðlar Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira