Slátrið og pungarnir Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 22. janúar 2020 11:00 Vísir sagði frá því á mánudag að KR-ingar og velunnarar hafi þjófstartað Þorranum með blóti þar sem gestir hafi hámað í sig slátrið og pungana. ÍR-ingar tóku Þorrann líka snemma og skemmtu Breiðhyltingar sér stórvel um helgina með sínu hefðbundna blóti. Með Þorranum sem hefst nú á bóndadag, koma enn fleiri þorrablót þar sem við komum saman og skemmtum okkur í góðra vina hópi. Í Reykjavík hefur myndast hefð fyrir því að íþróttafélögin standi fyrir þorrablótum, sem lið í fjáröflun sinni. Hvert og eitt félaganna vill leggja metnað í góðan matseðil og flott skemmtiatriði, til að allir geti nú átt hið besta blót. Fyrir nokkrum árum fór að bera á því að matseðill þorrablóta varð fjölbreyttari en áður. Í bland við hinn hefðbundna þorramat; hangikjöt, sviðasultu, súrsað kjöt og hákarl er farið að bjóða upp á nauta- eða lambakjöt í bland. Jafnvel grænmetisrétti. Þorrablótsnefndir kappkosta við að bjóða upp á fjölbreytni og valkosti fyrir þá sem ekki eru spenntir fyrir þessum hefðbundnari þorramat til að allir geti nú farið sáttir heim. Þegar skemmtiatriði blótanna eru skoðuð virðast þau eftir að fara í gegnum viðlíka endurskoðun. Í mörg ár hafa borist kvartanir um því hve fáar konur eru bókaðar til að skemmta á þorrabótum. Skiptir þar engu hvort horft sé til veislustjóra, uppistandara eða tónlistarfólks. Algengt hefur verið að öll skemmtiatriði kvöldsins hafi verið karlar og heldur það áfram þetta árið, sé litið til dagskrár þorrablóta íþróttafélaga í Reykjavík. Fimm íþróttafélög Reykjavíkur hafa auglýst eða haldið þorrablótin sín í ár; ÍR, KR, Fjölnir, Víkingur og Fram. Á auglýsingum þessara íþróttafélaga koma fram 20 skemmtiatriði, ýmist einstaklingar eða hljómsveitir. Af þessum 20 skemmtiatriðum eru 14 karlmenn eða hljómsveitir skipaðar karlmönnum og sex konur. Fjölni tekst mjög vel að sýna hversu lítið mál það er að finna skemmtilegar konur og býður upp á fjórar af þessum sex á sínu blóti. Þar munu Margrét Eir, Sigga Beinteins, Regína Ósk og Ragga Gísla halda stuðinu uppi, ásamt þeim Ingó, Steinda Jr. og Auðunni Blöndal. Víkingur býður upp á jafnt kynjahlutfall með Sögu Garðars og Stuðlabandinu. Fram auglýsir eina konu og þrjá karla. Tvö af stærstu félögunum, fyrrnefnd KR og ÍR auglýstu sjö skemmtiatriði sem einkenndust svolítið af því að boðið hafi bara verið upp á slátur og punga, þar sem einungis karlar voru auglýstir. Kynjamisrétti hefur, því miður, birst í starfi íþróttafélaganna. Þegar ég var formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur fyrir tæpum tíu árum óskaði ég eftir ítarlegri úttekt á jafnréttismálum í íþróttafélögum í Reykjavík. Í þeirri vinnu kom fram að flestum íþróttafélögunum fannst þetta eiginlega bara óþarfi, enda hefðu allir klausu um jafnrétti í stefnum sínum. Árið 2018 var í fréttum RÚV fjallað um rannsókn um umgjörð og aðbúnað fótboltaliða í efstu deild karla og kvenna. Niðurstöðurnar voru sláandi, enda birtist misréttið t.d. í aðgengi að þjálfurum, æfingatímum, búningaklefum, æfingasvæðum og útgjöldum í markaðssetningum. Svo er erfitt að ræða um þetta málefni án þess að minnast á alvarlegu brotin sem við lásum um í frásögnum íþróttakvenna í MeToo-byltingunni 2017. Umræðan um kynjamisréttið í íþróttastarfi hefur sem betur fer fengið aukið vægi, sérstaklega þegar kemur að starfi yngri flokka. Í samstarfssamningi Reykjavíkur og Íþróttabandalags Reykjavíkur kemur fram að íþróttafélögin bjóða eigi upp á sambærilega aðstöðu og þjálfun fyrir bæði kyn. Félögin skuli hafa virka jafnréttisstefnu og aðgerðaráætlun til að fylgja henni eftir. Þá verður haldin ráðstefna í Laugardalshöll á morgun, í tengslum við Reykjavík International Games, þar sem rætt verður um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum. En ef mönnum er alvara með að ná jafnrétti, verður það þá ekki að eiga alls staðar við? Það er greinilega auðvelt að detta í gamla gírinn, þar sem gleymt er að hugsa að fjölbreytni og því að bjóða ekki einvörðungu upp á slátur og súrsaða hrútspunga. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Jafnréttismál Reykjavík Þorrablót Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Vísir sagði frá því á mánudag að KR-ingar og velunnarar hafi þjófstartað Þorranum með blóti þar sem gestir hafi hámað í sig slátrið og pungana. ÍR-ingar tóku Þorrann líka snemma og skemmtu Breiðhyltingar sér stórvel um helgina með sínu hefðbundna blóti. Með Þorranum sem hefst nú á bóndadag, koma enn fleiri þorrablót þar sem við komum saman og skemmtum okkur í góðra vina hópi. Í Reykjavík hefur myndast hefð fyrir því að íþróttafélögin standi fyrir þorrablótum, sem lið í fjáröflun sinni. Hvert og eitt félaganna vill leggja metnað í góðan matseðil og flott skemmtiatriði, til að allir geti nú átt hið besta blót. Fyrir nokkrum árum fór að bera á því að matseðill þorrablóta varð fjölbreyttari en áður. Í bland við hinn hefðbundna þorramat; hangikjöt, sviðasultu, súrsað kjöt og hákarl er farið að bjóða upp á nauta- eða lambakjöt í bland. Jafnvel grænmetisrétti. Þorrablótsnefndir kappkosta við að bjóða upp á fjölbreytni og valkosti fyrir þá sem ekki eru spenntir fyrir þessum hefðbundnari þorramat til að allir geti nú farið sáttir heim. Þegar skemmtiatriði blótanna eru skoðuð virðast þau eftir að fara í gegnum viðlíka endurskoðun. Í mörg ár hafa borist kvartanir um því hve fáar konur eru bókaðar til að skemmta á þorrabótum. Skiptir þar engu hvort horft sé til veislustjóra, uppistandara eða tónlistarfólks. Algengt hefur verið að öll skemmtiatriði kvöldsins hafi verið karlar og heldur það áfram þetta árið, sé litið til dagskrár þorrablóta íþróttafélaga í Reykjavík. Fimm íþróttafélög Reykjavíkur hafa auglýst eða haldið þorrablótin sín í ár; ÍR, KR, Fjölnir, Víkingur og Fram. Á auglýsingum þessara íþróttafélaga koma fram 20 skemmtiatriði, ýmist einstaklingar eða hljómsveitir. Af þessum 20 skemmtiatriðum eru 14 karlmenn eða hljómsveitir skipaðar karlmönnum og sex konur. Fjölni tekst mjög vel að sýna hversu lítið mál það er að finna skemmtilegar konur og býður upp á fjórar af þessum sex á sínu blóti. Þar munu Margrét Eir, Sigga Beinteins, Regína Ósk og Ragga Gísla halda stuðinu uppi, ásamt þeim Ingó, Steinda Jr. og Auðunni Blöndal. Víkingur býður upp á jafnt kynjahlutfall með Sögu Garðars og Stuðlabandinu. Fram auglýsir eina konu og þrjá karla. Tvö af stærstu félögunum, fyrrnefnd KR og ÍR auglýstu sjö skemmtiatriði sem einkenndust svolítið af því að boðið hafi bara verið upp á slátur og punga, þar sem einungis karlar voru auglýstir. Kynjamisrétti hefur, því miður, birst í starfi íþróttafélaganna. Þegar ég var formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur fyrir tæpum tíu árum óskaði ég eftir ítarlegri úttekt á jafnréttismálum í íþróttafélögum í Reykjavík. Í þeirri vinnu kom fram að flestum íþróttafélögunum fannst þetta eiginlega bara óþarfi, enda hefðu allir klausu um jafnrétti í stefnum sínum. Árið 2018 var í fréttum RÚV fjallað um rannsókn um umgjörð og aðbúnað fótboltaliða í efstu deild karla og kvenna. Niðurstöðurnar voru sláandi, enda birtist misréttið t.d. í aðgengi að þjálfurum, æfingatímum, búningaklefum, æfingasvæðum og útgjöldum í markaðssetningum. Svo er erfitt að ræða um þetta málefni án þess að minnast á alvarlegu brotin sem við lásum um í frásögnum íþróttakvenna í MeToo-byltingunni 2017. Umræðan um kynjamisréttið í íþróttastarfi hefur sem betur fer fengið aukið vægi, sérstaklega þegar kemur að starfi yngri flokka. Í samstarfssamningi Reykjavíkur og Íþróttabandalags Reykjavíkur kemur fram að íþróttafélögin bjóða eigi upp á sambærilega aðstöðu og þjálfun fyrir bæði kyn. Félögin skuli hafa virka jafnréttisstefnu og aðgerðaráætlun til að fylgja henni eftir. Þá verður haldin ráðstefna í Laugardalshöll á morgun, í tengslum við Reykjavík International Games, þar sem rætt verður um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum. En ef mönnum er alvara með að ná jafnrétti, verður það þá ekki að eiga alls staðar við? Það er greinilega auðvelt að detta í gamla gírinn, þar sem gleymt er að hugsa að fjölbreytni og því að bjóða ekki einvörðungu upp á slátur og súrsaða hrútspunga. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráði Reykjavíkur.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun