Gera ekki ráð fyrir 737 MAX flugvélunum í sumar Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2020 06:17 Í tilkynningu frá Icelandair segir að áhrif á flugáætlun félagsins verði óveruleg. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Icelandair gera ekki ráð fyrir því að geta notað Boeing Max flugvélar félagsins næsta sumar. Það sé í ljósi nýrra frétta frá Boeing og af því ferli sem stendur nú yfir í samvinnu við alþjóða flugmálayfirvöld við að tryggja öryggi Boeing-737 MAX flugvélanna. Icelandair Group stefnir þar að auki að því að fá allt tjón vegna kyrrsetningar flugvélanna bætt. Í tilkynningu frá Icelandair segir að áhrif á flugáætlun félagsins verði óveruleg. Það ku vera vegna ráðstafana sem félagið hefur þegar gripið til. Búið var að setja upp flugáætlun félagsins með það að leiðarljósi að takmarka áhrif frekari tafa á afléttingu kyrrsetningar flugvélanna. Þá hafi þrjár Boeing 737-800 flugvélar verið leigðar og ákveðnum fjölda Boeing 757 flugvéla verður haldið lengur í flota félagsins en áður hafði verið gert ráð fyrir. „Ljóst er að fjárhagsleg áhrif áframhaldandi kyrrsetningar verða mun minni á árinu 2020 en þau voru árið 2019. Skýrist það af ofangreindum þáttum auk þess sem gengið hefur verið frá leigu viðbótar véla með meiri fyrirvara nú en árið 2019 og leigukjör því mun hagstæðari. Áhafnir Icelandair munu jafnframt fljúga leiguvélunum en ekki áhafnir leiguflugfélaga sem leigðar voru inn með skömmum fyrirvara árið 2019. Félagið hefur þannig haft tækifæri til að skipuleggja rekstur sinn með þessa sviðsmynd í huga,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að áhersla Icelandair á þessu ári verði ferðamannamarkaðinn til Íslands, eins og síðasta ár. Gert er ráð fyrir því að Icelandair flytja í það minnst jafnmarga farþega til Íslands á þessu ári og gert var á því síðasta. Icelandair og Boeing hafa tvisvar sinnum gert bráðabirgðasamkomulag um skaðabætur vegna kyrrsetningarinnar og standa nú yfir viðræður um frekari bætur. Boeing Icelandair Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Forsvarsmenn Icelandair gera ekki ráð fyrir því að geta notað Boeing Max flugvélar félagsins næsta sumar. Það sé í ljósi nýrra frétta frá Boeing og af því ferli sem stendur nú yfir í samvinnu við alþjóða flugmálayfirvöld við að tryggja öryggi Boeing-737 MAX flugvélanna. Icelandair Group stefnir þar að auki að því að fá allt tjón vegna kyrrsetningar flugvélanna bætt. Í tilkynningu frá Icelandair segir að áhrif á flugáætlun félagsins verði óveruleg. Það ku vera vegna ráðstafana sem félagið hefur þegar gripið til. Búið var að setja upp flugáætlun félagsins með það að leiðarljósi að takmarka áhrif frekari tafa á afléttingu kyrrsetningar flugvélanna. Þá hafi þrjár Boeing 737-800 flugvélar verið leigðar og ákveðnum fjölda Boeing 757 flugvéla verður haldið lengur í flota félagsins en áður hafði verið gert ráð fyrir. „Ljóst er að fjárhagsleg áhrif áframhaldandi kyrrsetningar verða mun minni á árinu 2020 en þau voru árið 2019. Skýrist það af ofangreindum þáttum auk þess sem gengið hefur verið frá leigu viðbótar véla með meiri fyrirvara nú en árið 2019 og leigukjör því mun hagstæðari. Áhafnir Icelandair munu jafnframt fljúga leiguvélunum en ekki áhafnir leiguflugfélaga sem leigðar voru inn með skömmum fyrirvara árið 2019. Félagið hefur þannig haft tækifæri til að skipuleggja rekstur sinn með þessa sviðsmynd í huga,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að áhersla Icelandair á þessu ári verði ferðamannamarkaðinn til Íslands, eins og síðasta ár. Gert er ráð fyrir því að Icelandair flytja í það minnst jafnmarga farþega til Íslands á þessu ári og gert var á því síðasta. Icelandair og Boeing hafa tvisvar sinnum gert bráðabirgðasamkomulag um skaðabætur vegna kyrrsetningarinnar og standa nú yfir viðræður um frekari bætur.
Boeing Icelandair Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira