Krónprins Sáda sagður hafa „hakkað“ síma ríkasta manns heims Kjartan Kjartansson skrifar 21. janúar 2020 23:22 Bezos (t.v.) og Salman krónprins (t.h.) virðast hafa spjallað á samskiptaforritinu Whatsapp í maí árið 2018. Myndband sem var sent úr númeri sem Salman hefur notað er talið hafa innihaldið spilliforrit. Vísir/EPA/samsett Skilaboðum sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, sendi Jeff Bezos, stofnanda Amazon og ríkasta manns heims, árið 2018 fylgdi spilliforrit sem var notað til að stela gögnum á síma Bezos. Milljarðamæringurinn skildi við eiginkonu sína til magra ára í fyrra í kjölfar þess að bandarískt götublað sagði frá framhjáhaldi Bezos og byggði á gögnum og myndum úr síma hans. The Guardian hafði eftir heimildarmönnum sínum í kvöld að talið sé að það hafi verið myndbandsskrá sem send var úr Whatsapp-númeri sem Salman notaði til Bezos sem hafi innihaldið spilliforritið. Þeir virðast hafa átt í vinalegum samskiptum á forritinu 1. maí árið 2018. Blaðið segir að innan nokkurra klukkustunda hafi miklu magni gagna verið stolið úr síma Bezos. Ekki liggi þó fyrir hvaða gögn voru tekin né til hvers þau voru síðar notuð. Sádar hafa neitað því að hafa komið nálægt innbrotinu í síma Bezos. Ekki er ljóst hvort að innbrot Sáda hafi verið uppruni gagna úr síma Bezos sem National Enquierer, bandarískt götublað sem er hliðhollt Donald Trump Bandaríkjaforseta, komst yfir í fyrra. Blaðið birti umfjöllun um einkalíf Bezos, þar á meðal nektarmyndir sem hann sendi hjákonu sinni. Trump forseti hefur ítrekað ausið fúkyrðum yfir Bezos þegar Washington Post, sem Bezos á, birtir umfjöllun sem forsetanum mislíkar. Rannsakandi á vegum Bezos sakaði Sáda á sínum tíma um að hafa staðið að innbrotinu og sagðist hafa sent lögregluyfirvöldum sönnunargögn. Hann upplýsti þó ekki hvernig brotist var inn í síma Bezos þá. Hélt hann því fram að Salman krónprins væri vel til vina við David Pecker, forstjóra útgáfufélags National Enquierer. Pecker er sagður hafa ítrekað beitt fjölmiðlum sínum til að hjálpa Trump forseta, meðal annars til að þagga niður ásakanir kvenna um að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við forsetann. Salman krónprins hefur undanfarin misseri reynt að lappa upp á ímynd íhaldssama konungsríkisins á vesturlöndum. Undan þeirri viðleitni hans fjaraði þegar Sádar myrtu Jamal Khashoggi, blaðamann sem hafð verið í útlegð í Bandaríkjunum, á ræðisskrifstofu í Tyrklandi í október árið 2018. Bandaríska leyniþjónustuna telur að Salman hafi skipað fyrir um morðið en því hafa Sádar hafnað. Sérfræðingur í málefnum Sádi-Arabíu og andspyrnufólk sem The Guardian ræddi við segjast telja að Salman hafi beint spjótum sínum að Bezos vegna þess að hann er eigandi Washington Post og umfjöllunar blaðsins um Sádi-Arabíu. Khashoggi skrifaði pistla í blaðið sem voru gagnrýnir á stjórnvöld í heimalandinu. Amazon Bandaríkin Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar sakaðir um að hafa brotist inn í síma Amazon-eigandans Rannsakandi á vegum Jeffs Bezos telur að umfjöllun Washington Post, sem Bezos á, um morðið á Jamal Khashoggi hafi verið ástæða þess að Sádar hafi stolið einkaskilaboðum hans og komið til slúðurblaðs. 31. mars 2019 07:51 Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira
Skilaboðum sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, sendi Jeff Bezos, stofnanda Amazon og ríkasta manns heims, árið 2018 fylgdi spilliforrit sem var notað til að stela gögnum á síma Bezos. Milljarðamæringurinn skildi við eiginkonu sína til magra ára í fyrra í kjölfar þess að bandarískt götublað sagði frá framhjáhaldi Bezos og byggði á gögnum og myndum úr síma hans. The Guardian hafði eftir heimildarmönnum sínum í kvöld að talið sé að það hafi verið myndbandsskrá sem send var úr Whatsapp-númeri sem Salman notaði til Bezos sem hafi innihaldið spilliforritið. Þeir virðast hafa átt í vinalegum samskiptum á forritinu 1. maí árið 2018. Blaðið segir að innan nokkurra klukkustunda hafi miklu magni gagna verið stolið úr síma Bezos. Ekki liggi þó fyrir hvaða gögn voru tekin né til hvers þau voru síðar notuð. Sádar hafa neitað því að hafa komið nálægt innbrotinu í síma Bezos. Ekki er ljóst hvort að innbrot Sáda hafi verið uppruni gagna úr síma Bezos sem National Enquierer, bandarískt götublað sem er hliðhollt Donald Trump Bandaríkjaforseta, komst yfir í fyrra. Blaðið birti umfjöllun um einkalíf Bezos, þar á meðal nektarmyndir sem hann sendi hjákonu sinni. Trump forseti hefur ítrekað ausið fúkyrðum yfir Bezos þegar Washington Post, sem Bezos á, birtir umfjöllun sem forsetanum mislíkar. Rannsakandi á vegum Bezos sakaði Sáda á sínum tíma um að hafa staðið að innbrotinu og sagðist hafa sent lögregluyfirvöldum sönnunargögn. Hann upplýsti þó ekki hvernig brotist var inn í síma Bezos þá. Hélt hann því fram að Salman krónprins væri vel til vina við David Pecker, forstjóra útgáfufélags National Enquierer. Pecker er sagður hafa ítrekað beitt fjölmiðlum sínum til að hjálpa Trump forseta, meðal annars til að þagga niður ásakanir kvenna um að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við forsetann. Salman krónprins hefur undanfarin misseri reynt að lappa upp á ímynd íhaldssama konungsríkisins á vesturlöndum. Undan þeirri viðleitni hans fjaraði þegar Sádar myrtu Jamal Khashoggi, blaðamann sem hafð verið í útlegð í Bandaríkjunum, á ræðisskrifstofu í Tyrklandi í október árið 2018. Bandaríska leyniþjónustuna telur að Salman hafi skipað fyrir um morðið en því hafa Sádar hafnað. Sérfræðingur í málefnum Sádi-Arabíu og andspyrnufólk sem The Guardian ræddi við segjast telja að Salman hafi beint spjótum sínum að Bezos vegna þess að hann er eigandi Washington Post og umfjöllunar blaðsins um Sádi-Arabíu. Khashoggi skrifaði pistla í blaðið sem voru gagnrýnir á stjórnvöld í heimalandinu.
Amazon Bandaríkin Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar sakaðir um að hafa brotist inn í síma Amazon-eigandans Rannsakandi á vegum Jeffs Bezos telur að umfjöllun Washington Post, sem Bezos á, um morðið á Jamal Khashoggi hafi verið ástæða þess að Sádar hafi stolið einkaskilaboðum hans og komið til slúðurblaðs. 31. mars 2019 07:51 Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira
Sádar sakaðir um að hafa brotist inn í síma Amazon-eigandans Rannsakandi á vegum Jeffs Bezos telur að umfjöllun Washington Post, sem Bezos á, um morðið á Jamal Khashoggi hafi verið ástæða þess að Sádar hafi stolið einkaskilaboðum hans og komið til slúðurblaðs. 31. mars 2019 07:51
Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52