Heilbrigðiskerfi fyrir alla Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 22. janúar 2020 08:00 Það skiptir okkur öll máli að heilbrigðiskerfið virki og þjónustan sé til reiðu þegar við þurfum á henni að halda. því ekki undarlegt að umræða um heilbrigðismál verði oft tilfinningaþrungin. Mikil umræða hefur farið fram um heilbrigðisþjónustu í landinu undanfarnar vikur og mikið af þeirri umræðu snúist um Bráðamóttökuna á Landspítalanum í Fossvogi og vanda Landspítalans í heild. Undanfarin misseri hafa framlög ríkisins til heilbrigðisþjónustu á langflestum stigum verið aukin stórlega. Slíku var enda heitið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og við það hefur verið staðið. Það var líka nokkuð samdóma álit þeirra sem buðu fram í síðustu Alþingiskosningum að þörf væri á auknum framlögum til kerfisins. Menn vissu að við höfðum dregist aftur úr nágrannalöndunum þegar miðað var við framlög til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu. Við þessu hefur ríkisstjórnin brugðist með markvissum hætti. Hafin er bygging nýs Landspítala við Hringbraut eftir að margra ára þref um staðsetningu hafði tafið fyrir. Nýtt Sjúkrahótel með glæsilegri aðstöðu er risið og hefur verið tekið í notkun. Framlög til rekstrar Landspítalans frá 2017 (önnur en til bygginga og launaleiðréttinga) hafa vaxið um tólf prósent á þessum þremur árum, leiðrétt fyrir verðlagsbreytingar. Framlög til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa aukist um tæp 25 prósent. Þá má ekki gleyma þeirri áherslu sem lögð hefur verið á að lækka kostnaðarþátttöku, einkum viðkvæmustu hópanna. Þá skiptir ekki minnstu máli að nú er unnið eftir Heilbrigðisstefnu sem Alþingi samþykkti samhljóða s.l. vor. Stefnan gildir til 2030, og áhersla m.a. lögð á rétta þjónustu á réttum stað, gegnsæi í þjónustukaupum, menntun heilbrigðisstétta og aðgengi að þjónustu. Áframhaldandi uppbygging heilbrigðisþjónustu á Íslandi er sameiginlegt verkefni alls samfélagsins. Öflug heilbrigðisþjónusta og aðgengi að henni á jafnræðisgrunni eru grundvallarmannréttindi. Núverandi ríkisstjórn hefur stigið mikilvæg skref í þá átt en auðvitað eru, og verða alltaf, eftir verkefni sem þarf að leysa. Við þurfum að halda áfram að hlú að því almannaþjónustukerfi sem heilbrigðiskerfið okkar er. Allir eiga rétt á heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Það erum við að tryggja.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það skiptir okkur öll máli að heilbrigðiskerfið virki og þjónustan sé til reiðu þegar við þurfum á henni að halda. því ekki undarlegt að umræða um heilbrigðismál verði oft tilfinningaþrungin. Mikil umræða hefur farið fram um heilbrigðisþjónustu í landinu undanfarnar vikur og mikið af þeirri umræðu snúist um Bráðamóttökuna á Landspítalanum í Fossvogi og vanda Landspítalans í heild. Undanfarin misseri hafa framlög ríkisins til heilbrigðisþjónustu á langflestum stigum verið aukin stórlega. Slíku var enda heitið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og við það hefur verið staðið. Það var líka nokkuð samdóma álit þeirra sem buðu fram í síðustu Alþingiskosningum að þörf væri á auknum framlögum til kerfisins. Menn vissu að við höfðum dregist aftur úr nágrannalöndunum þegar miðað var við framlög til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu. Við þessu hefur ríkisstjórnin brugðist með markvissum hætti. Hafin er bygging nýs Landspítala við Hringbraut eftir að margra ára þref um staðsetningu hafði tafið fyrir. Nýtt Sjúkrahótel með glæsilegri aðstöðu er risið og hefur verið tekið í notkun. Framlög til rekstrar Landspítalans frá 2017 (önnur en til bygginga og launaleiðréttinga) hafa vaxið um tólf prósent á þessum þremur árum, leiðrétt fyrir verðlagsbreytingar. Framlög til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa aukist um tæp 25 prósent. Þá má ekki gleyma þeirri áherslu sem lögð hefur verið á að lækka kostnaðarþátttöku, einkum viðkvæmustu hópanna. Þá skiptir ekki minnstu máli að nú er unnið eftir Heilbrigðisstefnu sem Alþingi samþykkti samhljóða s.l. vor. Stefnan gildir til 2030, og áhersla m.a. lögð á rétta þjónustu á réttum stað, gegnsæi í þjónustukaupum, menntun heilbrigðisstétta og aðgengi að þjónustu. Áframhaldandi uppbygging heilbrigðisþjónustu á Íslandi er sameiginlegt verkefni alls samfélagsins. Öflug heilbrigðisþjónusta og aðgengi að henni á jafnræðisgrunni eru grundvallarmannréttindi. Núverandi ríkisstjórn hefur stigið mikilvæg skref í þá átt en auðvitað eru, og verða alltaf, eftir verkefni sem þarf að leysa. Við þurfum að halda áfram að hlú að því almannaþjónustukerfi sem heilbrigðiskerfið okkar er. Allir eiga rétt á heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Það erum við að tryggja.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun