Körfubolti

Biðla til NBA um að hjálpa Delonte West eftir átakanlegt myndband fór á flug á netinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Delonte West var liðsfélagi LeBron James í nokkur tímabil. Hér fær hann góð ráð frá kónginum.
Delonte West var liðsfélagi LeBron James í nokkur tímabil. Hér fær hann góð ráð frá kónginum. Getty/Kevin C. Cox

Sorglegt myndband af fyrrum NBA-leikmanni hefur farið eins og eldur um sinu í netheimunum. Það er augljóst að þar fer maður sem þarf lífsnauðsynlega á hjálp að halda og hana finnst mörgum hann eigi að fá frá NBA-deildinni.

Delonte West spilaði í NBA-deildinni í átta ár þar á meðal með liði Cleveland Cavaliers í þrjú tímabil. Hann spilaði alls 432 deildarleiki og 58 leiki í úrslitakeppni.

Eitt allra besta tímabil hans var með Cleveland Cavaliers 2008-09 þegar liðið fór í undanúrslit úrslitakeppninnar og hann var mrð 13,8 stig að meðaltali í úrslitakeppninni.

Líf hans eftir að NBA-ferlinum lauk hefur verið á hraðri niðurleið og umrætt myndband sem sýnir hann, að því virðist undir áhrifum eiturlyfja, lenda í miklum ógöngum á miðri götu í Washington D.C, eins og sjá má hér fyrir neðan.



Margir hafa freistast til að gera grín af Delonte West og hræðilegu ástandi hans enda hefur fallið verið mikið síðan að hann var ein af stjörnunum í NBA-deildinni.

Það hafa aftur á móti margir NBA leikmenn og aðrar íþróttastjörnur gagnrýnt þá meðferð og kalla um leið eftir því að Delonte West fá þá aðstoð sem hann þarf greinilega á að halda.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fréttist af Delonte West í vandræðum á götunni og einhverjir hafa spurt sig hvort að hann sé heimilislaus eða að því hvernig líf hans hafi geta farið svo hratt niður á við eftir að hafa unnið sér inn alls tvo milljarða sem leikmaður í NBA-deildinni.

Það á eftir að koma í ljós hvort NBA-deildin sé tilbúin að grípa inn í en það sem er pottþétt að Delonte West þarf hjálp að halda og það strax. Hann er enn bara 36 ára gamall.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×