Það ætlaði allt um koll að keyra er Anderlecht og Club Brugge mættust í belgísku úrvalsdeildinni um helgina.
Stuðningsmenn Anderlecht kalla ekki allt ömmu sína og þegar Simon Mignoet, markvörður Club Brugge, ætlaði að taka markspyrnu brá honum í brún.
Stuðningsmennirnir höfðu nefnilega kastað í áttina að honum flugeldum sem sprengdist fyrir hliðina á markverðinum sem hélt fyrir augun.
The Professional Referee Department was pleased to see a positive reaction of respect and fair play during #ANDCLU.
— Royal Belgian FA (@RoyalBelgianFA) January 20, 2020
Respect & fair play helps our referees to do their job! #UnderReviewpic.twitter.com/n1yrsrxfEY
Vincent Kompany, spilandi þjálfari Anderlecht, var allt annað en ánægður með sína stuðningsmenn og var fljótur að ganga í átt að þeim og messa yfir þeim.
Anderlecht tapaði leiknum 2-1 en liðið. Er í 9. sæti deildarinnar. Byrjun liðsins á leiktíðinni er sú versta í 21 ár.