Blómkáls tacos frá Evu Laufey Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. janúar 2020 08:00 Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir gefur hugmynd fyrir þá sem vilja hafa TACO-TUESDAY í dag. Myndir/Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Í Bandaríkjunum er Taco-Tuesday haldinn hátíðlegur í hverri viku. Margir veitingastaðir og einstaklingar hafa fylgt þessu fordæmi hér á landi og borða taco á þriðjudögum. Þar á meðal er matgæðingurinn og þáttastjórnandinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir. Hér gefur hún lesendum hugmynd að girnilegu blómkáls-taco sem má gera á tvo vegu, djúpsteikt eða bakað í ofni. Við gefum henni orðið. Blómkáls tacos Fyrir 2-3 1 stórt blómkál 2 msk olía 1 ½ tsk salt 1 ½ tsk pipar 1 ½ tsk paprika 1 ½ cumin krydd 1 ½ kóríander, malaður Aðferð: Skerið blómkálið í litla bita og setjið í skál ásamt þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og olíu, blandið vel saman (best að nota hendurnar í verkið). Þið getið annaðhvort ofnbakað blómkálið eða djúpsteikt. Ef þið ætlið að ofnbaka þá stillið þið ofninn á 220°C, leggið blómkálið í eldfast mót og bakið í 15 mínútur. Snúið blómkálinu einu sinni við og bakið áfram í 15 mínútur. Þá er það tilbúið! Ef þið viljið djúpsteikja, þá veltið þið blómkálsbitunum upp úr hveiti og síðan upp úr orly deigi. Steikið í olíu sem þolir djúpsteikingu í örfáar mínútur á öllum hliðum þar til blómkálsbitarnir eru gullinbrúnir. Þið getið séð aðferðina í Instastory hjá mér á Instagram. Orly deig: 250 ml hveiti 250 ml sódavatn 1 tsk lyftiduft 1 1/2 tsk salt 1 tsk pipar 1 tsk srircacha sósa Aðferð: Blandið hveitinu, sódavatninu, lyftidufti, salti og pipar saman í skál og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Bragðbætið gjarnan með sriracha sósu. Lárperujógúrtsósa: 5 msk grískt jógúrt 1 hvítlauksrif Safi úr hálfri límónu 1 tsk hunang 2 lárperur Salt og pipar, eftir smekk Aðferð: Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota. Ferskt salat: Rauðkál, hálft höfuð Handfylli kóríander 3 msk smátt skorinn vorlaukur 1 tsk salt 1 msk appelsínusafi Aðferð: Skerið rauðkálið smátt eða rífið það niður í matvinnsluvél. Saxið kóríander og vorlauk smátt. Blandið öllum hráefnum saman í skál og bragðbætið með salti og appelsínusafa. Kennslumyndband má finna á Instagram síðu Evu Laufeyjar. Blómkál Eva Laufey Grænmetisréttir Partýréttir Taco Uppskriftir Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Í Bandaríkjunum er Taco-Tuesday haldinn hátíðlegur í hverri viku. Margir veitingastaðir og einstaklingar hafa fylgt þessu fordæmi hér á landi og borða taco á þriðjudögum. Þar á meðal er matgæðingurinn og þáttastjórnandinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir. Hér gefur hún lesendum hugmynd að girnilegu blómkáls-taco sem má gera á tvo vegu, djúpsteikt eða bakað í ofni. Við gefum henni orðið. Blómkáls tacos Fyrir 2-3 1 stórt blómkál 2 msk olía 1 ½ tsk salt 1 ½ tsk pipar 1 ½ tsk paprika 1 ½ cumin krydd 1 ½ kóríander, malaður Aðferð: Skerið blómkálið í litla bita og setjið í skál ásamt þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og olíu, blandið vel saman (best að nota hendurnar í verkið). Þið getið annaðhvort ofnbakað blómkálið eða djúpsteikt. Ef þið ætlið að ofnbaka þá stillið þið ofninn á 220°C, leggið blómkálið í eldfast mót og bakið í 15 mínútur. Snúið blómkálinu einu sinni við og bakið áfram í 15 mínútur. Þá er það tilbúið! Ef þið viljið djúpsteikja, þá veltið þið blómkálsbitunum upp úr hveiti og síðan upp úr orly deigi. Steikið í olíu sem þolir djúpsteikingu í örfáar mínútur á öllum hliðum þar til blómkálsbitarnir eru gullinbrúnir. Þið getið séð aðferðina í Instastory hjá mér á Instagram. Orly deig: 250 ml hveiti 250 ml sódavatn 1 tsk lyftiduft 1 1/2 tsk salt 1 tsk pipar 1 tsk srircacha sósa Aðferð: Blandið hveitinu, sódavatninu, lyftidufti, salti og pipar saman í skál og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Bragðbætið gjarnan með sriracha sósu. Lárperujógúrtsósa: 5 msk grískt jógúrt 1 hvítlauksrif Safi úr hálfri límónu 1 tsk hunang 2 lárperur Salt og pipar, eftir smekk Aðferð: Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota. Ferskt salat: Rauðkál, hálft höfuð Handfylli kóríander 3 msk smátt skorinn vorlaukur 1 tsk salt 1 msk appelsínusafi Aðferð: Skerið rauðkálið smátt eða rífið það niður í matvinnsluvél. Saxið kóríander og vorlauk smátt. Blandið öllum hráefnum saman í skál og bragðbætið með salti og appelsínusafa. Kennslumyndband má finna á Instagram síðu Evu Laufeyjar.
Blómkál Eva Laufey Grænmetisréttir Partýréttir Taco Uppskriftir Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira