Brad Pitt og Jennifer Aniston verðlaunuð í nótt Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. janúar 2020 08:02 Brad Pitt og Jennifer Aniston heilsast hér á SAG-verðlaunahátíðinni í nótt. Getty/Emma McIntyre Hin suðurkóreska Parasite var talin skarta besta leikarahópnum á SAG-verðlaunahátíðinni (Screen Actors Guild) sem fram fór í Los Angeles í nótt. The Crown þótti best mannaða þáttaröðin auk þess sem Joaquin Phoenix bætti við enn einni viðurkenningunni fyrir frammistöðu sína sem Jókerinn í samnefndri kvikmynd. Gula pressan vestanhafs hefur jafnframt gert sér mat úr því að Brad Pitt og Jennifer Aniston, fyrrverandi stjörnupar allra stjörnupara, voru bæði verðlaunuð í nótt. Screen Actors Guild er stéttarfélag bandarískra leikara en þetta var 26 árlega hátíð félagsins. Eftir pólítísk Golden Globe-verðlaun héldu kynnar og verðlaunahafar næturinnar sig á persónulegu nótunum, að frátöldum Robert de Niro sem verðlaunaður var fyrir ævistarf sitt í kvikmyndum. Hann sagðist hafa fullan rétt á því að tjá sig um menn og pólítisk málefni, eins og allir aðrir bandarískir borgarar. Hann beindi orðum sínum að Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann talaði um muninn á réttu og röngu, almennri skynsemi og valdníðslu. Eftir dræmar viðtökur áhorfenda tókst síðustu þáttaröð Game of Thrones að næla sér í tvenn verðlaun. Þau féllu í skaut Peter Dinklage, sem talinn var besti leikarinn í dramaþáttaröð fyrir túlkun sína á Tyrion Lannister, auk þess sem áhættuleikarar þáttanna þóttu eiga viðurkenningu skilið. Leikarahópurinn í The Marvelous Mrs. Maisel þótti bestur í hópi grínmynda og leikararnir í The Crown í hópi dramaþátta. Renée Zellwegger varð heiðruð sem besta leikkonan í kvikmynd og fyrrnefndur Joaquin Phoenix þótti besti leikarinn. Þá hlaut Brad Pitt verðlaun sem besti aukaleikarinn fyrir frammistöðu sína í Once Upon a Time … in Hollywood. Jennifer Aniston þótti besta leikkonan í sjónvarpsþáttaröð, en hún fer með hlutverk Alex Levy í The Morning Show. Þakkarræða Aniston var af mörgum talin sú eftirtektarverðasta, en hana má sjá hér að neðan. Lista yfir sigurvegara kvöldsins má nálgast hér. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Hin suðurkóreska Parasite var talin skarta besta leikarahópnum á SAG-verðlaunahátíðinni (Screen Actors Guild) sem fram fór í Los Angeles í nótt. The Crown þótti best mannaða þáttaröðin auk þess sem Joaquin Phoenix bætti við enn einni viðurkenningunni fyrir frammistöðu sína sem Jókerinn í samnefndri kvikmynd. Gula pressan vestanhafs hefur jafnframt gert sér mat úr því að Brad Pitt og Jennifer Aniston, fyrrverandi stjörnupar allra stjörnupara, voru bæði verðlaunuð í nótt. Screen Actors Guild er stéttarfélag bandarískra leikara en þetta var 26 árlega hátíð félagsins. Eftir pólítísk Golden Globe-verðlaun héldu kynnar og verðlaunahafar næturinnar sig á persónulegu nótunum, að frátöldum Robert de Niro sem verðlaunaður var fyrir ævistarf sitt í kvikmyndum. Hann sagðist hafa fullan rétt á því að tjá sig um menn og pólítisk málefni, eins og allir aðrir bandarískir borgarar. Hann beindi orðum sínum að Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann talaði um muninn á réttu og röngu, almennri skynsemi og valdníðslu. Eftir dræmar viðtökur áhorfenda tókst síðustu þáttaröð Game of Thrones að næla sér í tvenn verðlaun. Þau féllu í skaut Peter Dinklage, sem talinn var besti leikarinn í dramaþáttaröð fyrir túlkun sína á Tyrion Lannister, auk þess sem áhættuleikarar þáttanna þóttu eiga viðurkenningu skilið. Leikarahópurinn í The Marvelous Mrs. Maisel þótti bestur í hópi grínmynda og leikararnir í The Crown í hópi dramaþátta. Renée Zellwegger varð heiðruð sem besta leikkonan í kvikmynd og fyrrnefndur Joaquin Phoenix þótti besti leikarinn. Þá hlaut Brad Pitt verðlaun sem besti aukaleikarinn fyrir frammistöðu sína í Once Upon a Time … in Hollywood. Jennifer Aniston þótti besta leikkonan í sjónvarpsþáttaröð, en hún fer með hlutverk Alex Levy í The Morning Show. Þakkarræða Aniston var af mörgum talin sú eftirtektarverðasta, en hana má sjá hér að neðan. Lista yfir sigurvegara kvöldsins má nálgast hér.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira