Þreytist aldrei á endurteknum sögum Emilíönu Torrini Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2020 14:00 Hafliði Breiðfjörð, stofnandi og framkvæmdastjóri vefsíðunnar Fótbolti.net, á Triumph Herald bíl sínum sem hann rúntar um á sumrin. Vísir/Vilhelm Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, er líklega einhver mesti aðdáandi söngkonunnar Emilíönu Torrini. Í það minnsta sé miðað við mætingu hans á tónleikaröðina Af fingrum fram þar sem Jón Ólafsson fær til sín góða gesti úr tónlistarheiminum. Emilíana mætti til Jóns í Salinn í Kópavogi í gærkvöldi - í sjötta skiptið eftir því sem fréttastofa kemst næst. Hafliði hefur mætt í fjögur af þessum skiptum. „Þetta er eiginlega bara tilviljun,“ segir Hafliði hlæjandi við Vísi. Emilíana Torrini flutti til Íslands fyrir sex til sjö árum eftir tvo áratugi erlendis.Martijn van de Streek Emilíana mætti þrisvar til Jóns í Salinn í Kópavogi veturinn 2018 til 2019. Þau tróðu upp um páskana 2019 í Hofi á Akureyri áður en Emilíana mætti aftur í Salinn í september síðastliðnum. Enn var þéttsetinn bekkurinn í gærkvöldi þegar hún fór yfir ferilinn í máli og söng. „Fyrst fór ég bara af því að mig langaði geðveikt að sjá þessa tónleika. Heyra hana syngja gömlu lögin sem hún syngur almennt ekki. Hún hefur eiginlega ekkert sungið þau síðan hún flutti út fyrir rúmlega tuttugu árum síðan,“ segir Hafliði. Fram kom á tónleikunum í gær að Emilíana og Jón unnu mikið saman áður en Emilíana fór út í hinn stóra heim. Hann var tónlistarstjóri þegar hún lék í Hárinu og hvatti hana til dáða þegar hún hafði tekið sér hlutverk í bakröddum í hljómsveit nokkurri. Hann þóttist sjá að mikið bjó í Emilíönu. Þau náðu vel saman á sviðinu. Emilíana tók að sjálfsögðu Sunny Road í Salnum í gær. Hafliði segist næst hafa verið staddur á Akureyri um páskana í fyrra. „Við vorum að spá hvað við ættum að gera og sáum að það voru tónleikar í Hofi, sama sería. Við fórum á tónleikana og sátum á fyrsta bekk. Það var mjög gaman.“ Svo virðist sem áhugi Hafliða á tónlist Emilíönu hafi spurst út. Í það minnsta hefur hann ekki þurft að borga fyrir miða á síðustu tvenna tónleika. Í haust og svo í gærkvöldi. „Hin skiptin hefur mér verið boðið. Það vita allir að ég er aðdáandi. Ég sagði já takk og mætti.“ View this post on Instagram #4 Ég er í raun orðinn eins og Óttar Felix sem sá bítlamyndina 30 sinnum því ég er að sjá Emilíönu Torrini á Af fingrum fram tónleikaröðinni í fjórða sinn í kvöld. Alltaf geggjað A post shared by Hafliði Breiðfjörð (@haflidibg) on Jan 30, 2020 at 1:39pm PST Hann segir aðdáun sína líklega hafa byrjað á táningsárum. Hafliði er fæddur 1976 en Emilíana ári síðar. Meðal þess sem Emilíana sagði frá í gærkvöldi var metnaðarfull aðferð hennar til að selja plötur á þeim tíma í Skífunni í Kringlunni. Hún réð sig til starfa með það að markmiði að greiða fyrir sölu á eigin plötu. Lýsti hún á mjög kostulegan hátt hvernig hún færði plötuna sína framar í rekkann og mælti með plötunni. Bauðst til að árita hana. „Svo var ég rekin eftir jólin,“ sagði Emilíana og salurinn sprakk. Að neðan má sjá skemmtilega klippu úr þættinum Loga í beinni þar sem rifjaðir voru upp taktar átján ára Emilíönu Torrini úr sjónvarpi. Hafliði segir stemmninguna á tónleikum gærkvöldsins hafa verið sérstaklega afslappaða. Þau Jón sem höfðu Stefán Magnússon gítarleikara og Róbert Þórhallsson bassaleikara sér til halds og trausts náðu sérstaklega vel saman. Prógrammið greinilega slípast vel til. „Þetta var bara eins og sunnudagur við píanóið,“ segir Hafliði og getur undirritaður, sem sömuleiðis var staddur í Salnum, tekið undir það. Emilíana hefur raunar einstakt lag á því að tala lágt, segja sögur með einhvers konar látlausum tilþrifum svo áhorfendur hrífast með. Af fingrum fram er langt í frá eini vettvangurinn sem Hafliði hefur notið tóna Emilíönu. Hann sótti meira að segja tónleika hennar í Moskvu þann 15. júní 2018 þar sem hún söng með hljómsveitinni The Colorist. Emilíana ásamt The Colorist í Moskvu í júní 2018. Hún gerði alla meðlimi sveitarinnar að hörðum stuðningsmönnum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Þá var Hafliði staddur í rússnesku höfuðborginni til að fjalla um gengi karlalandsliðsins í knattspyrnu sem náði degi síðar fræknu jafntefli við Argentínu. Emilíana missti reyndar af leiknum. Hún var með aðra tónleika í Stuttgart. „Ég grét með sárum ekka, í alvörunni, þegar þetta var dramatískur grátur,“ sagði Emilíana í viðtali við Vísi á þeim tíma. Emilíana fór um víðan völl í gærkvöldi. Hvort sem var á tónlistarferlinum, ástarlífinu eða þá staðreynd að hún væri komin með teina á efri tennurnar. Eitthvað sem Jón gerði mikið grín að og Emilíana sjálf líka. Þetta væri fyrsta lýtaaðgerðin hennar, sagði söngkonan og hló. Eins og svo oftur í gærkvöldi hló salurinn með. Hafliði segist vissulega vera búinn að heyra sömu áhugaverðu sögurnar úr smiðju Jóns og Emilíönu fjórum sinnum. Hann verði samt aldrei þreyttur á sögunum. Aðspurður hvort ekki sé líklegt að hann verði mættur næst þegar Jón og Emilíana leiða saman hesta sína segir Hafliði hlæjandi: „Ef þú býður mér!“ Emilíana tekur Animal Games á Hlustendaverðlaunum 2014. Kópavogur Tónlist Tengdar fréttir Emiliana Torrini og Rowan gengu í það heilaga Söngkonan vinsæla Emiliana Torrini og Rowan Patrick Robinson Cain gengu í það heilaga þann 23.júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 6. september 2019 10:30 Ekkasog Emilíönu sem er mætt til Moskvu en missir af leiknum Emilíana Torrini elskar HM, er mætt til höfuðborgar Rússlands en flýgur þaðan í nótt. 15. júní 2018 15:30 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, er líklega einhver mesti aðdáandi söngkonunnar Emilíönu Torrini. Í það minnsta sé miðað við mætingu hans á tónleikaröðina Af fingrum fram þar sem Jón Ólafsson fær til sín góða gesti úr tónlistarheiminum. Emilíana mætti til Jóns í Salinn í Kópavogi í gærkvöldi - í sjötta skiptið eftir því sem fréttastofa kemst næst. Hafliði hefur mætt í fjögur af þessum skiptum. „Þetta er eiginlega bara tilviljun,“ segir Hafliði hlæjandi við Vísi. Emilíana Torrini flutti til Íslands fyrir sex til sjö árum eftir tvo áratugi erlendis.Martijn van de Streek Emilíana mætti þrisvar til Jóns í Salinn í Kópavogi veturinn 2018 til 2019. Þau tróðu upp um páskana 2019 í Hofi á Akureyri áður en Emilíana mætti aftur í Salinn í september síðastliðnum. Enn var þéttsetinn bekkurinn í gærkvöldi þegar hún fór yfir ferilinn í máli og söng. „Fyrst fór ég bara af því að mig langaði geðveikt að sjá þessa tónleika. Heyra hana syngja gömlu lögin sem hún syngur almennt ekki. Hún hefur eiginlega ekkert sungið þau síðan hún flutti út fyrir rúmlega tuttugu árum síðan,“ segir Hafliði. Fram kom á tónleikunum í gær að Emilíana og Jón unnu mikið saman áður en Emilíana fór út í hinn stóra heim. Hann var tónlistarstjóri þegar hún lék í Hárinu og hvatti hana til dáða þegar hún hafði tekið sér hlutverk í bakröddum í hljómsveit nokkurri. Hann þóttist sjá að mikið bjó í Emilíönu. Þau náðu vel saman á sviðinu. Emilíana tók að sjálfsögðu Sunny Road í Salnum í gær. Hafliði segist næst hafa verið staddur á Akureyri um páskana í fyrra. „Við vorum að spá hvað við ættum að gera og sáum að það voru tónleikar í Hofi, sama sería. Við fórum á tónleikana og sátum á fyrsta bekk. Það var mjög gaman.“ Svo virðist sem áhugi Hafliða á tónlist Emilíönu hafi spurst út. Í það minnsta hefur hann ekki þurft að borga fyrir miða á síðustu tvenna tónleika. Í haust og svo í gærkvöldi. „Hin skiptin hefur mér verið boðið. Það vita allir að ég er aðdáandi. Ég sagði já takk og mætti.“ View this post on Instagram #4 Ég er í raun orðinn eins og Óttar Felix sem sá bítlamyndina 30 sinnum því ég er að sjá Emilíönu Torrini á Af fingrum fram tónleikaröðinni í fjórða sinn í kvöld. Alltaf geggjað A post shared by Hafliði Breiðfjörð (@haflidibg) on Jan 30, 2020 at 1:39pm PST Hann segir aðdáun sína líklega hafa byrjað á táningsárum. Hafliði er fæddur 1976 en Emilíana ári síðar. Meðal þess sem Emilíana sagði frá í gærkvöldi var metnaðarfull aðferð hennar til að selja plötur á þeim tíma í Skífunni í Kringlunni. Hún réð sig til starfa með það að markmiði að greiða fyrir sölu á eigin plötu. Lýsti hún á mjög kostulegan hátt hvernig hún færði plötuna sína framar í rekkann og mælti með plötunni. Bauðst til að árita hana. „Svo var ég rekin eftir jólin,“ sagði Emilíana og salurinn sprakk. Að neðan má sjá skemmtilega klippu úr þættinum Loga í beinni þar sem rifjaðir voru upp taktar átján ára Emilíönu Torrini úr sjónvarpi. Hafliði segir stemmninguna á tónleikum gærkvöldsins hafa verið sérstaklega afslappaða. Þau Jón sem höfðu Stefán Magnússon gítarleikara og Róbert Þórhallsson bassaleikara sér til halds og trausts náðu sérstaklega vel saman. Prógrammið greinilega slípast vel til. „Þetta var bara eins og sunnudagur við píanóið,“ segir Hafliði og getur undirritaður, sem sömuleiðis var staddur í Salnum, tekið undir það. Emilíana hefur raunar einstakt lag á því að tala lágt, segja sögur með einhvers konar látlausum tilþrifum svo áhorfendur hrífast með. Af fingrum fram er langt í frá eini vettvangurinn sem Hafliði hefur notið tóna Emilíönu. Hann sótti meira að segja tónleika hennar í Moskvu þann 15. júní 2018 þar sem hún söng með hljómsveitinni The Colorist. Emilíana ásamt The Colorist í Moskvu í júní 2018. Hún gerði alla meðlimi sveitarinnar að hörðum stuðningsmönnum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Þá var Hafliði staddur í rússnesku höfuðborginni til að fjalla um gengi karlalandsliðsins í knattspyrnu sem náði degi síðar fræknu jafntefli við Argentínu. Emilíana missti reyndar af leiknum. Hún var með aðra tónleika í Stuttgart. „Ég grét með sárum ekka, í alvörunni, þegar þetta var dramatískur grátur,“ sagði Emilíana í viðtali við Vísi á þeim tíma. Emilíana fór um víðan völl í gærkvöldi. Hvort sem var á tónlistarferlinum, ástarlífinu eða þá staðreynd að hún væri komin með teina á efri tennurnar. Eitthvað sem Jón gerði mikið grín að og Emilíana sjálf líka. Þetta væri fyrsta lýtaaðgerðin hennar, sagði söngkonan og hló. Eins og svo oftur í gærkvöldi hló salurinn með. Hafliði segist vissulega vera búinn að heyra sömu áhugaverðu sögurnar úr smiðju Jóns og Emilíönu fjórum sinnum. Hann verði samt aldrei þreyttur á sögunum. Aðspurður hvort ekki sé líklegt að hann verði mættur næst þegar Jón og Emilíana leiða saman hesta sína segir Hafliði hlæjandi: „Ef þú býður mér!“ Emilíana tekur Animal Games á Hlustendaverðlaunum 2014.
Kópavogur Tónlist Tengdar fréttir Emiliana Torrini og Rowan gengu í það heilaga Söngkonan vinsæla Emiliana Torrini og Rowan Patrick Robinson Cain gengu í það heilaga þann 23.júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 6. september 2019 10:30 Ekkasog Emilíönu sem er mætt til Moskvu en missir af leiknum Emilíana Torrini elskar HM, er mætt til höfuðborgar Rússlands en flýgur þaðan í nótt. 15. júní 2018 15:30 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Emiliana Torrini og Rowan gengu í það heilaga Söngkonan vinsæla Emiliana Torrini og Rowan Patrick Robinson Cain gengu í það heilaga þann 23.júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 6. september 2019 10:30
Ekkasog Emilíönu sem er mætt til Moskvu en missir af leiknum Emilíana Torrini elskar HM, er mætt til höfuðborgar Rússlands en flýgur þaðan í nótt. 15. júní 2018 15:30