Litla föndurhornið: 100 prósent endurnýting Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2020 17:30 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi Ég veit ekkert betra heldur en að fá heimagerðar gjafir, og mér finnst ekkert skemmtilegra heldur en að gefa heimagerðar gjafir. Það er ekki út af því að ég er er nísk, mér finnst bara gaman að skapa eitthvað einstakt sem er algjörlega ætlað einstaklingnum sem ég er að gefa. Í þetta verkefni þá notaði ég tvö stór púslstykki, ramma og lengri hliðarnar úr tveimur mandarínukössum. Allt þetta átti ég hérna heima. Ég notaði líka hvíta og gráa kalkmálningu, hvítan málningarpenna og Modpodge. Ef þið hafið eitthvað fylgst með mér þá vitið þið að ég elska kalkmálingu og Modpodge. Ég byrjaði á því að losa mig við glerið úr rammanum og mála púslstykkin hvít. Ég losaði löngu hliðarnar af mandarínukössunum, þurfti að nota aðeins kraftana en hey, ég er úr sveit. Ég mældi spýturnar og sagaði þær. Ég límdi spýturnar svo á bakið á rammanum. Ekki segja límbyssunni frá, en ég notaði trélim. Ég lét límið taka sig og málaði spýturnar svo gráar. Svo þegar það var orðið þurrt þá þurrburstaði ég yfir með hvítu. Ég málaði ramman sjálfan hvítan og kom bakinu aftur fyrir. Vegna þess að ég sleppti glerinu þá var ekkert mál að koma spýtunum fyrir í rammanum. Ég prentaði út mynd af vinarfólki okkar í svart-hvítu, klippti hana til og límdi með Modpodge á púslin. Ég þurrburstaði brúnirnar á púslinu með gráu áður en ég límdi það á réttan stað. Ég tók svo hvítan málningarpenna og skrifaði „Our missing pieces, found on the 6th of September 2019. Now our puzzle is complete.“ Þau eru bresk, þess vegna er þetta á ensku, en þetta þýðir „Týndu stykkin okkar, fundust 6. september 2019. Núna er myndin tilbúin.“ Ég ætlaði að nota aðferðina sem ég nota alltaf, þið vitið, prentað út, krassa aftan á blaðið, en ég ákvað að nota mína skrift í þetta skiptið. Ég límdi svo tvo króka aftan á þetta og gjöfin tilbúin. Þetta tók alveg tíma, en hvað get ég sagt, sumir eru 100 % þess virði. Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Velkomin skilti Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 20. janúar 2020 15:30 Litla föndurhornið: Endurunninn bakki í jólagjöf til vinkonu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 13. janúar 2020 11:00 Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Sjá meira
Ég veit ekkert betra heldur en að fá heimagerðar gjafir, og mér finnst ekkert skemmtilegra heldur en að gefa heimagerðar gjafir. Það er ekki út af því að ég er er nísk, mér finnst bara gaman að skapa eitthvað einstakt sem er algjörlega ætlað einstaklingnum sem ég er að gefa. Í þetta verkefni þá notaði ég tvö stór púslstykki, ramma og lengri hliðarnar úr tveimur mandarínukössum. Allt þetta átti ég hérna heima. Ég notaði líka hvíta og gráa kalkmálningu, hvítan málningarpenna og Modpodge. Ef þið hafið eitthvað fylgst með mér þá vitið þið að ég elska kalkmálingu og Modpodge. Ég byrjaði á því að losa mig við glerið úr rammanum og mála púslstykkin hvít. Ég losaði löngu hliðarnar af mandarínukössunum, þurfti að nota aðeins kraftana en hey, ég er úr sveit. Ég mældi spýturnar og sagaði þær. Ég límdi spýturnar svo á bakið á rammanum. Ekki segja límbyssunni frá, en ég notaði trélim. Ég lét límið taka sig og málaði spýturnar svo gráar. Svo þegar það var orðið þurrt þá þurrburstaði ég yfir með hvítu. Ég málaði ramman sjálfan hvítan og kom bakinu aftur fyrir. Vegna þess að ég sleppti glerinu þá var ekkert mál að koma spýtunum fyrir í rammanum. Ég prentaði út mynd af vinarfólki okkar í svart-hvítu, klippti hana til og límdi með Modpodge á púslin. Ég þurrburstaði brúnirnar á púslinu með gráu áður en ég límdi það á réttan stað. Ég tók svo hvítan málningarpenna og skrifaði „Our missing pieces, found on the 6th of September 2019. Now our puzzle is complete.“ Þau eru bresk, þess vegna er þetta á ensku, en þetta þýðir „Týndu stykkin okkar, fundust 6. september 2019. Núna er myndin tilbúin.“ Ég ætlaði að nota aðferðina sem ég nota alltaf, þið vitið, prentað út, krassa aftan á blaðið, en ég ákvað að nota mína skrift í þetta skiptið. Ég límdi svo tvo króka aftan á þetta og gjöfin tilbúin. Þetta tók alveg tíma, en hvað get ég sagt, sumir eru 100 % þess virði.
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Velkomin skilti Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 20. janúar 2020 15:30 Litla föndurhornið: Endurunninn bakki í jólagjöf til vinkonu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 13. janúar 2020 11:00 Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Sjá meira
Litla föndurhornið: Velkomin skilti Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 20. janúar 2020 15:30
Litla föndurhornið: Endurunninn bakki í jólagjöf til vinkonu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 13. janúar 2020 11:00