Vitum að næstu landsleikir verða í júní en vitum ekki hverjum við mætum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 13:30 Strákarnir okkar fagna sigri á Dönum á EM. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur ekki misst af mörgum stórmótum síðasta tvo áratugi og nú styttist í það verkefni að tryggja sér sæti á næsta heimsmeistaramóti. Næstu mótsleikir íslenska landsliðsins í handknattleik karla verða í byrjun júní þegar leiknir verða tveir umspilsleikir um þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi í janúar á næsta ári. Vegna þess að íslenska landsliðið sleppur við þátttöku á fyrsta stigi undankeppni HM, sem fram fer upp úr miðjum apríl, er ekki ljóst hver verður andstæðingur Íslands í júníleikjunum. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ. Eins og áður segir fara leikir á fyrsta stigi undankeppninnar í fram í apríl, um líka leyti og forkeppni Ólympíuleikanna verður háð. Á fyrsta stigi undankeppni HM taka landslið átta þjóða þátt, þ.e. fjögur neðstu liðin á EM2020, Pólland, Rússland, Bosnía og Lettland auk fjögurra sem unnu hver sinn riðil í undankeppni sem háð var frá október á síðasta ári og fram í byrjun janúar. Um er að ræða landslið Litháen, Rúmeníu, Tyrklands og Ísrael. Í morgun var dregið hvaða lið mætast og var niðurstaðan eftirfarandi: Tyrkland - Rússland Rúmenía - Bosnía Pólland - Litháen Ísrael - Lettland Eftir leikina sem fram fara 15. til 19. apríl heima og að heima standa fjögur lið sem bætast í pott með eftirtöldum liðum á frá EM: Slóvenía, Þýskaland, Portúgal, Svíþjóð, Austurríki, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Ísland, Tékkland, Frakkland, Norður-Makedónía, Sviss, Holland, Svartfjallaland, Úkraína og Serbía. Alls landsliðs 16 þjóða auk fjögurra frá undankeppninni í apríl. Þessum 20 liðum verður skipt upp í tvo styrkleikaflokka og dregin saman. Flest bendir til þess að íslenska landsliðið verði áfram í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í vor. Á HM í Egyptalandi verða þátttökuþjóðir 32, átta fleiri en á undanförnum mótum. Evrópa á sæti fyrir 13 keppnislið auk heimsmeistara Dana. Þrjú efstu lið EM2020 hafa þegar tryggt sér farseðilinn á HM2021, Evrópumeistarar Spánar, silfurlið Króata og bronslið Norðmanna. Eftir standa 10 sæti sem bitist verður um í fyrri hluta júní. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur ekki misst af mörgum stórmótum síðasta tvo áratugi og nú styttist í það verkefni að tryggja sér sæti á næsta heimsmeistaramóti. Næstu mótsleikir íslenska landsliðsins í handknattleik karla verða í byrjun júní þegar leiknir verða tveir umspilsleikir um þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi í janúar á næsta ári. Vegna þess að íslenska landsliðið sleppur við þátttöku á fyrsta stigi undankeppni HM, sem fram fer upp úr miðjum apríl, er ekki ljóst hver verður andstæðingur Íslands í júníleikjunum. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ. Eins og áður segir fara leikir á fyrsta stigi undankeppninnar í fram í apríl, um líka leyti og forkeppni Ólympíuleikanna verður háð. Á fyrsta stigi undankeppni HM taka landslið átta þjóða þátt, þ.e. fjögur neðstu liðin á EM2020, Pólland, Rússland, Bosnía og Lettland auk fjögurra sem unnu hver sinn riðil í undankeppni sem háð var frá október á síðasta ári og fram í byrjun janúar. Um er að ræða landslið Litháen, Rúmeníu, Tyrklands og Ísrael. Í morgun var dregið hvaða lið mætast og var niðurstaðan eftirfarandi: Tyrkland - Rússland Rúmenía - Bosnía Pólland - Litháen Ísrael - Lettland Eftir leikina sem fram fara 15. til 19. apríl heima og að heima standa fjögur lið sem bætast í pott með eftirtöldum liðum á frá EM: Slóvenía, Þýskaland, Portúgal, Svíþjóð, Austurríki, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Ísland, Tékkland, Frakkland, Norður-Makedónía, Sviss, Holland, Svartfjallaland, Úkraína og Serbía. Alls landsliðs 16 þjóða auk fjögurra frá undankeppninni í apríl. Þessum 20 liðum verður skipt upp í tvo styrkleikaflokka og dregin saman. Flest bendir til þess að íslenska landsliðið verði áfram í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í vor. Á HM í Egyptalandi verða þátttökuþjóðir 32, átta fleiri en á undanförnum mótum. Evrópa á sæti fyrir 13 keppnislið auk heimsmeistara Dana. Þrjú efstu lið EM2020 hafa þegar tryggt sér farseðilinn á HM2021, Evrópumeistarar Spánar, silfurlið Króata og bronslið Norðmanna. Eftir standa 10 sæti sem bitist verður um í fyrri hluta júní.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Sjá meira