Liðin í Super Bowl í ár eru bæði með hraðann að vopni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 16:30 Raheem Mostert og Tyreek Hill er báðir rosalega fljótir. Samsett/Getty Hlutirnir geta gerst hratt í Super Bowl leik Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers á sunnudaginn kemur. Hraðinn er svo sannarlega til staðar hjá mörgum leikmanna liðanna. ESPN veltir því sér hvort að Super Bowl hafi einhvern tímann hafa getað boðið upp á tvö lið sem búa yfir svo spretthörðum leikmönnum. Í liði San Francisco 49ers eru það hlaupararnir sem skapa mesta óttann hjá mótherjunum. Einn þeirra er Raheem Mostert sem er fyrrum spretthlaupsstjarna hjá Purdue háskólanum. Hann sýndi það í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar að hann getur hlaupið hratt með boltann. Mostert skoraði fjögur snertimörk í leiknum og liðsmenn Green Bay Packers réðu ekkert við hann. The Chiefs' wide receivers -- nicknamed the Legion of Zoom -- and the 49ers' speedy running backs will give Super Bowl LIV a track meet feel. #NFLonESPN5#NFL100https://t.co/f25ijHBtUu— ESPN5 (@Sports5PH) January 30, 2020 Blaðamaður ESPN spurði Raheem Mostert að því hvaða liðsfélaga hann tæki með sér ef hann ætti að búa til boðshlaupslið fyrir 4 x 100 metra hlaup. Það stóð ekki á svari hjá Raheem Mostert sem nefndi sjálfan sig og svo Matt Breida, Tevin Coleman og að lokum Jeff Wilson. Allt eru þetta hlauparar í liðinu og allir hafa þeir sýnt að þeir búa yfir ógnvænlegum hraða. Hjá mótherjunum í Kansas City Chiefs liðinu eru það aftur á móti útherjarnir sem eru að skilja varnarmenn andstæðinganna eftir í sporunum. Þetta eru þeir Tyreek Hill, Mecole Hardman, Sammy Watkins, Demarcus Robinson og Byron Pringle. We gotta give @MecoleHardman4 the mic more often! pic.twitter.com/rxwMMcY9BI— Kansas City Chiefs (@Chiefs) January 29, 2020 Jú það er nóg að taka af mönnum sem Patrick Mahomes getur fundið með löngum sendingum upp völlinn. Það hefur Mahomes líka sýnt í allan vetur. Tölfræðin sýnir það líka og sannar að þessir fyrrnefndu leikmenn búa yfir gríðarlegum hraða. Meðalhámarkshraði hlauparana í San Francisco 49ers liðinu er 21,35 kílómetrar á klukkstund sem er það mesta hjá liði í allri NFL-deildinni. Raheem Mostert er í heimsklassa enda á hann best 10,15 sekúndur í 100 metra hlaupi. "They done messed up and gave your boy the mic, so you know we're about to turn up!" Keep up with @JetMckinnon1 at #SBLIV Opening Night. pic.twitter.com/gyrRdEWp89— San Francisco 49ers (@49ers) January 29, 2020 Útherjar Kansass City hafa ellefu sinnum gripið boltann á 32 kílómetra hraða á klukkustund en meðalhámarkshraði útherja liðsins er 24,86 kílómetrar á klukkustund. Sá fljótasti er maðurinn sem er kallaður blettatígurinn. Tyreek Hill hefur hlaupið 100 metra hlaup á 9,98 sekúndum en það gerði hann í háskóla árið 2013. Sá tími hefði dugað honum í úrslit á síðustu Ólympíuleikum. Það má því búast við því að hlutirnir geti gerst mjög hratt á sunnudagskvöldið.Leikur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin með upphitun klukkan 22.00. Leikurinn sjálfur hefst síðan klukkan hálf tólf. NFL Ofurskálin Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Gælir við HM eftir að hafa grýtt sleggjunni sjötíu metra Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Hlutirnir geta gerst hratt í Super Bowl leik Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers á sunnudaginn kemur. Hraðinn er svo sannarlega til staðar hjá mörgum leikmanna liðanna. ESPN veltir því sér hvort að Super Bowl hafi einhvern tímann hafa getað boðið upp á tvö lið sem búa yfir svo spretthörðum leikmönnum. Í liði San Francisco 49ers eru það hlaupararnir sem skapa mesta óttann hjá mótherjunum. Einn þeirra er Raheem Mostert sem er fyrrum spretthlaupsstjarna hjá Purdue háskólanum. Hann sýndi það í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar að hann getur hlaupið hratt með boltann. Mostert skoraði fjögur snertimörk í leiknum og liðsmenn Green Bay Packers réðu ekkert við hann. The Chiefs' wide receivers -- nicknamed the Legion of Zoom -- and the 49ers' speedy running backs will give Super Bowl LIV a track meet feel. #NFLonESPN5#NFL100https://t.co/f25ijHBtUu— ESPN5 (@Sports5PH) January 30, 2020 Blaðamaður ESPN spurði Raheem Mostert að því hvaða liðsfélaga hann tæki með sér ef hann ætti að búa til boðshlaupslið fyrir 4 x 100 metra hlaup. Það stóð ekki á svari hjá Raheem Mostert sem nefndi sjálfan sig og svo Matt Breida, Tevin Coleman og að lokum Jeff Wilson. Allt eru þetta hlauparar í liðinu og allir hafa þeir sýnt að þeir búa yfir ógnvænlegum hraða. Hjá mótherjunum í Kansas City Chiefs liðinu eru það aftur á móti útherjarnir sem eru að skilja varnarmenn andstæðinganna eftir í sporunum. Þetta eru þeir Tyreek Hill, Mecole Hardman, Sammy Watkins, Demarcus Robinson og Byron Pringle. We gotta give @MecoleHardman4 the mic more often! pic.twitter.com/rxwMMcY9BI— Kansas City Chiefs (@Chiefs) January 29, 2020 Jú það er nóg að taka af mönnum sem Patrick Mahomes getur fundið með löngum sendingum upp völlinn. Það hefur Mahomes líka sýnt í allan vetur. Tölfræðin sýnir það líka og sannar að þessir fyrrnefndu leikmenn búa yfir gríðarlegum hraða. Meðalhámarkshraði hlauparana í San Francisco 49ers liðinu er 21,35 kílómetrar á klukkstund sem er það mesta hjá liði í allri NFL-deildinni. Raheem Mostert er í heimsklassa enda á hann best 10,15 sekúndur í 100 metra hlaupi. "They done messed up and gave your boy the mic, so you know we're about to turn up!" Keep up with @JetMckinnon1 at #SBLIV Opening Night. pic.twitter.com/gyrRdEWp89— San Francisco 49ers (@49ers) January 29, 2020 Útherjar Kansass City hafa ellefu sinnum gripið boltann á 32 kílómetra hraða á klukkustund en meðalhámarkshraði útherja liðsins er 24,86 kílómetrar á klukkustund. Sá fljótasti er maðurinn sem er kallaður blettatígurinn. Tyreek Hill hefur hlaupið 100 metra hlaup á 9,98 sekúndum en það gerði hann í háskóla árið 2013. Sá tími hefði dugað honum í úrslit á síðustu Ólympíuleikum. Það má því búast við því að hlutirnir geti gerst mjög hratt á sunnudagskvöldið.Leikur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin með upphitun klukkan 22.00. Leikurinn sjálfur hefst síðan klukkan hálf tólf.
NFL Ofurskálin Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Gælir við HM eftir að hafa grýtt sleggjunni sjötíu metra Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira