Ítalíumeistarar Juventus eru tilbúnir að selja Aaron Ramsey eftir tímabilið. Þetta herma heimildir Tuttosport.
Ramsey gekk í raðir Juventus þegar samningur hans við Arsenal rann út eftir síðasta tímabil. Walesverjinn fékk góðan samning hjá Juventus en hann fær rúmlega 400.000 pund í vikulaun.
Fyrsta tímabilið á Ítalíu hefur ekki gengið sem skyldi hjá Ramsey sem hefur verið mikið meiddur.
Hann hefur aðeins komið við sögu í tólf leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni. Ramsey kom inn á sem varamaður þegar Juventus tapaði óvænt fyrir Verona, 2-1, í gær.
Samkvæmt heimildum Tuttosport er Juventus tilbúið að selja Ramsey í sumar, eftir aðeins eitt tímabil hjá félaginu.
Ramsey, sem er 29 ára, lék með Arsenal í ellefu ár og varð þrisvar sinnum bikarmeistari með liðinu. Hann skoraði sigurmörk Arsenal í bikarúrslitaleikjunum 2014 og 2015.
Juventus tilbúið að selja Ramsey

Tengdar fréttir

Ronaldo skoraði í tíunda leiknum í röð en Juventus tapaði | Sjáðu mörkin
Juventus laut í lægra haldi fyrir Verona í ítölsku úrvalsdeildinni.