Egypskum systkinum vísað úr landi eftir átján mánaða dvöl Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. febrúar 2020 19:00 Sex manna fjölskylda frá Egyptalandi mun ekki njóta góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja um að fólk eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist í meira en 16 mánuði. Það munar tæpum þremur vikum á að þau falli undir breytingarnar en þau hafa verið á Íslandi í 18 mánuði. Börnin hafa aðlagst vel og taka góða íslensku. Doaa Mohamed Eibdeib og Ibrahim Mahrous Khedr, komu til Íslands í byrjun árs 2018, ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Börnin eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi þar sem Ibrahim hafi talað opinberlega gegn stefnu yfirvalda. „Þegar við fórum til Óman frá Egyptalandi varð hann einnig fyrir ofsóknum þar og við vildum fara annað þar sem við yrðum örugg og mannréttindi eru virt,“ segir Doaa. Verður vísað úr landi á næstunni Því hafi þau komið til Íslands. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd þann í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum eftir að þau sóttu um vernd, eða í nóvember. Það þýðir að fjölskyldan mun ekki njóta góðs af þeirri reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja en samkvæmt henni verður unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en 16 mánuði. Breytingarnar voru gerðar eftir fjölmiðlar fjölluðu um mál pakistanskrar fjölskyldu sem vísa átti úr landi. Ef Doaa og Ibrahim hefðu fengið synjun þremur vikum seinna hefði breytingin átt við um þau. Til stendur að senda fjölskylduna til Egyptalands á næstunni. „Hann yrði handtekinn og kannski drepinn. Ef eitthvað gerist fyrir hann væri það hræðilegt fyrir fjölskylduna,“ segir Doaa. Dreymir um að verða náttúrufræðikennari Börnin hafa aðlagast samfélaginu vel á því eina og hálfa ári sem þau hafa búið hér. Þau búa á Ásbrú þar sem Hamza er á leikskóla og þau Rewida og Abdalla í grunnskóla. Ég elska að gera náttúrufræði og stærðfræði og ég elska að læra að skrifa Íslensku,“ segir hin tólf ára gamla Rewida Khedr. „Ég er í fjórða H.S.í Háaleitisskóla og mér finnst gaman að læra stærðfræði og íslensku og líka náttúrufræði,“segir hinn níu ára gamli Abdalla. Hann langi til að verða flugmaður í framtíðinni og Rewidu langar að verða náttúrufræðikennari. Börnin hafa eignast vini og tala góða íslensku Þau eiga slæmar minningar um kennarana sína í Egyptalandi. „Ef þu segir eitthvað sem er ekki rétt í skólanum í Egyptalandi þá lemja kennararnir þig hérna og hérna,“ segja þau og benda á puttana sína. Þegar málsmeðferðartíminn er metinn miða íslensk stjórnvöld við þann tíma sem líður frá umsókn og þar til kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun. Útlendingastofnunar. Rauði krossinn hefur sagt að eðlilegra væri að miða síðari tímamörkin við dagsetningu brottvísunar en undirbúningur og framkvæmd brottflutnings getur tekið langan tíma. Ef málsmeðferðartíminn væri skilgreindur með þessum hætti myndi fjölskyldan uppfylla skilyrði þess að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, hvort heldur sem litið er til núgildandi laga eða reglugerðarinnar sem dómsmálaráðherra hyggst setja. Doaa er menntaður hjúkrunarfræðingur og vann á heilbrigðisstofnunum í Egyptalandi og í Óman. Hennar draumur er að geta starfað sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi. Ibrahim er verkfræðimenntaður. Þá segjast börnin vera búin að eignast mikið af vinum á Íslandi. Hælisleitendur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Sex manna fjölskylda frá Egyptalandi mun ekki njóta góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja um að fólk eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist í meira en 16 mánuði. Það munar tæpum þremur vikum á að þau falli undir breytingarnar en þau hafa verið á Íslandi í 18 mánuði. Börnin hafa aðlagst vel og taka góða íslensku. Doaa Mohamed Eibdeib og Ibrahim Mahrous Khedr, komu til Íslands í byrjun árs 2018, ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Börnin eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi þar sem Ibrahim hafi talað opinberlega gegn stefnu yfirvalda. „Þegar við fórum til Óman frá Egyptalandi varð hann einnig fyrir ofsóknum þar og við vildum fara annað þar sem við yrðum örugg og mannréttindi eru virt,“ segir Doaa. Verður vísað úr landi á næstunni Því hafi þau komið til Íslands. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd þann í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum eftir að þau sóttu um vernd, eða í nóvember. Það þýðir að fjölskyldan mun ekki njóta góðs af þeirri reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja en samkvæmt henni verður unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en 16 mánuði. Breytingarnar voru gerðar eftir fjölmiðlar fjölluðu um mál pakistanskrar fjölskyldu sem vísa átti úr landi. Ef Doaa og Ibrahim hefðu fengið synjun þremur vikum seinna hefði breytingin átt við um þau. Til stendur að senda fjölskylduna til Egyptalands á næstunni. „Hann yrði handtekinn og kannski drepinn. Ef eitthvað gerist fyrir hann væri það hræðilegt fyrir fjölskylduna,“ segir Doaa. Dreymir um að verða náttúrufræðikennari Börnin hafa aðlagast samfélaginu vel á því eina og hálfa ári sem þau hafa búið hér. Þau búa á Ásbrú þar sem Hamza er á leikskóla og þau Rewida og Abdalla í grunnskóla. Ég elska að gera náttúrufræði og stærðfræði og ég elska að læra að skrifa Íslensku,“ segir hin tólf ára gamla Rewida Khedr. „Ég er í fjórða H.S.í Háaleitisskóla og mér finnst gaman að læra stærðfræði og íslensku og líka náttúrufræði,“segir hinn níu ára gamli Abdalla. Hann langi til að verða flugmaður í framtíðinni og Rewidu langar að verða náttúrufræðikennari. Börnin hafa eignast vini og tala góða íslensku Þau eiga slæmar minningar um kennarana sína í Egyptalandi. „Ef þu segir eitthvað sem er ekki rétt í skólanum í Egyptalandi þá lemja kennararnir þig hérna og hérna,“ segja þau og benda á puttana sína. Þegar málsmeðferðartíminn er metinn miða íslensk stjórnvöld við þann tíma sem líður frá umsókn og þar til kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun. Útlendingastofnunar. Rauði krossinn hefur sagt að eðlilegra væri að miða síðari tímamörkin við dagsetningu brottvísunar en undirbúningur og framkvæmd brottflutnings getur tekið langan tíma. Ef málsmeðferðartíminn væri skilgreindur með þessum hætti myndi fjölskyldan uppfylla skilyrði þess að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, hvort heldur sem litið er til núgildandi laga eða reglugerðarinnar sem dómsmálaráðherra hyggst setja. Doaa er menntaður hjúkrunarfræðingur og vann á heilbrigðisstofnunum í Egyptalandi og í Óman. Hennar draumur er að geta starfað sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi. Ibrahim er verkfræðimenntaður. Þá segjast börnin vera búin að eignast mikið af vinum á Íslandi.
Hælisleitendur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira